Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORIR STEFÁNSSON + Þórir Stefáns- son fæddist á Hvalskeri við Pat- reksfjörð 5. ágúst 1921. Hann andað- ist á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Ólafs- son, f. 10.1. 1891, d. 3.5. 1942, og Val- borg Pétursdóttir, f. 8.1. 1893, d. 19.7. 1975, bændur á Hvalskeri. Systkini Þóris eru: Guðbjörg (Stella), d. 16.4. 1984; Pálína, búsett í Kópavogi, maki Hörður Kristófersson; Pétur, vélvirki, búsettur í Reykjavík, maki Þór- halla Björgvinsdóttir; Arnfríður (Ásta), kaupmaður á Patreks- Hann Þórir bróðir er dáinn, hann var elstur af firnm bömum hjón- anna Stefáns Ólafssonar og Val- borgar Pétursdóttur á Hvalskeri. Hann ólst upp á kreppuárunum egar allt var af skornum skammti, eningar sáust ekki og fólk varð að lifa sem mest af því landið gaf. Jörð- in var lítil og kostarýr en það vildi til að sjórinn gaf vel af sér og eins var snemma mikil garðrækt, svo við höfðum alltaf nóg til matar. Gesta- gangur var mikill á heimili okkar en aldrei var matarskortur. Móðir okk- ar var snillingur í matargerð og kunni að gera mikið úr litlu. Þórir naut almennrar bama- fræðslu eins og þá gerðist. Veturinn 1941-’42 var hann á héraðsskólan- "VÍm á Laugarvatni, en þá um vorið Iést faðir okkar langt um aldur fram og þá varð ekki um frekari skóla- göngu að ræða. Mér þykir líklegt að hann hafi óskað sér meiri menntun- ar, en svona var þetta í þá daga, það þurfti meira en að rétta út höndina, en aldrei heyrði ég hann barma sér yfir því. Hann gerðist svo fyrirvinna heimiiisins, þá voru tvö yngstu systkinin, Pétur og Ásta, innan við fermingu. Hann fór svo oft túra á togaranum Gylfa frá Patreksfirði til að drýgja tekjur heimilisins en við hin systkinin hjálpuðumst að heima Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað I líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklaaðum. - Undirbúa lík hins látna i kistu og snyrta ef meö þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað llstafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoöar við val á sálmum. - Ukbrennsluheimild. - Duftker ef llkbrennsia á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 ■ - 105 Reykjavík. Stmí 581 3300 - allan sótarhringinn. firði, maki Ari ívarsson. Sambýliskona Þóris er Sigurbjörg Sigurbergsdóttir frá Svínafelli í Hornafirði. Börn Þóris eru: Stefán flugmaður, móðir hans er Ásta Ein- arsdóttir, maki Leila Þórisson, f. Esteban og á hann tvö börn; Sigurþór Pétur vélstjóri og bóndi, var kvæntur Ingu Einarsdóttur og á hann þrjú börn; Birgir stjórnmálafræðingur, Borgar skipasmiður, Margrét Guðrún stúdent og leiðbeinandi. Utför Þóris fór fram frá Sauðlauksdalskirkju 3. apríl. á meðan. Nú eru tímamir breyttir enda er þetta löngu liðin tíð. Þegar ég horfi til baka til bernskuáranna minnist ég þess þegar eldri systkini mín, Þórir og Stella, leiddu mig með sér hvert sem þau fóru. Við sulluð- um í ánni og þar voru klettar sem okkur var bannað að klifra í, en þegar við vomm komin í hvarf við bæinn, var auðvitað klifrað í klett- unum. Þórir var foringinn og klifraði hæst, Stella var hugrökk og klifraði lika en var ekki eins djörf, en ég hafði alltaf verið skræfa og stóð fyrir neðan full af aðdáun og skelfingu. Eg minnist þess líka þeg- ar við fórum í „Bug“ að tína kræk- ling og kúfisk en þessi skelfiskur er herramannsmatur. Oft komum við blaut upp á axlir úr þessum leið- öngrum, því kúfiskurinn gaf sig best til þegar sjórinn féll upp á heit- an sandinn og þá var ekki verið að hika við þó að