Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Vandamál Júgóslavíu verða að vandamáli NATO KOSOVO Stríðsátökin vlð Serba eru innan Evrópu. Þau gætu haft alvarleg áhrif fyrir tilveru Atlants- hafsbandalagsins og skipulag öryggismála í Evrópu, ef svo illa ______________fer að þau breiðist út, að því er fram kemur í grein Magnúsar Bjarnasonar. Magnús var einn af erindrekum Sameinuðu þjóðanna í fyrrverandi Júgóslavíu milli 1993 og 1996, en vinnur nú að doktorsritgerð við háskólann í Brussel. IFJOLMIÐLUM á Vestur- löndum hefur undanfarna daga mikið borið á fréttum vegna stríðsátakanna milli Serba og Atlantshafsbandalagsins (NATO) en það á nú í sínu fyrsta stríði sem hernaðarbandalag. Ein- stök bandalagsríki höfðu þó áður staðið í hernaði, ýmist í nafni Sameinuðu þjóðanna eða á eigin vegum, án þess að NATO sem stofnun bæri þar nokkra ábyrgð á. Má þar nefna Persaflóastríðið við Iraka sem háð var í nafni Samein- uðu þjóðanna um yfírráð og sjálf- stæði Kúveit. Dæmi um stríð í nafni einstakra rikja er árás Breta og Frakka við Suez árið 1956 vegna deilna þeirra við Egypta um yfírráð yfír Suez-skipaskurðinum. Sú árás var Sovétmönnum kær- komin er þeir réðust inn í Ung- verjaland til að brjóta þar á bak aftur uppreisn gegn þáverandi stjórnvöldum. Það er því ekki nýtt, að stórveldi leyfi sér vopnuð afskipti af innanríkismálum smá- ríkja. En hins vegar er nýtt, að þetta gerist eftir lok kalda stríðs- ins. Atökin nú við Serba eru innan Evrópu og við bæjardyr NATO. Þau gætu því haft alvarleg áhrif fyrir tilvera bandalagsins og skipulag öryggismála í Evrópu, ef svo illa færi að þau breiddust út. Atlantshafsbandalagið var upp- runalega stofnað sem varnar- bandalag gegn utanaðkomandi árás. En með lokum kalda stríðs- ins hefur myndin verið að breytast og NATO þurft að skilgreina hlut- verk sitt að nýju. Meðal þeirra hugmynda sem skotið hafa upp kollinum er, að beita mætti NATÓ í baráttunni gegn eiturlyfjum og hryðjuverkamönnum þótt flestum þætti vandséð hvernig herir bandalagsins gætu komið að slíkri baráttu. Friðargæsla hefur smátt og smátt orðið að eins konar tísku- verkefni víða um heim og hafa ein- stakar NATO-þjóðir þar oft átt aðild að. Að undanförnu hefur þó meira borið á beinum friðunarað- gerðum (peace enforcement) þar sem stillt er til friðar með valdi af hálfu þeirra þjóða sem enn telja sig hafa mátt og megin til afskipta af innbyrðis átökum milli veikari aðila. Ekki hefur samt alltaf tekist vel til. I því sambandi nægir að minna á hinar misheppnuðu til- raunir til að stilla til friðar milli stríðandi fylkinga í Sómalíu fyrir fáum árum. Stríðsátökin við Serba nú eru því fjarri hinu upphaflega mark- miði bandalagsþjóðanna. Þetta hafa Rússar hent á lofti og bent á, að þeir hafí ætíð haft á réttu að standa varðandi það sem þeir hafa talið hið raunverulega eðli NATO að vera árásarbandalag undir for- ystu Bandaríkjanna. Vesturlanda- búar í dag láta sig hins vegar litlu varða skoðanir Rússa, - efnahagur þar er í rúst og stendur ekki leng- ur undir kostnaði sem leggja þarf út í til að teljast hernaðarstór- veldi. Hins vegar ber það vott