Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Vissi nákvæmlega hvernig heildarmyndin yrði Morgunblaðið/Rax JON Asgeir Jóhannesson er 31 árs gamall, forstjóri fyrirtækis sem er 10 milljarða króna virði og hefur 1.500 manns í vinnu. Jón Ásgeir Jóhannes- son er 31 árs gamall og ekki aðeins forstjóri Baugs hf., eins stærsta fyrirtækis landsins, heldur hugmyndasmið- urinn að baki stofnun þess á síðasta ári. Baugur hefur 44-45% hlutdeild á matvöru- markaði í smásölu inn- anlands, um 16% af smásölumarkaði í sér- vöru og um 1.500 starfsmenn. Pétur Gunnarsson ræddi við ----------7----------- Jón Asgeir. IBAUGI sameinast Bónus, Hagkaup, Nýkaup og Hrað- kaup, auk lyfjaverslana, gler- augnaverslana og Bens- ínorkunnar. Baugur er stór að- ili í matvöruverslun í Færeyjum og hefur áform um frekari umsvif er- lendis í samstarfi við Reitan- gruppen í Noregi, sem á 20% í Baugi, en Baugur er talinn 10 millj- arða króna virði samkvæmt for- sendum hlutafjárútboðsins sem hefst á mánudag. Grunnhugmyndin að baki fyrir- tækinu segir Jón Ásgeir að sé sú að Bónus eigi að keppa að því að bjóða lægsta vöruverðið, Nýkaup eigi að leggja áherslu á ferskleika og gæði, en aðalmarkmið Hagkaups sé að bjóða mikið úrval af sérvöru og matvöru á lágu verði. Hraðkaups- verslanimar sem eru í Borgamesi, á Akureyri og á Egilsstöðum leggja áherslu á skjóta afgreiðslu, langan afgi-eiðslutíma og sanngjamt vöm- verð. Öll innkaup þessara verslana fara í gegnum sama vöruhúsið, Að- föng, og þaðan er dreift til þeirra þurrvöra og ávöxtum og grænmeti. „Svona skiptum við þessu upp til að geta nálgast allan markaðinn. Við teljum að með þessu náum við að spanna allan þennan lagskipta markað; við náum til þeirra sem sækjast eftir lægstu verði, þeirra sem leggja áherslu á ferskleika og gæði og svo framvegis. Að baki hverri verslun liggur ákveðin grannhugmynd um hvernig þjóna eigi ákveðnum hópi,“ segir Jón Ás- geir. - En eru þessi fyrirtæki ekki í stöðugii samkeppni hvert við ann- að? „Auðvitað er hver sá sem selur mjólk að vissu leyti í samkeppni við alla aðra, sem eru að selja mjólk. En hjá okkur fer hver keðja eigin leiðir til að ná upp sölu og allir era að keppa sín á milli. Það veit enginn í Hagkaupi hvað Bónus og Nýkaup eru að gera í markaðsmálum. Það kemur framkvæmdastjóra Hag- kaups jafnmikið á óvart og fram- kvæmdastjóra Nóatúns að sjá aug- lýsingamar frá Nýkaupi og Bón- usi.“ - Eru stjómendur þessara versl- unarkeðja ekki í einkennilegri stöðu gagnvart Baugi að vera annars veg- ar samkeppnisaðilar og hins vegar samkeppnisaðilar að vinna fyrir sömu eigendur? „Ég hugsa að það sé harðari sam- keppni á milli þeirra en ef tengslin væra engin. Samstarfið er lítið og birtist aðallega í innkaupum og samstarfi um upplýsingatækni, sem við eram að koma inn í eitt kerfi. Að öðru leyti er hver og einn fram- kvæmdastjóri ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri. í staðinn fyrir að það sé stjórn yfir þessum verslunar- keðjum heyra þær allar undir Baug. Ég, í Baugi, virka sem stjóm yfir Hagkaupi, Nýkaupi og Bónusi, en ég er ekki að skipta mér af dagleg- um rekstri þeirra.“ -Þú hefur verð nefndur hug- myndasmiður og frumkvöðull þess að búa til Baug. Hvað kveikti þá hugmynd hjá þér? „Ég var búinn að fylgjast með því hvað var að gerast erlendis. Ég hafði unnið í Bónusi og við höfðum verið í samstarfi við Hagkaups- bræður og ég sá í hendi mér hvað væri hægt að gera í fyrirtækinu með því að vinna á þann hátt sem við erum að gera í dag. Þótt margir væru vantrúaðir á þetta, sá ég alltaf til lands og vissi nákvæmlega hvemig ég vildi sjá heildarmyndina líta út. En ef ekki hefði notið við ferskra vinda í íslenskri bankastarf- semi hefði þetta ekki verið hægt. Við höfum séð svipaða hluti ger- ast víða, t.d. í Danmörku, þar sem Dansk supermarked er fyrirtæki uppbyggt á svipaðan hátt og Baug- ur. Svipuð fyrirtæki era annars staðar á Norðurlöndunum. Maður sá erlendis þessa nýju nálgun á markaðinn; að nálgast hann með mörgum ólíkum andlitum sama fyr- irtækisins, þar sem hver deild keppti við aðrar um að ná sem best- um árangri. Síðan sá ég fyrir sér þau tækifæri, sem era að verða að veraleika í dag; Topshop og Deben- hams og fleira er á prjónunum sem hentar líka mjög vel inn í kerfið hjá okkur. Sum fyrirtæki erlendis, t.d. sá aðili sem Debenhams er í sam- starfi við í S-Arabíu, hefur 20 merkjafyrirtæki af þessu tagi undir sínum hatti. Til framtíðar er ekkert annað sem blasir við fyrir okkur en að fjölga slíkum