Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 27 þeirra á Sloba hefur verið býsna reikult. Eitt árið var honum hrósað sem manninum er skóp frið í Bosn- íu og hitt árið er hann svo maður- inn sem hóf bæði Króatíu-, Bosníu- og Kosovostríðið. Allt er þetta rétt, en Sloba byrjar bara og hættir samkvæmt eigin hentisemi og aðrir dansa i kringum hann eins og leik- brúður. Hvernig tóku menn áður á Balkanvandamálunum? Almenn þekking varðandi hin flóknu vandamál Balkanskagans er af skomum skammti. Til skamms tíma var tiltölulega fátt um bækur varðandi þau mál í bókasöfnum, en eftir borgarastyrjöldina núna úir og grúir af bókum, greinum og sjálf- skipuðum sérfræðingum. Og reynd- ar er það svo, að því meira sem vandamálið er skoðað því erfiðara er að átta sig á hvað er hvað. Bismarck Þýskalandskanslari sagði á sínum tíma, að Balkanskagi væri ekki virði eins einasta prússnesks hermanns. Flest bendir til að ráðamenn NATO séu sama sinnis og Bismarck var á sínum tíma, þótt þeirri skoðun vaxi fylgi, að óhjákvæmilegt verði að senda landher inn í Kosovo. En á meðan heldur NATO áfram loft- árásum í von um að eitthvað geti gerst sem verði til að velta Milosevic úr sessi. Því getur svo farið, ef held- ur fram sem nú horfir, að h'tið verði eftir bæði af Kosovo og Serbíu. Þarna sýnist því nú bara um tvo kosti að velja: að axla ábyrgðina á úti’ýmingu Kosovo-Albana annars vegar og eyðileggingu Serbíu hins vegar, eða að gjörbreyta um stefnu. Hernaður á landi af hálfu Atl- antshafsbandalagsins væri sannar- lega tvíeggjaður. Land á þessum slóðum má vel nota til skæruhem- aðar, sem gæti reynst herjum bandalagsins erfiður að fást við, ef - og aðeins ef - Serbar koma á fót andspyrnuhreyfingu. Núverandi samstaða bandalagsþjóðanna gæti hugsanlega riðlast, ef átök verða langvarandi vegna þess að þær bandalagsþjóðir sem næstar eru átakasvæðinu líta vandamálið ekki sömu augum og menn í Washing- ton. I versta tilfelli gæti þurft að ráðast inn í Serbíu og hemema hana, en slík aðgerð gæti vel orðið til að þjappa Serbum enn meira saman til áframhaldandi átaka og þá jafnvel með stuðningi óform- legra sjálfboðaliða frá Rússlandi. Menn geta auðvitað vonað að stuðningur Serba við Sloba og sí- felld stríðsátök hans dvini, ef heppnin er með, en að fara í stríð upp á von og óvon er alls ekki við- unandi vegarnesti. Tilheyrir Balkan- skagi Evrópu? Hér kann að þykja kjánalega spurt, því að vissulega er okkur svo kennt í landafræðinni. En að öðra leyti má setja spurningarmerki því að í pólitísku tilliti er ákveðinn skyldleiki við Miðausturlönd vegna áhrifa islams eða múhameðstrúar- manna innan svæðisins. Mannkyns- sögunni verður ekki breytt að þessu leyti þótt menn greini á um hvernig skuli túlka hana. Hér verða menn að hafa í huga, að pólitísk landamæri fylgja ekki endilega landfræðilegum landamæram. Klofningur kirkjunnar- í rómversk- kaþólsku kirkjuna, er lýtur páfanum í Róm og í rétttrúnaðar-kirkjuna (or- todox-kirkjuna) sem laut patríarkan- um í Konstantínopel (nú Istanbul), fyrir um 1500 áram, olli sldptingu Balkanskagans svo að skörp skil eins og dregin eftir línu mynduðust milli tveggja ólíkra menningarheima. Króatar urðu vestan megin en Ser- bar austan megin línunnar. Hinir fyrmefndu nota latneska stafrófið eins og við en Serbamir nota kirill- íska stafrófið, enda þótt talmálið sé nokkum veginn hið sama. Ofan á þetta bættist síðan út- þensla Ottomanaríkisins, en leifar þess era núverandi Tyrkjaveldi, sem flutti með sér islam eða Mú- hameðstrú. Sú útþensla varð meðal annai-s til þess að íbúar hér og