um hroka Vesturlandabúa þegar þeir tala um sjálfa sig og sínar eigin skoðanir sem hið alþjóðlega sam- félag, sniðganga Rússa og láta eins og Indverjar og Kínverjar, tvær fjölmennustu þjóðir jarðar- innar, séu ekki til. Slíkur hroki eða sjálfumgleði kann að draga dilk á eftir sér. Ljóst er, að Rúss- ar hafa enga ástæðu til að teysta því, að NATO láti hér staðar numið og haldi ekki áfram að skipta sér af innanríkismálefnum (borgarastyrjöldum) annarra landa, þar með talið innan Sovét- ríkjanna fyrrverandi. Ef Vestur- lönd styggja Rússa um of skapast hætta á, að Rússar snúi sér meira í austurátt, þar eð stærsti hluti ríkis þeirra er í Asíu. Slíkt gæti reynst efnahag margra Vestur- landa þungt í skauti, sem á næstu öld munu í vaxandi mæli þurfa á ódýrum hráefnum að halda úr ríki Rússa. I samræmi við sjálftöku- heimild stórveldanna til afskipta af smáríkjum innan sinna áhrifa- svæða og vegna fordæmisins sem nú hefur skapast er einnig hætta á, að Kínverjar til dæmis telji sér heimilt að innlima Taívan kannski fljótlega á næstu öld ef þeir telja, að veldissól Bandaríkjanna hafi hnigið nægilega til viðar þannig, að af þeim stafi ekki lengur hætta. Gera verður ráð fyrir að veldi Bandaríkjanna muni hnigna smátt og smátt eins og öðrum stórveld- um veraldarsögunnar og virðast áhrif þeirra í Asíu nú þegar minnkandi. Viðleitni Bandaríkja- stjórnar til að sporna gegn þessari þróun almennt er meðal annars fólgin í því að hafa og viðhalda eft- ir föngum pólitískum áhrifum sín- um í Evrópu, ekki hvað síst þegar haft er í huga hið vaxandi pólitíska samstarf Evrópusambandsins (ESB) og Evrópuþjóðanna al- mennt. Atlantshafsbandalagið er að sjálfsögðu tæki í hinu pólitíska spili þótt mikil áhersla sé þar lögð á sem nánasta samvinnu aðildar- þjóðanna og að ákvarðanataka sé í samráði við alla. Engu að síður er viss tilhneiging til þess, að sam- ráðið sé eingöngu fólgið í að leita álits og fer þá gjarna svo að allir fylgja forystusauðnum gegnum þykkt og þunnt. Tvískinnungur Þegar horft er til baka til ár- anna sem liðin eru eftir hrun Sov- étríkjanna og Varsjárbandalags- ins má spyrja hvers vegna NATO- þjóðirnar hafí ekki gripið beint inn í hernaðarátök annars staðar þar sem ástandið er ekki síður hörmu- legt en á Balkanskaga. Borgara- styrjöldin í Tsjetsjníu þar sem Rússar voru annar stríðsaðilinn var látin afskiptalaus. Enginn vill veita Kúrdum aðstoð í viðureign þeirra við Tyrki eða reyna að stilla þar til friðar. Enginn vill heldur stilla til friðar í Súdan og hjálpa sveltandi fórnarlömbum stríðs- átakanna þar. NATO forðast líka afskipti af mannréttindabrotum og borgarastyrjöldinni á Alsír. Hingað til hafa stjórnvöld á Vest- urlöndum í reynd leitt svona vandamál hjá sér og virðast vilja sem minnst af þeim vita. Nú hefur Atlantshafsbandalagið sem heild hins vegar leiðst út í átök, sem enginn sér fyllilega fyrir endann á. Tveggja hernaðarkosta er völ fyrir bandalagið: annars vegar að stórauka afskipti sín á Balkanskaga og í Kosovo sérstak- lega eða hins vegar að draga sig í hlé. Ljóst er, að báðir kostirnir munu þykja slæmir. Þriðji kostur- inn er