Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.04.1999, Blaðsíða 38
«38 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GEIR L GEIRSSON + Geir ísleifur Geirsson var fæddur á Kanastöð- um í Landeyjum 20. maí 1922. Hann lést á Landspítalanum 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar _ hans voru Geir Isleifsson bóndi, f 1882, d. 1923, og Guðrún Tómasdóttir hús- freyja, f. 1883, d. 1978. Systkini hans voru Sigríður, f. 1907, d. 1985, Tómas, f. 1907, d. 1907, Guðrún, f. 1908, d. 1988, Tómas, f. 1912, d. 1991, og Marta, f. 1914, d. 1989. Geir Isleifur var kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, f. 11. októ- ber 1927. Foreldrar hennar voru Jón Ólafur Gunnlaugsson f. 1890, d. 1979, og Ingunn Elín Þórðardóttir, f. 1898, d. 1968. Synir Geirs Isleifs og Bryndísar eru: 1) Jón Ólafur, f. 1950. Dótt- ir hans og Ingu Mjallar Harðar- dóttur, f. 1955, er Bryndís Soff- ía, f. 1985. 2) Geir Óttarr, f. 1954. Eiginkona hans er Mar- grét Harðardóttir, f. 1954. Börn þeirra eru Hildur Elín, f. 1979, og Gylfi Már, f. 1981. Geir ísleifur flutt- ist tveggja ára gam- all með móður sinni og systkinum til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þar búfræðiprófi. Geir ísleifur vann hjá Heildversluninni Heklu þar til hann hóf rafvirkjanám í Hafnarfirði og fékk sveinsbréf 1948 og meistara- réttindi 1954. Árin 1952-1953 sigldi hann með norsku olíu- flutningaskipi um öll heimsins höf og starfaði þar sem rafvirki og vélamaður skipsins. Á árun- um 1954 til 1987 var Geir ísleif- ur rafvirki á Elliheimilinu Grund, raftækjadeild O. John- son og Kaaber og Búrfellsvirkj- un. Frá 1987 til 1997 starfaði hann hjá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli. títför Geirs ísleifs fer fram frá Seltjarnameskirkju á morg- un, mánudaginn 19. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að kveðja ástkær- an tengdafóður minn sem er látinn eftir erfiða sjúkralegu. Þrátt fyrir að það hafi verið nokkuð ljóst að hverju stefndi síðustu vikumar er áfallið alltaf mikið þegar kallið kemur, það er svo endanlegt. Að leiðarlokum er margs að minnast 4 frá liðnum samverustundum. Geir Isleifur var einstakur mað- ur. Hann var alltaf fús til að hjálpa okkur í fjölskyldunni og eins öðr- um sem honum var annt um. Það er ekki ofsögum sagt að segja að hann hafi verið öllum sem þekktu hann góður og hjálpsamur og með eindæmum ósérhlífínn. Það sem einkenndi hann líka var hversu úr- ræðagóður hann var og hvernig honum tókst alltaf að gera allt úr nánast engu. A gamalli ljósmynd sem við vorum að skoða var hann til dæmis búinn að búa til skjól- vegg úr umhverfinu og úlpunni sinni og undir veggnum sátu þeir feðgamir og borðuðu nestið sitt í s logni. Við eigum margar minningar þessari líkar. Við minnumst hans í sumarbústaðnum, þar sem hann vann ötullega að ræktun trjá- plantna. Við minnumst hans líka heima og munum til dæmis aldrei gleyma hversu hjálplegur hann var þegar við voram að byggja húsið okkar. Um leið og ég þakka elskulegum tengdafóður mínum samfylgdina sem bæði hefur verið góð og traust, og votta tengdamóður minni mína dýpstu samúð, bið ég góðan guð að varðveita hann í ei- lífðinni. Minningin um hann mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Margrét Harðardóttir. Elsku afi, þú varst búinn að vera veikur nokkuð lengi og því nokkur aðdragandi að fráfalli þínu. Við vissum að þú varst haldinn nær ólæknandi sjúkdómi en samt var þetta rosalegt áfall fyrir okkur. Betri mann en þig er ómögulegt að finna og í þér leyndust allir þeir eiginleikar sem geta prýtt einn mann. Við dáðumst sérstaklega að því hversu