Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 5

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 5
sést lyftivélin, ennfremur sést til hægri handar völtruborðið og maður, er tekur móinn frá vélinni og leggur hann í vagnana. Aflvélin er venjulega færivél (Lokomobil) og er kynt með mó. Á stöku stað, einkum þar sem margar móvélar eru í sömu mýrinni eða í nánd hver við aðra, eru þær reknar með rafmagni. Rafmagnið er þá framleitt í einni miðstöð og leitt þaðan þangað, sem þarf að halda á því. Með þessari tilhögun sparast kyndari við hverja vél, en stofunarkostnaðurinn verður talsvert meiri. Til að flytja móinn frá eltivélinni út á þerrivöllinn, eru hafðir vagnar, er ganga á flytjanlegum sporvegi. Á 19. mynd sést partur af þessum sporvegi. Hann er tvöfaldur og ganga vagnarnir frá eltivélinni eftir öðrum, en að henni eftir hinum. Milli þeirra liggja hreyf- anlegir spor- skiftar. Efst ámyndinni til vinstri sést móbreiðan og er breidd þerrivallarins valin svo, að móbreið- an gangi jafnt fram og gröf- in. þerrivöllurinn er alþakinn að sporveginum, eru sporin flutt 6 metra. Neðst a myndinni til vinstri er móvagn. Borðbútarnir (sjá 17- mynd) með móköglunum á eru teknir af völtruborðinu og lagðir á vagnálmurnar, 8 á þær neðri og 9 á þá efstu. Á hverjum borð. bút eru venjulega 4 köglar, svo að á hverjum vagni eru 100 köglar, er vega votir hér um bil 4 kíló hver eða alls 400 ldló. Vögnunum er ekið með mannafli og fylgir einn maður hverjum. I’egar út á þerrivöllinn er komið, eru borðbútarnir teknir af vögn- unum og móköglunum steypt af þeim í reglulegar raðir, borðbút- unum er svo ekið á tómu vögnunum til eltivélarinnar aftur. Stundum er sporbrautin hringlögð og er þá sú hlið hennar, sem fjærst er mógröfinni, færanleg og flutt jafnóðum og þerri- völlurinn fyllist. Pegar mógröfln hefur lengst um breidd hrings-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.