yrði dálítið djúpt. Ég man líka þegar við Þórir fórum í „Bug“ að grafa upp sandmaðk og fómm svo á skak fram á fjörð að fá í soðið. Þegar ég lít til baka til þess- ara löngu liðnu ára fmnst mér þetta hafa verið dýrðardagar. Þórir eignaðist snemma vömbfl, Ford árgerð ‘29. Hann gekk undir nafninu „Gamli Gráni“. Þegar böil voru haldin á Rauðasandi, kom fólk sjóveg frá Patreksfirði til okkar á Hvalskeri, þá var yfir fjallveg að fara og var þá raðað eins þétt á bíl- pallinn og hægt var og ekið sem leið lá og var oft glatt á hjalla á bflpall- inum. Þótti þetta hinn mesti lúxus, ekki síðri en „skmggukermr" nú- tímans. Þórir tók svo við búinu og þar lá allt hans ævistarf. Þegar dætur mínar, þær Valborg og Kristín, voru litlar vorum við alltaf fyrir vestan um tíma á hverju sumri og Rristín var þar öll sumur frá níu ára aldri til fermingar og eiga þær margar góðai' minningar frá þeim tíma. Þórir var þeim alltaf góður og fyrir það færam við fram kærar þakkir að leiðarlokum Þórir var glaðiyndur ungur mað- ur, hann var óáreitinn og friðsamur og hann kunni ekki að bera hönd fyrir höfuð sér þegar ómaklega var að honum vegið. Sambýliskona Þór- is er Sigurbjörg Sigurbergsdóttir. Sigurþór elsti sonur þeirra hefur nú tekið við búinu og er hún þar hús- móðir og hjálpar til við uppeldi barna hans. Síðustu ár hafði Þórir átt við heilsuleysi að stríða. Hann dvaldi að mestu á sjúkrahúsinu á Patreksfirði frá áramótum. Ég vil þakka Borgari frænda mínum fyrir hvernig hann annaðist um pabba sinn allt síðasta ár svo hann gat verið svo lengi heima sem raun varð á. Einnig vil ég þakka Ástu systur fyrir allt sem hún gerði fyrir bróður okkar alla tíð og sérstaklega eftir að hann var kominn á sjúkrahúsið, bæði með heimsóknum og eins að gæta þess að hann vanhagaði ekki um neitt og bæta úr ef eitthvað vantaði. Ég og fjölskylda mín þökkum kæmm vini fyrir samfylgdina og biðjum honum blessunar á ókunn- um stigum. Einnig bið ég fjölskyldu hans blessunar á komandi tímum. Pálína Stefánsdóttir. Æskuheimili Þóris á Hvalskeri var um margt nokkuð sérstakt, en á uppvaxtarárum Þóris og lengi fram eftir öldinni var Hvalsker nokkurs konar umferðarmiðstöð eða „0ster- port“ Rauðasandshrepps með til- heyrandi gestagangi. Á Brandsstöð- um, sem er í túnjaðrinum á Hvalskeri, var starfrækt sláturhús og verslun Kaupfélags Rauðsend- inga. Foreldrar Þóris, þau Valborg Péturdóttir og Stefán Olafsson, vom af aldamótakynslóðinni svokölluðu, það era líklega fáir nú í dag sem gera sér grein fyrir þeim miklu breytingum sem vora að hefj- ast hjá íslenskri þjóð um aldamótin og aldamótakynslóðin setti af stað. Breytingar þessar vom nokkuð komnar á skrið á uppvaxtarámm Þóris. En hvað var um að vera? Jú, for- eldrar Þóris, eins og margir aðrir af aldamótakynslóðinni á þessum tíma, voru að gerast sjálfs sín ráð- andi. Stefáni hafði auðnast þrátt fyrir fátækt að komast til náms í Élensborgarskóla í tvo vetur, nokk- uð sem fátítt var meðal fátæks al- múgamanns þess tíma sem tekinn hafði verið í fóstur eftir fráfall móð- ur og sundrunar fjölskyldu. Sem sagt foreldrar Þóris koma aftur í Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LEGSTEINAR f Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykja vík sími 5871960, fax 5871986 nágrenni heimaslóðanna eftir fjar- vem við nám og störf syðra, þau voru full af baráttuþreki til að eign- ast jörð og hefja búskap. Einnig vora þau mjög virk í öllu því sem til framfara heyrði. Þau festu kaup á jörðinni Hvalskeri árið 1920, í þess- um anda framfara