sá sem valinn var, það er að fara í „hálf-stríð“ með óljósum hernaðarmarkmiðum. I þessu sambandi minnast margir Ví- etnam-stríðsins, sem Bandaríkin drógust inn í og lauk síðan kannski fyrst og fremst með póli- tískum ósigri Bandaríkjamanna. Hitt vegar er nokkuð víst, að loftárásir NATO hafí þjappað Ser- bum saman og veitt þeim enn betra tilefni til að ganga milli bols og höfuðs á Kosovo-Aibönum í eitt skipti fyrir öll. Þjóðarbrotum gömlu Júgóslavíu og samskiptum þeirra í milli má líkja við púður- tunnu. Slobodan Milosevic fleygði í hana logandi eldspýtu og ef eitt- hvað er, hafa Vesturveldin hellt ol- íu á í stað þess að slökkva eldinn. Hinn næstum almáttugi Milosevic! Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, oft kallaður „Sloba“, er vel gefínn að flestra dómi. Hins vegar sýnist mönnum sitthvað um innræti hans og segja sumir hann í þeim efnum verstan Serbum sjálf- um. Hann er gamall skriffinnur (apparatchik) úr kommúnista- flokknum og var ónæmur fyrir að vera kallaður stalínisti á árum áður. Stjómartíð hans hefur einkennst af því eina markmiði að halda per- sónulegum völdum hvað sem það kostar. Hann hefur því sífellt þurft að verða sér úti um nýja skotspæni og nýja óvini til að viðhalda sem mestri samstöðu sér að baki. Með þessu hefur hann komið bæði Ser- bíu og serbnesku þjóðinni í hin skelfilegustu vandræði, bæði póli- tískt og efnahagslega, en hann mun samt ekki gefast upp skilyrðislaust. En Sloba hefur átt auðvelt með að villa mönnum sýn með ýmiss konar tillögum sem bláeygir Vesturlanda- menn hafa gjama viljað trúa og fallast á í gegnum tíðina. Hann get- ur komið í veg fyrir frekari loft- árásir NATO strax á morgun ef hann vill. En hann getur líka dregið stríðið á langinn með því að teygja NATO inn í hemað á landi og síðan Reuters haldið áfram með skæruhernaði. Loftárásirnar núna hjálpa Sloba til að halda völdum, að minnsta kosti um sinn og Serbar munu fylgja honum í baráttunni við Bandaríkin og fylgiríki þeirra eins og það er kallað, þótt vinsældir hans meðal almennings séu litlar að öðru leyti. Dæmi má nefna um þá vinnu, sem Sloba hefur unnið til að þjappa þjóð sinni saman og undir- búa fyrir það sem koma mundi. Ár- ið 1993, fyrir næstum 6 áram, sá greinarhöfundur í serbneska ríkis- sjónvarpinu áróðursmynd, sem gerð hafði verið í þessum tilgangi. Myndin sýndi loftárásir nasista á Belgrad í heimsstyrjöldinni síðari og síðan loftárásir Bandaríkja- manna á borgina meðan á stríðinu við Þjóðverja stóð. Svo var myndin klippt saman og sýndar amerískar sprengjuflugvélar, líklega í Ví- etnam, en strax á eftir fylgdu myndir af Belgrad í rústum. Með þessu var kynt undir ímyndunarafli áhorfandans í þá veru, að Amerík- anar mundu ráðast á Serba og Belgrad aftur. Hvernig Sloba sá atburðina sex árum síðar fyrir, þarf í sjálfu sér ekki að vera neinum ráðgáta. Hann þurfti ekki sígaunaspákonu með kristalskúlu til að lesa í framtíðina fyrir sig, því að hann gjörþekkti sjálfan sig og málefni eigin lands og þjóðar. Þar skildi einmitt á milli hans og leiðtoga Vesturlanda. Mat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.