þar á Balkanskaga snerast til islamskr- ar trúar og gátu þannig lifað í sæmilegum friði fyrir drottnuram landsins. Því er það, að áhangendur islams er að finna víða innan fyrr- verandi Júgóslavíu, einkum þó í nú- verandi Bosníu, nokkram svæðum Serbíu, þar með talið Kosovo-hér- aði, auk hluta af Makedóníu og mikils hluta af Albaníu. Þessi fyrr- verandi yfirráð Tyi-kja þykja mörg- um Serbum og Grikkjum ófyrirgef- anleg og era þeir því fullir heiftar enn þann dag í dag. Serbar biðu lægri hlut fyrir Tyrkjum í orast- unni við Kosovo fyrir rúmum 600 áram og sá ósigur, sem jafnframt leiddi til margra alda hemáms Tyrkja hefur alla tíð setið í þeim. Ríki Serba er miklu eldra en Jú- góslavía, sem ekki verður til sem sjálfstætt ríki fýrr en á samninga- borði stórveldanna að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni árið 1918. Ser- binn Princip, sem myrti Frans Ferdinand erkihertoga af Austur- ríki-Ungverjalandi í Sarajevo 1914 og hleypti þar með óbeint af fyrsta skoti þeirrar heimsstyrjaldar, kvaðst gera það í nafni sameiningar Júgóslavíu og ætlaði öllum Jú- góslövum að lifa þar saman. Fyrst eftir friðarsamningana 1918 var Jú- góslavía þó kölluð „Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena“ en síðan breytt í „Konungsríkið Júgóslavíu". Við hemám nasista í síðari heimsstyrjöldinni varð Króatía sjálfstætt ríki undir þeirra vemdar- væng, sem svo varð að engu við fall Hitlers árið 1945. Harðvítug borg- arastyrjöld var háð í Júgóslavíu á hernámsáranum, en þrátt fyrir öfl- ugt hemámslið tókst nasistum aldrei að kveða þau átök niður. Þar tókust á þrjár fylkingar: Usthasa, sem flestir vora Króatar; Chetniks, sem vora aðallega Serbar; og Föð- uriandsvinir (Partisans), sem vora kommúnistaskæraliðar Josip Bros Tito. Árið 1943 þótti ljóst hvem endi heimsstyrjöldin síðari mundi fá og komu Tito og hans menn sér þá saman um innri skiptingu landsins sem verða skyldi „Sósíalíska Sam- bandslýðveldið Júgóslavía“ með höfuðborginni Belgrad. Sambands- lýðveldin urðu sex: Slóvenía, Ki-óa- tía, Bosnía og Hersegóvína, Svart- fjallaland, Serbía og Makedón ía. Niðurstaða þessarar skiptingar varð sú að mörg þjóðarbrotanna dreifðust að hluta milli „lýðveld- anna“ nema Slóvenar, sem alltaf hafa fundið til meiri tengsla við Mið- og Vestur-Evrópu, enda tók sjálfstæðisstríð Slóvena við hran Júgóslavíu ekki nema 10 daga. Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar varð Tito nánast einræðisherra í Jú- góslavíu. Fyrrgreind innri skipting hans á landinu, hvort sem hún var óhugsuð hrossakaup eða ekki, tryggði sundrangu þjóðarbrotanna og auðveldaði að halda hinum ólíku þjóðum saman í einni ríkisheild undir járnhæl kommúnismans. Fyrrverandi Júgóslavía taldi nánast 23 milljónir íbúa. Af þeim vora um 10 milljónir Serba, 5 milljónir Króata, 2 milljónir Slóvena, 2 milij- ónir Albana, milljón Ungveija, tæp- ar 2 milljónir Makedóníumanna og 2 milljónir Bosníu-múslima, sem ýmist vora Króatar eða Serbar að uppruna uns Tito leyfði þeim (ákvað) að mynda sérstaka þjóð múslima innan ríkisins. A stjómaráram Titos var stjóm- arskrá ríkisins breytt nokki-um sinnum. Ein breytingin var í þá vera að draga úr ráðandi áhrifum Serba innan sambandslýðveldisins og létta um leið á þrýstingi um fjölgun lýðveldanna með því að veita Vojvodina-Ungverjum og Kosovo-Albönum sjálfstjóm innan Serbíu. Margar slíkar breytingar voru gerðar í því augnamiði að auð- véldara væri að halda sambands- lýðveldinu saman. A valdatíma Titos fluttust margir Albanar til Kosovo auk þess sem fjöldi bameigna var þar meiri en meðal