Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 3

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 3
i63 ásana, líkt og áslög, og styrkja þannig mjög ásana. Þess var áður getið, að hreyfanlegu hnífarnir væru skrúfuundnir, og að fremst á ásnum væri skrúfa eða snígill. Auk þess að mórinn hnoðast og saxast smátt í vélinni, þokast hann jafnframt áfram að opi vélarinnar og þrýstist út um það í samfeldum óslitnum streng. Stundum er vélaropinu skift með járnþynnum, og verða þá streng- irnir jafnmargir og opið er margskift. Venjulega er móstrengur- inn skorinn í hæfilega stóra kögla með handafli, en á seinustu ár- um er vélin oft látin gjöra það sjálf. Vél þessi býr til 45—50 smálestir af þurrum mó á dag með IO tíma vinnu. Mannafli við hana 23 fullorðnir menn og 4 drengir. Aflvélin hefur 42 hesta afl. Sjálf vélin með lyftivél vegur 5100 kíló, og kostar 4200 krónur. Með aflvél og öllum öðrum útbúnaði sem fullkomnust- um, kostar hún 13800 krónur. Anrep hefur líka búið til móeltivél með einum ás. Er hún að öðru leyti mjög svipuð hinni fyrnefndu, en talsvert minni. Hún býr til 25—30 smálestir af þurrum mó á dag. Aflvélin hefur 30 hesta afl. Mannafli við hana 15 fullorðnir menn og 4 drengir. Verð með öllum útbúnaði 9670 krónur. Anrepsvélarnar eru nú smíðaðar hjá »Abjörn Anderssons Mekaniska Verkstads Aktie- bolag« Svedala í Svíþjóð. Af öðum móvélum vil ég nefna vél, sem F. L. Smidth & Co. í Kaupmannahöfn hafa látið smíða. Vél þessi er talsvert frá- brugðin áðurnefndri vél, einkum að því, að mórinn þrýstist gegn- um járnþynnu með mörgum götum. Fast við þynnuna snýst stjörnumyndaður hnífur, er klippir móinn jafnóðum og hann þrýst- ist í mjóum strengjum gegnum götin á þynnunni. Vélin saxar móinn mjög smátt og blandar hann mjög vel, svo að jafnvel mjög laus mór — pisja — verður harður og þéttur. Vélin er talsvert margbrotnari en Anrepsvélarnar, heíur t. d. fleiri tannhjól, og er því vísast að henni verði hættara við bil- un en Anrepsvélunum, og að óhægra sé að gjöra við hana, ef á þarf að halda. Talið er að vélin þurfi 8 hesta aflvél, en þá er ekki talið með afl það, sem gengur til lyftivélarinnar. Dagsverkið er 40—70000 móköglar, sem samsvarar hér um bil 20 smálest- um af þurrum mó. Margar fleiri móvélar eru til, en að því er ég bezt veit hafa þær flestar reynst lakar en Anrepsvélarnar, og engar betur, svo ég hirði ekki um að lýsa þeim hér. 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.