og uppbyggingar sem þá var til sveita ólst Þórir upp. Þórir stundaði nám í Héraðsskól- anum á Laugarvatni veturinn 1941 til 1942, en skólaganga hans fram til þessa hafði verið eins og gerðist á fyrrihluta aldarinnar, en þá var börnum kennt í farskóla sem hald- inn var til skiptis á nokkrum bæjum sveitarinnar. Stefán faðir Þóris lést 1942 og kom það í Þóris hlut að taka við bú- rekstrinum á Hvalskeri. Einnig veit ég að hann mun hafa látið sér annt um velferð og uppeldi yngri systk- ina sinna. Þórir byggir búið á Hvalskeri upp eins og gekk og gerð- ist, byggt var fjárhús, fjós, hlöður og síðast var byggt nýtt íbúðarhús. Þetta er ekki það merkilegasta við starfsævi Þóris heldur sú saga sem hér fer á eftir. Þegar vélvæðing til sveita hófst tók Þórir virkan þátt í henni. Hann var einn af fyrstu bílstjómnum í Rauðasandshreppi og eignaðist snemma vömbfl og jeppa. Einnig fór hann á dráttarvélanámskeið sem haldið var á Bændaskólanum á Hvanneyri fyrir verðandi stjórn- endur slíki'a véla. Vélvæðingin örvaði mjög upp- bygginguna í sveitum landsins. Einn af fylgifiskum aukinna um- svifa bænda var að meira og meira land var brotið til ræktunar. Einnig var farið að huga að landrækt og uppgræðslu almennt. Á Hvalskeri eins og á mörgum jörðum á Vestfjörðum vom ekki möguieikar til stórfelldrar ræktun- ar á hentugum svæðum en þó var ræktað það sem hægt var með þeirra tíma tækjum. Valborg móðir Þóris var framfarasinnuð kona og þar kom að hún gerði samning við þáverandi landgræðslustjóra um byltingarkennda framkvæmd sem var að græða upp svokallaðan Sandodda með melgresi en Sandoddinn er skeljasandseyri fyrir mynni Sauðlauksdals. Oddinn er að hluta til í landi Hvalskers og var á þeim tíma algjör auðn. Fáir hafa þá trúað að slíkur ár- angur gæti náðst sem Þórir náði í þessari uppgræðslu Sandoddans. Segja má að þessi uppgræðsla hafi öðram þræði verið ævistarf þess manns sem nú er genginn. Árang- urinn er nánast einstakur. Þórir sannaði að græða má upp örfoka og næringarsnauðan skeljasand svo að til nota geti orðið, því síðustu 20 til 30 árin hefur verulegur hluti hey- fengsins á Hvalskeri verið af þessu áður örfoka landi. Það sem var svo sérstakt við þessa uppgræðslu var að með því að taka landið snemma til nytja þá tókst Þóri að halda sandsléttunni sinni nánast pall- sléttri og ávallt véltækri með hefð- bundnum heyskapartækjum nútím- ans. Landgræðsla ríkisins naut mjög góðs af starfi Þóris því mikil melfræsöfnun var stunduð í landi Hvalskers á fljótvirkan hátt, því þar varð vélum við komið, en snöggtum tafsamara var að safna slíku fræi á svæðum þar sem melurinn fékk að mynda hóla og hæðir. Þegar ég var að alast upp á Pat- reksfirði var notað hvert tækifæri til að komast í heimsókn til frænd- fólksins á „Skeri“. Þar var ævinlega fjör og gleði. Á hverju sumri vom þar aðkomubörn til sumardvalar, oft tvö til þrjú. Oftast vora það frændsystkin en einnig vandalaus. Öll þessi börn sem nú eru orðin uppkomið fólk hændust mjög að Þóri. Það væri of langt mál að rekja allar þær góðu minningar frá Hvalskeri sem koma upp í hugann við ritun þessarar gi'einar, en þær koma ein af annarri og hver annarri skemmtilegi'i, minningar um sil- ungsveiði í Sauðlauksdalsvatni, kolaveiði af bryggjunni á Brands- stöðum eða dorg af skektunni sem til var á Skeri, minningar um fjöl- skyldusamkomur, nokkurs konar kvöldvökur á kyrrum sumarkvöld- um. Áhyggjur og armæða er eitt- hvað sem er óskaplega fjarlægt minningunum frá Skeri í den. Líklega em sjónvarp og fleiri kassar