Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Torfærur á leið Litháa til NATO og ESB af efnahagslegum ástæðum - þ.e. að Evrópusambandið óttist að kjamorkuverið geti veitt evrópsk- um raforkuverum mikla sam- keppni með ódýrri raforku sinni. Evrópusambandið segir hins veg- ar að kjarnorkuverið sé ekki nógu stórt til að ógna evrópskum raf- orkuverum og kveðst aðeins vilja að því verði lokað af öryggisástæð- um. Reuters VALDAS Adamkus, forseti Litháens, veifar til stuðningsmanna sinna í Vilnius. Adamkus tók við embættinu á liðnu ári og lofaði að beita sér fyrir því að Litháen fengi aðild að NATO og Evrópusambandinu. Litháar reyna nú að feta sig í átt að NATO og Evrópusambandinu en leiðirnar að því marki, skrifar litháíski blaðamaðurinn Gytis Marcinkevicius, eru torsóttar og grýttar. Hindranirnar á þessum tveimur leiðum eru þó af ólíkum toga. ALMENNINGUR í Lit- háen hefur tekið fremur vel í þá hugmynd að landið gangi í Atlants- hafsbandalagið - rámur helmingur íbúanna er hlynntur aðild landsins að NATO. Að minnsta kosti kom þetta fram í skoðanakönnununum sem gerðar voru áður en NATO hóf árásirnar á Júgóslavíu. Þegar rætt var um opinbera af- stöðu Litháens til Kosovo-málsins sögðust nokkrir þingmenn, flestir í stjórnarandstöðu, ekki vera sam- mála litháíska utanríkisráðuneyt- inu, sem hélt því fram að ekki hefði verið hægt að komast hjá árásunum á Júgóslavíu. Ráðuneyt- ið kvaðst ennfremur harma að til- raunir til að leysa deiluna með samningum skyldu ekki hafa borið árangur. I fjölmiðlunum kom einnig fram það sjónarmið að Litháar ættu ekki að styðja árásirnar og taka undir afstöðu NATO í einu og öllu. Þær raddir heyrðust að ekki ætti að gera sprengjuárásir í Evrópu. Rússneskar hindranir Litháar vita að öryggishags- munir Litháens eru helstu rökin fyrir hugs- anlegi'i aðild landsins að NATO. Þá vaknar hins vegar spumingin: hvað segir þá nágranninn stóri - Rússland? Rússneskir embættismenn hafa margoft sagt að Rússar myndu aldrei fallast á að Eystrasaltsríkin gengju í Atl- antshafsbandalagið. Embættis- menn NATO hafa einnig margoft svarað að Rússar ákveði ekki hvaða ríki fái aðild að bandalag- inu. I Litháen væri þó ekki erfitt að finna embættismann, stjómmála- mann eða venjulegan borgara sem væri fullviss um að frekari stækkun NATO myndi ráðast að miklu leyti af afstöðu Rússa. Haldi þeir and- stöðu sinni við aðild Eystrasalts- landanna að NATO til streitu væri ekkert gagn af erlendu sérfræðing- unum og embættis- mönnunum sem lofsama framfarimar hjá her Lit- háens. Þetta er að minnsta kosti það sem þeir gera opinberlega þegar þeir koma til Litháens. Litháar geta þó bundið nokkrar vonir við það viðhorf sem kom fram nýlega í rássnesku tímariti sem fjallar einkum um stjómmál. Þar var því haldið fram að betra væri fyrir Rússa að taka sveigjan- legri afstöðu til hugsanlegrar að- ildai- Eystrasaltsríkjanna að NATO en að rássneska landsvæð- ið Kalíníngrad verði sem gísl í Evrópu. Með því að sýna vilja Lit- háens, eins af nágrannaríkjum Ka- líníngrad, meiri skilning myndu Rússar skapa hagstæðari skilyrði fyrir þróun landsvæðisins. Gera sér minni vonir Litháar vita að þeir geta ekki gert sér miklar vonir um að aðild þeirra að NATO verði samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins síðar í mánuðinum. Það er vegna þess að Kosovo-málið verður að öllum lík- indum til þess að stækkun NATO verður ekki ofarlega á dagskrá fúndarins. Því gæti svo farið að leiðtogar NATO-ríkjanna gæfu ekki gaum að orðum Zbigniews Brzezinskis, fyrrverandi þjóðarör- yggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem segir að Litháen og Slóvenía séu þau ríki sem séu best undir það búin að ganga í NATO. Evrópusambandið: önnur vandamál Hvað hugsanlega aðild að Evr- ópusambandinu varðar em vanda- málin allt önnur. Rússar segjast vera hlynntir því að Eystrasalts- löndin gangi í ESB en heyrst hafa efasemdaraddir - ekki þó háværar - meðal fulltráa litháískra bænda og iðnrekenda. Nokkrir þeirra ótt- ast að þeir standist ekki sam- keppnina frá ESB-ríkjunum. Lítil samkeppnishæfni var einnig nefnd sem ein af ástæðum þess að Lit- háen var ekki boðið að hefja aðild- arviðræður. Lettum var ekki heldur boðið í slíkar viðræður en þeir em þó í betri aðstöðu en Litháar þar sem leiðtogar ESB sögðu að Lettland kynni að verða á meðal þeirra ríkja, sem yrði boðið til viðræðna á leiðtogafundi í Helsinki síðar á ár- inu, verði framhald á þeim efna- hagsframförum sem orðið hafa í landinu. Skýringin á þessum árangri Lettlands er ef til vill sú að þing landsins hefur breytt umdeildum lögum um ríkisborgararétt, en breytingin varð til þess að fólk af rássneskum uppmna á nú auð- veldara með að öðlast ríkisborg- ararétt en áður