góðhjartaður þú varst og bjartsýnn. Þú varst alltaf reiðu- búinn að hjálpa okkur og ráðleggja þegar við þurftum á aðstoð þinni að halda. Þessa mánuði sem þú dvaldir á spítalanum voram við stelpurnar duglegar að heimsækja þig og Gylfi hugsaði fallega til þín frá Am- eríku. I þessum heimsóknum spurðum við þig oft hvemig þér liði, þitt svar var alltaf það sama, að þér liði bara vel, og svo tókst þér alltaf að snúa umræðuefninu við þannig að það fór að snúast um okkur. Þrátt fyrir að þú svaraðir alltaf því sama þá vissum við að þetta var bara hógværð. Hógværð- in er einmitt einn af þeim eiginleik- um sem hefur ætíð einkennt þig, þér hefur alltaf fundist betra að ráðleggja og hlusta á aðra en að tala um líðan þína. Eitt það versta sem þú gast hugsað þér var að láta vorkenna þér og kom það vel í ljós Blómastofa Friðfums Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar tyrir öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar í Lundi '‘»2» v/Nýbýlaveg >OUSrtlNAK 564 3555 Crfisdrykkjur A, Vcttingehú/ið GAPt-inn Sími 555 4477 þegar þú veiktist. Þú fylgdist alltaf svo vel með því hvað allir í kringum þig vora að gera, jafnvel eftir að þú fórst á spítalann. Þar varstu með sjónvarp og horfðir alltaf á fréttirnar, svo komum við með fréttir af okkur, þannig að þú misstir ekki af neinu. Ein af okkar skemmtilegustu minningum um þig eru sumarbú- staðarferðirnar. Þegar við fóram með þér og ömmu upp í sumó, þá keyrðir þú, amma sagði okkur hvað staðimir á leiðinni hétu og við sungum eða voram með læti í aft- ursætinu. Þegar við voram komin af malbikinu og inn á malarveginn við sumó leyfðir þú okkur oft að stýra. Þá settumst við í fangið á þér og fannst við vera rosa klár og héldum að við væram að keyra, en auðvitað varst þú á bremsunni og með hendurnar á stýrinu. Þú vildir alltaf hafa nóg fyrir stafni og allt sem þú tókst þér fyrir hendur ber þess merki hversu handlaginn þú varst. Elsku afi, nú er því miður komið að kveðjustund en við reynum að bera höfuðið hátt og muna eftir öll- um þeim góðu stundum sem við áttum saman. Þér fannst gaman að vera til og lifðir lífinu til fullnustu. I framtíðinni munum við hafa það að leiðarljósi. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofír rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindum viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku amma Dí, við vottum þér okkai' dýpstu samúð. Guð veri með þér. Hvíl þú friði, elsku besti afi. Þín Hildur, Gylfi og Bryndís. Með vorinngöngunni kvaddi Geir Isleifur okkur ástvini sína. Geir lést í Landspítalanum að morgni 9. apríl 1999 og era starfs- fólki Landspítalans færðar alúðar- þakkir og kveðjur með þessum minningarorðum. Geir Isleifur var eins árs, þegar faðir hans lést á bújörð sinni og heimili á Kanastöðum í Landeyj- um. Drengurinn var skírður við kistu föður síns í maímánuði 1923. Nú vora góð ráð dýr, ekkjan Guð- rún Tómasdóttir stóð uppi með fimm börn. Hún brá á það ráð, að halda búskapnum áfram, en að ári liðnu ákvað hún að bregða búi og láta Kanastaðina af hendi, fór með barnahópinn yfir álinn til Vest- mannaeyja. Guðrúnu tókst að koma upp húsi í Vestmannaeyjum, á sandinum, og þar ólst Geir Isleif- ur upp. Húsið nefndi Guðrún Kanastaði. Þegar Geir Isleifur hafði aldur til réð hann sig á útróðrarbát með kistilinn, sem hann sjálfur hafði smíðað, undir skrínukostinn. Nú fór hagur heimilisins að vænkast, börnin lögðu sitt til. Nú stóð hugur Geirs til mennta og var það hans kappsmál. Eins og fram kemur í inngangi þessara minningarorða vora raf- virkjastörf Geirs ísleifs yfirgrips- mikil og ber líklega hæst störf hans sem