Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Gífurlegar vinsældir ensku knattspyrnunnar - aukinn fjöldi erlendra stórstjarna Veraldleg velgengni á kostnað gæða? Hafa gæði ensku knattspyrnunnar ekki aukist á umliðnum árum í takt við aukinn fjölda erlendra stórstjarna í úrvalsdeild- inni? Björn Ingi Hrafnsson kemst að því að enskir sparkspekingar óttast að pening- ar séu orðnir allt of ráðandi í boltanum og gengi enskra liða á alþjóðavettvangi sé til vitnis um hnignun knattspyrnunnar. Reuters HOLLENDINGURINN Dennis Bergkamp, sóknarleikmaður Arsenal, var útnefndur knattspyrnumaður ársins sl. keppnistímabil, en þá vann Arsenal tvöfalt í Englandi - bæði deildar- og bikarkeppni. Enska knattspyman nýtur gríðar- legra vinsælda nú um stundii’. Hvarvetna í heiminum má sjá beinar útsendingar í sjónvarpi frá viður- eignum liðanna í úrvalsdeildinni þar í landi og margir leikmanna deildar- innar njóta gífurlegrar lýðhylli - nán- ast eins og væru þeir kvikmynda- stjömur. Vinsældir ensku knatt- spymunnar hafa ávallt verið mjög miklar, en þó aldrei sem nú eftir að fjöldi erlendra stórstjama hefur gengið tii liðs við bestu lið landsins. Ekki er þó allt gull sem glóir og til era þeir í Englandi sem benda á að miklar vinsældir knattspyrnunnar og ótvírætt skemmtanagildi beini at- hyglinni frá meinsemdum þeim sem krauma undir niðri. Nefnilega versn- andi gengi enska landsliðsins og fé- lagsliðanna á alþjóða vettvangi og gífurleg fjárþörf knattspymuliða vegna fáránlegra launa sterkustu leikmannanna. Þetta geti smám sam- an leitt til minnkandi vinsælda íþrótt- arinnar meðal alls almennings, sem hreinlega fái sig saddan af mamm- onsdýrkun knattspymumanna og neiti að greiða sífellt hærra verð fyrir aðgöngumiða á leiki og minjagripi. Þáttaskil Ákvörðun enskra yfirvalda á fóstu- dag að heimila ekki kaup sjónvarps- risans BSkyB á meirihluta hluta- bréfa í stórliðinu Manchester United, er af sumum talin marka þáttaskil, er völdum fjármagnseigenda í knatt- spymu fólksins var hrundið. Völdum sem sífellt hafa aukist á tíunda ára- tugnum. Kaupunum var rift í því skyni að koma í veg fyrir yfirburðastöðu Man. Utd. á knattspymusviðinu annars vegar og stöðu Sky á sjónvarpssvið- inu hins vegar. Seinna atriðið hefur meira verið í hámæli, enda yfirburðir Sky-sjónvarpsstöðvarinnar miklir í bresku sjónvarpi. Á knattspymu- þáttinn hafa færri bent, en Stephen Byers, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Breta, færði athyglisverð rök um leið og hann kynnti úrskurð stjóm- arinnar og mat samkeppnisyfirvalda. „Ég tel engum vafa undirorpið að slík sameining [knattspymuliðs og sjónvarpsstöðvar sem hefur einka- leyfi á útsendingum frá úrvalsdeild- inni] myndi skaða gæði ensku knatt- spymunnar. Djúp gjá myndi skapast milli stærri og minni liða í úrvals- deildinni, nokkuð sem því miður hef- ur þegar átt sér stað í neðri deildun- um,“ sagði ráðherrann. Hafa gæðin aukist? Staðreyndin er nefnilega sú að umdeilanlegt er hvort gæði ensku knattspyrnunnar hafi aukist á um- liðnum áram þótt stærstu liðin þar í landi hafi nú alþjóðlegar stórstjöm- ur innan sinna vébanda og sýni millj- arðaveltu og vinsældir um allan heim. Koma snillinga á borð við Hollendinginn Dennis Bergkamp og ítalann Gianfranco Zola í úrvals- deildina hefur til þessa verið talin merki þess að deildin sé orðin ein sú sterkasta í heimi - úr því slíkir snill- ingar vilji spila þar. En magurt gengi enska landsliðs- ins á úrslitakeppni HM í Frakklandi í fyrrasumar og rýr uppskera félags- liðanna í Evrópukeppni hefur leitt til þess að málsmetandi aðilar innan knattspymuhreyfingarinnar þar í landi hafa orðið miklar áhyggjur af stöðu enskrar knattspymu saman- borið við t.d. meginlandsþjóðimar. Benda þeir t.d. á í þessu sambandi að landslið Englendinga hafi ekki átt sæti á lista yfir tíu sterkustu knatt- spymuþjóðir heims um nokkurt skeið. „Við höfum beint öllum