Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson „SIGRÚN Hjálmtýsdóttir var glæsileg Rósalinda - erótísk og ástsjúk, og naut daðurs þeirra mörgu karlmanna sem litu hana löngunaraugum. Söngur Sigrúnar var öruggur og þokkafullur. Þorgeir J. Andrés- son var verulega lummulegur skallapoppari - en hlutverkið ekki nógu heilsteypt til að vera trúverðugt. Söngur hans var góður, ekki síst í samsöngsat- riðum fyrsta þáttar," segir enn- fremur í dómnum. sviðinu. Þórunn Día Steinþórsdóttir söng lítið hlutverk ídu systur Adele og gerði það þokkalega. Edda Björgvinsdóttir var í gamanhlut- verki Frosch fangelsisvarðar og var fremur dauf - það hefði mátt gera meira „númer" úr þessu hlutverki. Islenska óperan státar af frábærum kór, sem sýndi sínar bestu hliðar í söngnum hér - þótt búningar og fas pervertanna í „rave“ partýinu pössuðu ólánlega illa við „elegant" Vínarmúsíkina. Hljómsveitin undir stjóm Garðars Cortes og leidd af Sigrúnu Eðvaldsdóttur lék mjög fallega, dýnamískt og hreint, og hljómaði vel uppúr gryfjunni. Sviðsmynd í uppfærslu Davids Freemans var einföld, en skemmti- leg, borin uppi af römmum sem ým- ist þjónuðu hlutverki sem franskir stofugluggar, dyr eða veggir. Esjan og fjallasýnin úr Grafarvoginum voru þó helst til dóminerandi á stórri mynd á baktjaldi. Grafísk tækni var skemmtilega nýtt í öðrum þætti þar sem myndum af partý- gestum var slegið upp á baktjaldið. I fyrsta þætti mátti sjá á sjónvarps- skjá Rósalindu, þar sem verið var að sýna Leðurblökuna í mjög hefð- bundinni uppfærslu - og stóðst það svo að segja nákvæmlega á við framvinduna á sviðinu. Það var skemmtilegur effekt. Uppfærsla Islensku óperunnar á Leðurblöku Johanns Strauss hefur þann stóra galla sem fyrr er nefnd- ur. Uppsetninguna vantar heildar- svip og karakter, og er á köflum amatörleg, vegna vandræðagangs við að láta hlutina ganga upp og vera um leið sannfærandi. Eftir stendur minning um skemmtilega músík, góðan söng og hljóðfæraleik. Þar er ekki sístur þáttur hljóm- sveitarstjórans Garðars Cortes, sem var kvaddur að höfðingja sið í lok sýningar, þegar Guðrún Péturs- dóttir stjómarformaður Óperunnar færði honum að gjöf stóðhest, í þakklætisskyni fyrir ómetanlegt og fórnfúst starf hans í þágu íslensku óperunnar, en Leðurblakan er síð- asta sýningin sem Garðar stýrir sem óperustjóri. Bergþóra Jónsdóttir Grafarvoginum TOIMLIST íslenska úp<;ran LEÐURBLAKAN eftir Johann Strauss. Leikstjóri: David Freeman; aðstoðarleikstjóri: Hlín Agnarsdóttir; þýðing söngtexta: Böðvar Guðmundsson; þýðing tal- texta: Hlín Agnarsdóttir og leikhóp- urinn; leikmynd, búningar og ljós: David Freeman; hljómsveitarsljóri: Garðar Cortes. I aðalhlutverkum: Rósalinda: Sigrún Kjálmtýsdóttir; Gabríel: Bergþór Pálsson; Adele: Þóra Einarsdóttir; Falke: Loftur Erl- ingsson; Frank: Sigurður Skagfjörð Steingrímsson; Alfred: Þorgeir J. Andrésson; Orlovskfj: Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir; Dr. Blind: Snorri Wium; Froscli: Edda Björgvinsdóttir; Ida: Þórunn D/a Steinþórsdóttir. Föstudagur 16. apríl kl. 20.00. HVERS vegna er óperettan Leð- urblakan eftir Johann Strauss vin- sæl enn þann dag í dag, 125 árum eftir að hún var samin? Þessi spurn- ing virðist hafa vafist fyrir David Freeman sem setur verkið upp í ís- lensku óperunni nú. I stað hinnar hefðbundnu sögu Carls Haffners og Richards Genées, sem gerist meðal góðborgara í Vínarborg, er íslensk uppfærsla Davids Freemans stað- færð, og á sér stað í Rimahverfi