samstarfsaðilum okkar á sérvöramarkaðnum. Sóknarfærin era á sérvöramark- aðnum. Hlutfallið milli matvöra og sérvöru hjá okkur er í dag þannig að matvaran er 70% en sérvaran 30%. Þetta hlutfall á eftir að jafnast og ég vil sjá það ná því að verða 60% á móti 40%. Sama breyting verður hjá okkur í Færeyjum. Þar verður okkar hlutfall í sérvöranni þó ekki jafnhátt. Við viljum nýta þá þekkingu, sem er til í Hagkaupi í dag, og þá tækni, sem við höfum yfir að ráða, til þess að þenja út sérvörusviðið og sækja okkur nýja þekkingu og nýja mark- aði. En við erum fyrst og fremst smásölufýrirtæki með stoðdeildum. Við erum að selja matvöra og sér- vöra í smásölu og ætlum okkur að halda því áfram.“ - Sú atvinnugrein sem þú ert í í dag er að mörgu Jeyti frábrugðin smásöluverslun á Islandi fyrir ára- tug. „Það hefur mikið breyst. Áður þótti gott að vera með eina góða verslun en í dag er það varla hægt. Baugur er mjög lítið fyrirtæki á er- lendan mælikvarða. Oft þegar okk- ar innkaupaaðilar ætla að gera pantanir erlendis fá þeir svör eins og þessi: „Þú verður að kaupa gám, vinur, ef þú ætlar að fá þessa vöra.“ Þess vegna þurfum við að tengjast stæiTÍ aðilum. Reitangruppen, samstarfsaðili okkar í Noregi, er lítil keðja á evr- ópskan mælikvarða en þeir sjá sína framtíð í því að tengjast enn stærri keðju. Bætt markaðshæfni felst í því að verða enn stærri. Innan 5-6 ára munum við sjá í Evrópu 3-4 stóra aðila í smásölu. Innan 10 ára stefnir í að það verði bara 5-6 aðilar í heiminum öllum, sem munar um á þessum markaði. Við sjáum hvað Getum ekki borið uppi heildsölu með 20-25% álagningu WalMart er að gera núna, íyrirtæki með um 200 milljarða bandaríkja- dala í veltu og 1,4 milljónir manna í vinnu. Þegar verið er að keppa við svona aðila þurfa þeir smærri að vera í samstarfi. I flestum löndum í kring- um okkur era núna orðnir til eða að verða til 2-3 aðilar, sem halda utan um smásöluna. Menn lifa ekki af öðruvísi. I Danmörku og Noregi hefur svipað gerst og er að gerast hér. Þetta gengur þannig fyrir sig að um leið og einhver er búinn að ná 4-6% yfirburðum í innkaupaverði er erfitt að keppa við hann. Það verður svo lítið eftir af innkaupsverðinu í íyrirtækjunum að um leið og aðili, sem er með sæmilegan rekstur nær þessu forskoti, eiga aðrir ekki möguleika á að keppa við hann ef innkaupaverð þeirra er 4-6% eða 10% hærra.“ - Hvernig munu þessar breyting- ar sem þú ert að lýsa birtast neyt- endum? „Andlit fyrirtækjanna gagnvart neytendum breytast ekki mikið heldur verður breytingin fyrst og fremst í því afli, sem stendur á bak við innkaupin. Þar verður hagræð- ingin til.“ - Hvað er pláss fyrir marga stóra aðila á matvælamarkaðnum hér og hvaða aðilar telur þú að eigi eftir að lifa af til frambúðar? „Hér verða 2-3 aðilar eins og annars staðai’. Það er mín sýn. Kaupfélögin hafa verið og verða sterk hér úti á landi og það kemur í ljós hvað verður um samstarf þeirra og Nóatúns. 10-11 er spriklandi keðja og það verður spennandi að sjá hvað verður um hana.“ - Hvaða framtíð á kaupmaðurinn á horninu fyrir sér? „Hann á framtíð fyrir sér, en þarf að fá aðild að samstarfi í svona keðju. Það verður ómögulegt að reka verslun með því að kaupa inn af 50-100 litlum heildsölum, eins og nú era að selja í fyi-irtæki hér á landi.“ -Eru þá ekki aðrir möguleikar fyrir einyrkja í smásöluverslun með matvöm en ísælkerabúðum? „Já, það verður pláss fyrir þær. Gallerí kjöt og fiskbúðir eru gott dæmi um það hvar einyrkjar eiga framtíð fyrir sér. Slíkar verslanir, sem stfla inn á ferskleika og gæði, eiga sér markað og Nýkaupi er ætl- að að keppa við þær.“ - Þótt þið hafið náð undir ykkur matvælamarkaðnum hefur ykkur ekki tekist jafn vel upp á neyslu- fisksmarkaðnum og köllunum í físk- búðunum. Hvers vegna? „Þetta hefur verið að breytast hægt og hægt, m.a. með tilkomu Nýkaups, en það er misjafnt hvern- ig verslanir okkar ná sér í fisk. Þar sér hver um sig. Fisksalamir hafa staðið sig vel og ég held að fersk- leikinn hafi skilað þeim mestu. Stærri verslanirnar hafa til þessa ekki passað sig á að leggja næga áherslu á ferskleikann." - Hvemig eru viðskipti ykkar við íslenska birgja; heildsölur og fram- leiðendur? „60% af okkar viðskiptum eru við íslenska birgja. Ég sé miklar breyt- ingar á íslenskum heildsölumarkaði framundan enda hefur heildsala- stéttin lifað mjög góðu lífi á íslandi. Afkomutölur úr heildsölu hafa verið tvöfalt eða þrefalt hærri hér á landi n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.