ábyrgðaraðila allra raf- lagna og tækja Hjúkranarheimilis- ins Grundar og Ass í Hveragerði og vora það heldur erilsöm störf og vandmeðfarin. Þegar smíði Búr- fellsvirkjunar hófst var Geir ísleif- ur einn af mörgum rafvirkjum við þau byggingartæki, sem notuð voru við byggingarframkvæmdim- ar. Síðustu tíu starfsárin vann Geir Isleifur rafvirkjastörf hjá Vamar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. Við starfslok vottuðu yfirmenn Varnar- liðsins Geir Isleifi þakkir fyrir vel unnin störf við sérstaka athöfn á Keflavíkurflugvelli hinn 31. ágúst 1997. Eiginkona Geirs er Bryndís Jónsdóttir, fiv. deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Samheldni þeirra og dugnaður var grannur að fallegu heimili og fjöl- mörgum ferðalögum bæði innan- lands og utan. Svo skemmtilega viO til, að hús þeirra Bryndísar og Geii-s á Seltjamamesi stendur í landi forfeðra móður Bryndísar. Geir Isleifur var maður hógvær og glaðlyndur og naut sín hvað best í sumarhúsinu, sem hann byggði fjölskyldu sinni að Hesti í Grímsnesi, þar sem Hvítá beljar fram óbeisluð og einmitt þar við vötnin ströng lágu leiðir fjöl- skyldna okkar oft saman við veið- arv ræktun og leik bamanna okkar. Að vísu áttum við svilarnir sumar- búset sitthvorum megin við Hest- fjall og ófæra á milU, en milU vina Uggja gagnvegir. Eitt af aðalsmerkjum Geirs Is- leifs var alúð hans við böm í leik og starfi. Þess nutu fyrst og fremst synimir Jón Olafur og Geir Ottar og barnabömin Hildur Eh'n, Gylfi Már og Bryndís Soffía. Þessum kveðjuorðum hér á síðum Morgun- blaðsins lýkur með samúðarkveðj- um frá okkur og bömum okkar í Hollandi, Jannie Brynju, Jóranni Öglu, Ingunni Elínu og Robert. Jórunn og Egill Marteinsson. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Mig langar að minnast góðs vin- ar míns og frænda, Geirs Isleifs Geirssonar. Eg hafði vonast til að við ættum eftir að eiga margar góðar sam- verustundir, en eftir sl. áramót fórstu á sjúkrahús til uppskurðar, og þú áttir þaðan ekki afturkvæmt. Geir Isleifur var fæddur á Kana- stöðum í Landeyjum, yngsti sonur hjónanna^ Guðrúnar Tómasdóttur og Geirs Isleifssonar. Hann var að- eins árs gamall þegar faðir hans lést. Systkini hans era öll látin en þau vora tvíburamir Tómas, sem lést úr lungnabólgu á fyrsta ári, og móðir mín Sigríður, sem var gift Sigurði Gunnarssyni; Guðrún, gift Gunnlaugi Loftssyni; Tómas, kvæntur Dagnýju Ingimundardótt- ur og lifir hún mann sinn; Marta, var næstyngst og giftist hún ekki. Ái'i eftir að faðir Geii's dó fluttist Guðrún móðir hans með öll bömin til Vestmannaeyja. Eftir tveggja ára dvöl í Vestmannaeyjum, lét hún byggja mjög myndarlegt hús, sem hún nefndi Kanastaði. Þar ól hún börnin sín upp, en hún var ein um að framfleyta þeim þar til þau fóra að hjálpa til. Það var mikill samgangur milli móðursystkina minna og okkar Jóhönnu systur minnar, þar sem við ólumst upp í Vestmannaeyjum. Geir, sem var aðeins sjö áram eldri en ég, tengd- ist mér traustum vinaböndum sem entust ævilangt. Geir og systkini hans fóra snemma að vinna og færa björg í bú, enda veitti ekki af til að hafa í sig og á, og gerðu þau þetta allt þar til þau fóra að heiman. Ungur að aldri fór Geir að stunda sjóinn á bátum í eigu Gunnars Ólafssonar afa míns og Sigurðar föður míns. Leið hans lá síðan í bændaskólann á Hólum, þaðan sem hann lauk prófi. Eftir að hann kom frá Hólum fór hann að vinna hjá Heklu hf. við akstur o.fl. Mér era mjög minnis- stæðar hinar mörgu bílferðir sem ég fór með honum, en ég var þá ný- fluttur til Reykjavíkur og nýfermd- ur. Geir lærði rafvirkjun í Hafnar- firði og varð meistari í þeirri iðn. Að námi