í Grafarvoginum. Sagan segir frá hjónunum Rósalindu og Gabríel von Eisenstein og framhjáhaldsraunum þeirra. Vinur Gabríels, Falke, telur sig eiga honum grátt að gjalda, eftir að Gabríel hafði gert hann að at- hlægi með því að handjárna hann við stöðumæli íklæddan leðurblöku- búningi framan við hús Hæstarétt- ar eftir furðufataball í Leikhús- skjallaranum. Falke hyggur á hefndir. En af samskiptum Gabríels og Bifreiðastæðasjóðs Reykjavíkur er ekki allt upp talið, því þegar sag- an hefst, er hann á leið í Hegningar- húsið á Skólavörðustíg, til að sitja af sér sekt sem hann hlaut fyrir að berja stöðumælavörð. Alfreð, fyrr- um elskhugi Rósalindu, verulega sjúskaður og sukkaður þungarokk- ari og söngvari, sætir lagi að ná til Rósalindu þegar Gabríel er farinn í afplánun. En Falke bruggar sín ráð - og hvetur Gabríel til að koma með sér í partý í flugskýli nr. 4 á Reykjavíkurflugvelli áður en hann mætir á Skólavörðustíginn. Þar er gestgjafi tvíkynja rússneskur fjöl- listamaður, Prins Orlovskíj. Þangað ætlar reyndar líka Adele, au pair stúlka Grafarvogshjónanna. Þegar Gabríel er farinn með Falke í partý - eða í steininn eins og konan hans heldur, kemur Alfreð og langar nú að rifja upp gömul kynni af Rósa- lindu. Það er rödd hans sem hún stenst engan veginn, og um leið og Alfreð hefur upp raustina er Rósa- linda hans. Ekki tekst þó betur til en svo, að þegar laganna vörður ber að dyrum til að sækja Gabríel til að fara með hann í steininn, telur hann vfst að Alfreð sé hann, enda er Al- freð í innilegu keleríi við frúna á stofugólfínu. Alfreð er numinn á brott, og frú Rósalinda ákveður að skella sér bara líka í partý í ung- verskum grímubúningi sem Falke hafði fært henni. Annar þáttur óperettunnar gerist í „rave“ partýi hjá Orlovskíj í flug- skýlinu. Þar er mikið fjör og dóp og vín fyrir alla. Þar ægir saman alls kyns liði, kynskiptingum, klæð- skiptingum auk perverta af ýmsu tagi. Gabríel, sambland af Drakúla greifa og George Michael er orðinn svo skakkur að hann þekkir ekki eiginkonu sína þegar hún mætir á svæðið grímuklædd sem ungversk greifynja. Honum finnst hún flott og fer að reyna við hana. Þannig er hefnd leðurblökunnar Falkes - Morgunblaðið/Kristinn GARÐAR Cortes fráfarandi óperustjóri var kvaddur með virktum að sýningu lokinui og honum færður að gjöf stóðhestur, í þakklætisskyni fyrir ómetanlegt og fómfúst starf hans í þágu íslensku ópemnnar, en Leðurblakan er síðasta sýningin sem Garðar stýrir sem óperusljóri. Morgunblaðið/Kristinn „FYRSTU viðbrögð við þessari „íslensku" leðurblöku, em vonbrigði með klaufalega uppfærslu. Þetta dæmi gengur einfaldlega ekki upp,“ segir Bergþóra Jónsdóttir, en „það sem upp úr stendur og engan svíkur, er frá- bær gleðimúsík Johanns Strauss, og frábær frammistaða söngvara, kórs og hljómsveitar íslensku ópemnnar." hann nær sér niðri á vini sínum Ga- bríel, með því að gera hann að at- hlægi, þar sem hann er að halda framhjá konu sinni - með henni sjálfri, án þess að vita það. Á meðan situr viðhald hennar í tugthúsinu. Það sem eftir er verksins er verið að leysa úr þessum hnút, og koma öllum aftur á sinn rétta bás. Fyrstu viðbrögð við þessari „ís- lensku" leðurblöku, eru vonbrigði með klaufalega uppfærslu. Þetta dæmi gengur einfaldlega ekki upp. Hvernig má það vera að fólk þérist í söng, en sé svo rosalega kúl í tali sín á milli? Hvernig má það vera að þetta þotulið í Grafarvoginum skiptist á sendibréfum sín á milli en ekki tölvupósti? Hvernig