álfldr að lögun á góðri leið með að koma í veg fyrir að kynslóð- in sem nú er að vaxa upplifi svipað andrúmsloft og það sem ég hef reynt að lýsa og þar með einnig að koma í veg fyrir að hún eigi slíkar minningar. Ég spyr mig stundum þeirrar spumingar hvort sú lífsgleði sem ríkti í hjörtum okkar frændsystkinanna sem gengu um garða hjá Þóri á Skeri í gamladaga finnist einhvers staðar nú eða er eitthvað annað komið í staðinn. Þórir hafði mikið skopskyn og kunni að koma orðum að hlutunum. Má ég til með að nefna tvennt sem er aðeins brot af mörgum skemmti- legum sögum af Þóri er hann þurfti að svara spumingum lítilla frændsystkina sinna um lífsins gang. Einhverju sinni varð ung frænka mín vitni að því er heimiliskötturinn á Skeri var með miklum breima- hljóðum úti á túni og fann hún mikið til með vesalings kettinum. Spyr hún Þóri hvað muni vera að kisu. Fær hún þá að vita að kisa muni vera sárkvalin af liðagigt í rófunni. Vakti það mikla kátínu þegar sú stutta fór að lýsa fyrir foreldrum sínum sjúkdómseinkennum liða- gigtarinnar í kisunni á Skeri. Önnur saga af lífinu og tilvemnni var sú þegar önnur frænka verður vitni að því er kýrnar tóku upp al- deilis furðulegt háttalag. Hún spyr Þóri hverju sæti, og ekki stóð á svarinu: þegar kýrnar ættu afmæli þá óskuðu þær „afmæliskúnni“ til hamingu með daginn á þennan veg. Jæja, gamli minn, ég þykist vita að sé það leyfilegt, þá sértu farinn að snúa dömunum í ræl og vals þama fyrir handan. Sennilega þarftu nú ekki að fara 28 sinnum út úr bfl til að opna og loka hliðum á leið þinni til þeirrar iðju. Héðan frá mér hefurðu mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir allt gamalt og gott. Guð geymi þig, Þór- ir minn. Ivar Arason, ms. Baldri. Látinn er á 78. aldursári, Þórir Stefánsson, bóndi á Hvalskeri við Patreksfjörð. Ég skynjaði Þóri aldrei sem gamlan mann og því bar andlát hans óvænt að. Að leiðarlok- um vil ég setja nokkur orð á blað um hann og Hvalskersheimilið eins og ég man það best. Þórir fæddist og ólst upp á Hvalskeri, elstur fimm barna Val- borgar Pétursdóttur og Stefáns Ólafssonar, sem bæði voru ættuð af Rauðasandi. Árið 1943 varð heimilið fyrir því áfalli að heimilisfaðirinn, Stefán, féll frá á besta aldri. Það kom í hlut elsta sonarins, Þóris, að gerast ráðsmaður móður sinnar og standa fyrir búi með henni. Auk bú- starfa heima fyrir vann hann oft ut- an heimilis á þessum áram. Hann var um skeið til sjós á toguram Vatneyrarútgerðarinnar, og við vélavinnu í landi. En sakir þess að hann var rúmlega einni kynslóð mér eldri kann ég ekki að greina lífs- hlaup hans náið á þessum áram. Þegar Þórir var um fertugt kynntist hann ungri stúlku, Sigur- björgu Sigurbergsdóttur frá Svína- felli í Nesjum og felldu þau hugi saman. Á skömmum tíma fæddust þeim synimir þrír, Sigurþór, Birgir og Borgar, og fáum árum síðar dóttirin Margrét. Nokkrum árum fyrr var Þórir í sambúð um skeið með Ástu Einarsdóttur, og eignað- ist með henni elsta son sinn, Stefán, sem ólst upp með föður sínum og Valborgu ömmu meðan hennar naut við og síðar Sigurbjörgu fóstra sinni. Þórir var af þeirri kynslóð er uplifði „mótoraflsins ævintýri“ á ungum aldri og þá byltingu er það leiddi af sér í ræktun lands og sam- göngubótum. Hann sótti vélanámskeið á Hvanneyri og lærði á jarðýtur og jarðvinnslutraktora. Um þetta leyti keyptu bændur á Rauðasandi ásamt Valborgu á Hvalskeri einn slíkan traktor af gerðinni International W4. Þórir stjórnaði þeirri vél nokk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.