var. Litháen gat ekki tekið svo sýnilegt framfara- skref vegna þess ... að þeir vora al- veg lausir við þetta vandamál. I íyrsta lagi er rássneski minnihlutinn í Litháen ekki eins fjölmennur og í Lettlandi. f öðm lagi hefur verið viðurkennt að í Litháen era engin vandamál sem tengjast þjóðernis- minnihlutum. Ignalina er helsta vandamálið Það sem einkum hefur hindrað aðild Litháens að Evrópusam- bandinu er hins vegar Ignalina- kjarnorkuverið, sem var reist á sovéttímanum og er með sömu tegund kjarnakljúfa og Tsjerno- byl-kjamorkuverið, en þeir era taldir mjög óöraggir og hættulegir umhverfinu. Evrópusambandið segir að Litháai- þurfi að ákveða að loka kjarnorkuverinu sem fyrst - annars sé mjög líklegt að þeim verði ekki boðið að hefja aðildar- viðræður, hvorki á fundinum í Helsinki né á næsta ári. Litháar vilja hins vegar ekki gefa eftir í þessu máli og segjast ekki ætla að loka kjarnorkuverinu nema þeir fái fjárhagslegan stuðn- ing frá Evrópusambandinu. Kjarn- orkuverið framleiðfr megnið af þeirri raforku sem notuð er í Lit- háen og litháískir embættismenn segja að efnahagur landsins geti hranið verði því lokað á næstu ár- um. Stjómin í Vilnius segist vilja nota kjamorkuverið í fimmtán eða jafnvel tuttugu ár til viðbótar. Þær raddir hafa einnig heyrst í Litháen að Evrópusambandið vilji losna við Ignalina-kjamorkuverið Vonfr manna um að deilan verði leyst hefur þó glæðst vegna þess að Evrópusambandið og stjóm Litháens hafa skipað sameiginlega nefnd til að kanna ástandið og meta hvað það kostar að loka ver- inu og hvenær skynsamlegast sé að gera það. Hafa meiri áhyggjur af ■ vandamálunum heima fyrir Segja má að Litháar hafi ekki miklar áhyggjur af alþjóðlegum vandamálum. Að vísu era fréttir um Kosovo-málið vissulega á for- síðum allra dagblaðanna og á með- al fyrstu frétta í sjónvarpi og út- varpi, en þær era ekki á meðal þeirra mála sem venjulegir Lithá- ar ræða mest. Það mun einnig vera mjög sjaldgæft að litháískar fjölskyldur ræði tilraunir Litháens til að komast í NATO og Evrópu- sambandið yfii’ morgunverðinum. Eins og margar aðrar þjóðir heims hafa Litháar mestar áhyggjur af eigin launum, framtíð bama sinna, hækkandi bensín- verði, ýmsum glæpafréttum og ef til vill pólitískum vandamálum í heimalandi sínu - nýjasta ágrein- ingi forsetans, jDÍngsins og forsæt- isráðherrans. Iþróttir geta einnig verið á meðal algengustu umræðu- efnanna. Einkum körfuknattleik- ur, sem er stundum nefndur þjóðaríþrótt Litháa og stundum það eina sem minnir útlendinga á Litháen eftir að hafa heyrt nöfn körfuknattleiksmanna eins og Sa- bonis og Karnisovas, tveggja þekktustu Litháa erlendis. Til er þó fólk í öðram löndum sem tengir Litháen við nöfn nokkurra lista- manna sem era einnig þekktir víða um heim. Ferðaglöð þjóð Ennfremur má nefna nýtil- komna ferðagleði Litháa. Aðeins níu ár eru liðin frá því landið fékk sjálfstæði og Litháar fengu frelsi til að ferðast til útlanda. Hvar sem menn era staddir í Evrópu geta þeir verið vissir um að hitta Litháa, sem margir hverjir þurfa þó að leggja á sig óþægilegar rátuferðir af efnahagslegum ástæðum. Ferðafrelsið varð þó í raun ekki að augljósum veraleika fyrr en í vor þegar samningur Eystrasaltsríkjanna og Schengen-ríkjanna um afnám vegabréfsáritana tók gildi. Nú um stundir er fremur al- gengt að Litháar eyði fríum sínum í nokkram framandi löndum. Jafn- vel Gediminas Vagnorius, forsæt- isráðherra landsins, eyddi fríi sínu á Sri Lanka. Valdas Adamkus for- seti ákvað hins vegar að halda þeirri gömlu venju sinni að hvíla sig í smáþorpi í Mexíkó með vinum sínum. Það var hann einnig vanur að gera þegar hann var bandarísk- ur Lithái og embættismaður í stjórnkerfi Bandaríkjanna. ímynd íslands Því miður er þó ekki hægt að segja að algengt sé að Litháar fari til íslands. Það er líklega vegna fjarlægðarinnar milli landanna. Flugfargjöldin til íslands og sú staðreynd að ísland er á meðal dýrustu landa Evrópu era einnig vandamál fyrir Litháa. í augum flestra Litháa er ísland þess vegna dularfullt og fjarlægt land. I huga nokkurra landa minna er Island það ríki sem varð fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Lithá- ens fyrir níu áram. Aðrir líta á ís- land sem land hvera og eldfjalla. Nokkrir Litháar, einkum ungling- arafr, þekkja hins vegar Island sem land Bjarkar. Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt » Jafnt fyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. • 550 blaðsíður í stóru broti. • 3.000 litmyndir og skýringarteikningar. Sannköliuð alfræði 4> FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Slðumúla 7 • Sími 510 2500 „Afstaða Rússa hefur mikil áhrif“ „Kjarnorku ver í veginum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.