stend- ur á því að þetta fína fólk er með breska „hoover" ryksugu sem lítur út eins og frá stríðsárunum, en ekki með „rainbow". Heita allir svona útlenskum nöfnum þarna uppí Rimahverfi? Og er það trú- verðugt að síðhærður, órakaður og sjúskaður þungarokkari í Kiss-bol, eins og nýstrokinn af „Vestre" syngi Yesterday? Er ekki líklegra að sú persóna syngi eitthvað ann- að? Hvernig dansar maður svo „drum and bass“ í valstakti? í þeirri lausn að láta „drum and bass“ hljóma undir í veislu Orlov- skíjs kristallast sú gífurlega klípa sem þessi uppfærsla kemst í þegar reynt er að sætta það ósættanlega. Tónlist Johanns Strauss passar einfaldlega ekki við það verk sem hér er verið að setja upp - eða var það öfugt - því hvað sem sviðs- mynd, búningum, staðfærslu og öllu því líður, þá er þessi tónlist, annarri tónlist fremur, bundin stað og stund. Tónlistin er frá Vínar- borg, og árið er 1874. Eyrað neitar að breyta því. Sú trú leikstjórans að Islendingar árið 1999 eigi betra með að setja sig í spor Eisenstein- hjóna í Grafarvogi árið 1999 en Eisensteinhjóna í Vínarborg árið 1874 er röng. Það er vanmat á unn- endum þessarar tónlistar að þeir geti ekki sett sig inn í aðstæður þess tíma sem verkið gerist. Fólk hefur hæfileika til að setja sig í spor ýmissa á ýmsum tímum og stöðum, og þetta ómerkilega pakk í Rimahverfí er manni í raun og veru jafn framandi og fjarlægt og ein- hverjir Vínarbúar árið 1874. Það sem upp úr stendur og engan svíkur, er frábær gleðimúsík Jo- hanns Strauss, og frábær frammi- staða söngvara, kórs og hljómsveit- ar Islensku óperunnar. Sigrún Hjálmtýsdóttir var glæsileg Rósa- linda - erótísk og ástsjúk, og naut daðurs þeirra mörgu karlmanna sem litu hana löngunaraugum. Söngur Sigrúnar var öruggur og þokkafullur - csardas-arían í öðrum þætti var frábær og leikurinn mjög góður. Sama var að segja um Berg- þór Pálsson í hlutverki eiginmanns hennar, söngur hans og leikur var virkilega fínn. Þau Diddú eru bæði orðin verulega sviðsvön í íslensku óperunni, þekkja húsið og jafnvel gestina og eiga auðvelt með að ná til fólks - ekki bara með söngnum, heldur einnig með góðum húmor, sem reynir verulega á í þessu verki. Þóra Einarsdóttir var stórgóð í hlutverki Adele, með smitandi söng- gleði og innileik. Hún var flott gella í partýinu hjá Eisenstein í bleikum mjög stuttum glanskjól - en ein- hvern veginn stakk múnderingin í stúf við sönginn, sérstaklega í hlát- ursöngnum - sem Þóra söng gríðar- lega vel. Þorgeir J. Andrésson var verulega lummulegur skallapoppari - en hlutverkið ekki nógu heilsteypt til að vera trúverðugt. Söngur hans var góður, ekki síst í samsöngsat- riðum fyrsta þáttar. Loftur Erlings- son söng stórkostlega vel hlutverk leðurblökunnar Falkes, en leikur hans hefði mátt vera liprari. Sigurð- ur Skagfjörð Steingrímsson var reglulega skemmtilegt eintak af op- inberum starfsmanni í hlutverki fangelsisstjórans. Söngur hans var líka mjög góður, en talaði textinn ekki alveg nógu eðlilegur. Snorri Wium var kostulegur í hlutverki hins blinda og stamandi lögfræð- ings Dr. Blind - söng skínandi vel. Tveir söngnemar voru í einsöngs- hlutverkum, Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir var í hlutverki Orlovskíjs og söng það mjög þokkalega, þótt tals- vert vantaði á að raddlega stæði hún atvinnusöngvurunum snúning. Hún bætti það hins vegar upp með góðum leik og sterkum „presens" á Olifnaður í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.