kröftum okkar og athygli að þessari frábæra úrvalsdeild spennu og skemmtunar, þar sem heimsfrægar erlendar stjörnur eru í aðalhlutverkum. En jafnframt hættum við á að verða meðalmennskunni að bráð á alþjóða- vettvangi,“ segir Bob Wilson, sem lengi lék í marki Arsenal og skoska landsliðsins, en hefur nú umsjón með umræðuþætti um knattspyrnu. „Breskur almenningur vill sjá breska knattspymumenn keppa við þá bestu í heiminum. Það dylst eng- um að við eram komin í vítahring - fólk mun smám saman missa áhug- ann á knattspymu í Englandi nái fé- lags- og landslið ekki viðunandi ár- angri á alþjóðavísu," bætir Wilson við. Af sem áður var Sumir myndu telja þessar kröfur ansi harkalegar, en staðreyndin er sú að árangur enskra liða fyrr á áram sýnir hversu hnignunin hefur verið hröð og áberandi undir það síðasta. Á sjöunda og áttunda áratugnum báru ensk lið nefnilega ægishjálm yfir önnur evrópsk knattspymulið í Evr- ópukeppni og lið á borð við Liverpool og Nottingham Forest unnu sjö af níu úrslitaleikjum Evrópukeppni meistaraliða allt þar til slysið hörmu- lega í Heysel árið 1985 varð til þess að enskum liðum var meinuð þátt- taka í keppninni. Síðan þá hefur engu ensku liði tek- ist að komast í úrslitaleik Evrópu- keppni meistaraliða, nú Meistara- keppninnar, og enskum liðum hefur ekki tekist að komast í úrslit UEFA- keppninnar, eða Evrópukeppni fé- lagsliða, á þessum áratug. Aðeins Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea hafa borið hróður ensku knattspym- unnar með sigram sínum í Evrópu- keppni bikarhafa. Þegar þetta er tekið saman og bætt við slælegum árangri enska, skoska, velska og írsku landsliðanna í knattspymu er ljóst að ástandið er ekki viðunandi. Enska landsliðið, sem lengi hefur verið helsta stolt Bret- landseyja í þessum efnum, hefur t.d. ekki leikið til úrslita á EM eða HM í áratugi, eða síðan liðið vann heims- meistaratitilinn á heimavelli 1966. Enginn efast um gríðarlegt skemmtanagildi knattspyrnunnar í Englandi. En rétt eins og annars staðar fýsir menn einnig í gott gengi landa sinna á erlendri grandu. Margir erlendir leikmenn Margir kenna öllum þessum ara- grúa erlendra leikmanna um og þeim feiknháu launagreiðslum sem sam- fara þeim era. Laun leikmanna og kröfur þar að lútandi hafa risið til skýjanna á undanfömum áram í kjöl- far þess að sjónvarpsstöðin Sky gerði risasamning við úrvalsdeildina um beinar útsendingar í sjónvarpi. Samningur sá færir Iiðunum ótrúleg- ar fúlgur fjár og hefur gert þeim kleift að fá til sín fræga leikmenn víða úr veröldinni og borga þeim svimandi laun. „Ég held að það geti ekki verið ensku knattspyrnunni til framdráttar þegar til lengri tíma er litið að flestir bestu leikmennimir séu erlendir,“ segir Howard Wilkinson, yfirmaður tæknimála hjá enska knattspymu- sambandinu og margreyndur þjálfari í ensku knattspyrnunni. Mörg lið deildarinnar, eins og Arsenal, Chel- sea og Newcastle, tefla reglulega fram fimm eða fleiri erlendum leik- mönnum í byijunarliðinu og Chelsea hefur t.d. á stundum leikið með níu erlenda leikmenn í byrjunarliði sínu. Margir telja að slíkt sé aðeins til þess fallið að hindra að ungir og efnilegir enskir leikmenn fái eðlileg tækifæri - fyiir þá sé einfaldlega ekkert pláss. „Ég hef miklar áhyggjur af fram- tíð knattspyrnunnar í Englandi. Ungir leikmenn fá ekki tækifæri, því sífellt yngri leikmenn eru keyptir er- lendis frá og miðað við núverandi ástand mun taka allt að áratug að treysta grasrótina að nýju. En þró- unin er áfram afar óheillavænleg,“ segir Trevor Brooking, sem lengi var landsliðsmaður Englendinga og bendir á að allir virðist sammála um að erlendir leikmenn séu of margir, menn séu ekki á móti eriendum snill- ingum, en of mikið sé af erlendum meðalskussum. „Ungir og efnilegir strákar þroskast ekki með þessu móti og þess vegna er ekki nægilegt framboð af góðum ungum leikmönn- um. Liðin í deildunum leita því ann- að.