loknu réð hann sig á norskt olíuskip sem rafvirki og sinnti h'ka hinum ýmsu störfum um borð, því hann var með afbrigðum laghentur og vinnusamur. Hann kom aftur heim 1953. Eftir það fór hann að vinna á Elliheimilinu Grand og starfaði þar stóran hluta starfsævi sinnar. Fyrir tólf áram hóf Geir störf á Keflavíkmfiugvelli hjá hei-num og fékk viðurkenning- arskjöld fyrir vel unnin störf í tíu ár, er hann hætti fyrir tveimur ár- um. Hinn 3. apríl 1954 kvæntist Geir Bryndísi Jónsdóttur. Synir þeirra era Jón Ólafur og Geir Óttar. Þau áttu því 45 ára brúðkaupsafmæli nokkram dögum fyrir andlát Geirs. Nú seinni árin hefur það verið fastur liður hjá okkur frændunum að fara til veiða og útivera að Gísla- stöðum við Hestfjall. Þó veiðin hafi stundum verið lítil, höfðum við því meiri ánægju af að vera saman, bjástra við veiðarfærin, njóta nátt- úrannar og tala saman. Gilti þá engu hvort rigndi eða sól skein í heiði. Frásagnir af gömlum tíma, uppvaxtarárunum í Vestmannaeyj- um og lífsbaráttunni, ásamt sjó- mannslífi á erlendu skipi í fram- andi löndum voru skemmtilegar og mjög fróðlegar. Kæri frændi, nú er komið að leiðarlokum. Við eigum ekki eftir að fara aftur að Gíslastöðum, en ljúft er að eiga góðar minningar og einnig er gott að minnast þess hversu jákvæður og glaðvær þú varst alltaf. Vegna dvalar á fjarlægum slóð- um get ég ekki fylgt þér síðasta spölinn, en ég bið þér Guðs bless- unar. Bryndísi, sonunum, fjölskyldum þeirra og öðram aðstandendum sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafúr Á. Sigurðsson. Það var sorgarfrétt þegar mér var tjáð að vinur minn Geir væri látinn. Fréttin kom í sjálfu sér ekki á óvart þar sem Geir hafði háð snarpa og hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. En þó að menn sjái hvert stefni þá verður manni alltaf jafn hverft við, og það er með söknuði sem við kveðjum góðan vin og félaga. Við Geir hófum störf saman sem rafvirkjar hjá Varnarliðinu fyrir nærri tólf árum, eða 1987. Þarna unnum við saman í tíu ár. Geir var iðinn og góður rafvirki af gamla skólanum, rafvirki sem hægt var að setja í öU verk. Það var fullkom- lega hægt að treysta því að hann leysti öll verkefni sín af vandvirkni. En við samstarfsmenn hans minn- umst hans ekki síður fyrir að vera sérstaldega traustur og góður fé- lagi, sem gott var að umgangast. Geir var víðförall og hafði lent í ýmsu. Ungur hafði hann verið í siglingum sem rafvirki á stóram norskum olíuskipum og siglt um öll heimsins höf. Hann hafði lent í alls kyns ævintýrum í öllum heimsálf- um og kunni aldeilis þá list að segja frá þeim á skemmtilegan máta. Oft var glatt á hjalla í kaffi- stofunni þegar Geir var í sögustuði. Hann hafði margvísleg áhuga- mál. Sérstakan áhuga hafði hann á að græða upp landið og skila til baka þeim skógi er eitt sinn prýddi það. Það var gaman að fylgjast með þegar hann var að sá birkifræi sem með tímanum urðu tré, og þá var farið austur og gróðursett við sumarbústaðinn. Skikinn þeirra hjóna fyrir austan Hvítána bar gott vitni um snyrtimennsku hans og þá umhyggju og metnað sem hann lagði í verk sín. Við Geir fóram oft á góðum stundum saman til veiða í Hvítá. Það getur gengið á ýmsu í laxveiði. Stundum er góð veiði, en það koma líka þeir tímar þegar lítið aflast. Veiðiferðirnar með Geir vora alltaf skemmtilegar. Hann hafði lag á því að láta öllum h'ða vel í kringum sig og skipti þá ekki öllu hvort veiðin vai' mikil eða lítil. Oft var hann með góða veiði, enda þekkti hann Hvítána flestum mönnum betur. Eins og góðra veiðimanna er siður kunni hann þá list að stækka lax-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.