annarra þjóðarbrota innan Júgoslavíu. Það þurfti því ekki nema tvær kynslóðir Albana áður en Serbar í Kosovo voru orðnir að minnihluta þannig, að í menningar- legu tilliti blasti þar alveg ný þjóðfé- lagsstaða við. í ljósi sögunnar urðu þessi breyttu þjóðemishlutföll í Kosovo að púðurtunnu sem lítið þurfti til að kveikja í. Hinn albanski meirihluti þar gerði kröfur um aukna sjálfstjórn, en Milosevic valdi að snúa við stefnunni, sem Tito hafði áður markað. Draumurinn um Stór-Serbíu, en það þýddi öll svæði byggð Serbum án tillits til innbyrðis landamæra, var endurvakinn. Kosovo-héraðið var svipt þeirri tak- mörkuðu sjálfstjóm, sem það hafði hlotið. Sama gilti um sjálfstjómar- héraðið Vojvodina og þá hálfu millj- ón Ungveija sem þar býr. Vopnuð átök bratust út í Kosovo í nafni Frelsishers Kosovo en fram- an af var litið á liðsmenn hans sem hreina hryðjuverkamenn hliðstæða Irska lýðveldishernum eða Verka- mannaflokki Kúrdistans. En með vopnuðum aðgerðum Frelsishers Kosovo gafst Milosevic og öðram Serbum tækifæri, sem þeir höfðu beðið lengi eftir, til að „gera hreint" í Kosovo í eitt skipti fyrir öll. Menn geta auðvitað spurt sjálfa sig hvers vegna ekki hefúr brotist út svipuð uppreisn af hálfu Vojvodina-Ung- verja, en því er til að svara að sjald- an veldur einn þá tveir deila. I hug- um Serba er Kosovo síðan eftir or- ustuna þar árið 1389 við Tyrki að mörgu leyti jafnmikilvæg sögulega séð og Þingvellir Islendingum. Þarna er því auðvelt að spila á aldagamalt hatur og heift. Heiður og blóðhefnd era enn í hávegum höfð eins og á Sturlungaöld hér. Dæmin frá Kýpur, Aserbadjan og Armeníu, Tsjetsjníu og Bosníu ættu að vera nútíma Vesturlanda- búanum áminning þess að ólík menningarviðhorf kristinna og mú- hameðstrúarmanna þykja enn ærið tilefni til blóðugra átaka þar sem vopnin era látin tala. Makedónía er tímasprengja • Landfræðilega séð tilheyrir Makedónía bæði gömlu Júgóslavíu Aldraðir við aldahvörf Sagan * Framtíðin Kynnir: Rúnar Brynjólfsson, forstöðumaður. Málþing í Tónlistarhúsi Kópavogs Miðvikudaginn 21. apríl, kl. 13.00 Dagskrá Áður fyrr á árunum: Síra Sigurður Helgi Guðmundsson. Söguleg þróun umönnunarmála á íslandi frá söguöld til síðustu aldamóta. Félagsleg þjónusta á 20. öld: Sveinn H. Ragnarsson, fyrrverandi félagsmálastjóri. Þróun öldrunarmála á 20. öld. Afstaða sveitarfélaga og þátttaka þeirra í uppbyggingu stofnana. Ný viðhorf í þjónustu. Sjúkdómar aldraðra: Sigurbjörn Björnsson yfirlæknir. Nýjungar í meðferð. Nýjar vonir. Löggjöf í þágu aldraðra: Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. Miðvikudaginn 21. apríl standa hjúkrunarheimilin Eir og Skjól fyrir málþingi um málefni aldraðra í fortíð, nútíð og framtíð. Þingið verður haldið í Tónlistarhúsi Kópavogs, Salnum, kl. 13.00 - 17.00. Breyttar lífsvenjur aldraðra: Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarforstjóri. Fjallar m.a. um það þegar aldraður einstaklingur flyst á hjúkrunarheimili. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands. Óhefðbundið ávarp á málþingi: örn Árnason, leikari. Horft til framtíðar: 1. Aðrar leiðir: S/'ra Sigurður Helgi Guðmundsson. 2. Gæðamat: Guðrún Högnadóttir, M.H.A., rekstrarráðgjafi. Sungið inn í nýja öld: Kór eldri borgara. Sigurður Skagfjörð Steingrímsson syngur við undirieik Úlriks Ólasonar. Sýning í fordyri á ýmsum þáttum sem tengjast öldrunarþjónustu. Gert verður kaffihlé og veittar verða léttar veitingar í lok þings. Þingið er öllum opið Ekkert þátttökugjald. HJÚKRUNARHEIMIU HJÚKRUNARHEIMILI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.