“ Fáir Englendingar erlendis Onnur afleiðing hinna háu launa í Englandi er sú að þarlendir leikmenn era nú afskaplega fáir atvinnumenn erlendis - hafa það of gott heima fyr- ir. Þar með hljóta þeir ekki þá reynslu sem eriendir starfsbræður þeirra fá. Þetta hefur komið berlega í Ijós að undanfómu, t.d. í l:l-jafntefli Manchester United og Juventus í síðustu viku og 2:0-sigri Frakka á landsliði Englendinga á Wembley- leikvanginum í Lundúnum á dögun- um. I fyrra tilfellinu var ítalska liðið Juventus lengst af sterkari aðilinn á heimavelli United, jafnvel þótt Juve hafi ekkert gengið heima fyrir á leik- tíðinni og sé sem stendur í 8. sæti ítölsku 1. deildarinnar. í hinu tilfell- inu yfirspiluðu heimsmeistarar Frakka hina ensku andstæðinga sína löngum stundum, jafnvel þótt á úti- velli væra, og margir leikmanna liðs- ins væra atvinnumenn í ensku knatt- spymunni. Bilið breikkar hratt Breikkandi bil milli ríku og fátæku liðanna er einnig mikið áhyggjuefni. Vissulega hafa liðin 92 í ensku deild- unum alltaf verið misvel stödd fjá- hagslega, en það var ekki fyrr en með stofnun úrvalsdeildarinnar að hrópleg gjá myndaðist. Ekki batnaði ástandið þegar sterkustu liðin stofn- uðu hlutafélög um reksturinn og fóru á hlutabréfamarkað. Teningunum var kastað; aukið fjármagn kom inn í rekstur sterkari liðanna, þau áttu þar með auðveldara með að laða til sín dýra og snjalla leikmann og þar með auðveldara með að vinna titla og/eða halda sér í hópi þeirra bestu. Hinna efnaminni liða beið hins vegar að basla í fallbaráttu og fall í neðri deOd þýddi síðan verulegt fjárhagslegt áfall. Núorðið er algjört lykilatriði að eiga sæti í úrvalsdeildinni og bilið milli hennar og 1. deildarinnar eykst ár frá ári. Benda má á nokkur dæmi þessu til stuðnings, t.d. fjárhags- vandræði Crystal Palace, sem féll úr úrvalsdeildinni eftir síðustu leiktíð. Tekjur liðsins hreinlega hröpuðu, t.d. vegna sölu sjónvarpsréttar, og leik- mannasamningar liðsins stóðu áfram þrátt fyrir fallið og urðu veralega íþyngjandi. I þessu sambandi má einnig benda á hversu erfitt er orðið fyrir topplið 1. deildar að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni. Þannig sigraði Islendingaliðið Bolton Wanderers í 1. deild með miklum slink fyrir tveimur árum en féll samt sem áður næsta vor ásamt raunar hinum liðunum tveimur sem fylgt höfðu liðinu upp í úrvalsdeild. Sama virðist vera að endurtaka sig nú, Nottingham For- est sigraði í 1. deild með yfirburðum í fyrra, en er nú svo gott sem fallið í úrvalsdeildmni nokkram mánuðum seinna. Aðeins ríkt lið á borð við Middlesbrough, sem keypt getur fræga og dýra leikmenn og borgað þeim himinhá laun, getur forðast fall- ið og með naumindum þó. David Buchler, sem vinnur hjá endurskoðunarfirmanu Buchler Phil- ips, telur að hin háu laun hafi valdið gífurlegum skaða hjá litlu félögunum í úrvalsdeildinni. Þau hafi þurft að ráðast í kostnaðarsamar fram- kvæmdir við leikvelli sína til að upp- fylla ströng öryggisskilyrði og fjár- hagsbogi þeirra sé því þaninn til hins ítrasta. Gott dæmi um þetta sé t.d. Bolton og Stoke City. Bæði hafi þau ráðist í byggingu stórglæsilegra leik- vanga, en fallið svo um deild (Bolton í 1. og Stoke í 2. deild) og nú sé vart útlit fyrir að þau komist upp aftur. Liðin standi því eftir í neðri deild með rándýra leikvanga og launaháa leikmenn, en litla velgengni inni á vellinum sjálfum. „Ástandið mun versna verði ekkert að gert,“ segir Buchler. ,Að falla jafngildir nánast gjaldþroti hjá mörgum liðum vegna minnkandi tekna af miða og minjagripasölu og afnáms sjónvarpspeninganna frá Sky. Gjöldin era hin sömu en tekj- urnar ekki. Það verður að breyta leikmannasamningum þannig að launin skerðist komi til falls niður um deild. Annars eiga fjölmörg félög eft- ir að ramba á barmi gjaldþrots áður en langt um líður,“ bætir hann við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.