Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 8

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 8
þær, én auðsætt er þó, að þureltan er mannfrekari. Auk þess eru vélarnar nokkuð dýrari og þurfa meira gufuafl — og þar með meira eldsneyti —. Landbúnaðarráðaneytið sænska lét 1903 reyna nokkrar mó- eltivélar og voru þær þessar: Nr. 1. Voteltivélar frá Th. Ekholm. Aðferðin í aðalatriðum sama og í Sparkær. Munurinn var, að vélamar voru hreyfanleg- ar, líkt og tíðkast með þureltivélar, og höfðu lyftivél til að flytja móinn að eltivélinni. Aflvélin hafði 19 hestöfl og allar vélarnar kostuðu 8350 kr. Nr. 2. þureltivél frá Anrep (I B). Aflvélin hafði 42 hestöfl. Verð vélanna 12889,50 kr. Nr. 3. Pureltivélar frá Anrep (II B), en minni en Nr. 2. Afl- vélin hafði 25 hestöfl. Verð vélanna 8122,50 kr. Nr. 4. Pureltivélar frá Svedala-verksmiðju. Aflvélin hafði 34 hestöfl. Verð vélanna 8891,50 kr. í töflunni hér á eftir er samanburður á hvað þessar vélar af- kasta o. s. frv. Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Vinnuafl (2 drengir =■ 1 fullorðinn) 8 25 V2 171/* 2i‘/s Mór tekinn upp á 10 kl.st. teningsmetr. 121 303,5 202 193 þur mór (25°/o vatn) á 10 kl.st. smál. Vinnukostnaður (daglaunin 31/* kr.) 17,95 46,» 29,91 við eina smálest af þurrum mó kr. 1,56 1,90 1,96 2,50 Á því framan talda sést, að voteltan er talsvert ódýrari en þureltan, og enn þá meiri verður munurinn, ef tekin er til saman- burðar einhver af beztu dönsku verksmiðjunum, t. d. 0kær-verk- smiðjan. þar búa 21 maður til 67,5 smálestir af þurrum mó á dag. Með 3'/a kr. daglaunum, eins og í dæmunum hér að framan. verður vinnukostnaðurinn, 1,10 kr. fyrir smálestina. í öllum dæm- unum eru að eins reiknuð vinnulaunin, en ekki eldiviður, afborg- anir og vextir af stofnfénu o. s. frv. Að kostnaður við móinn í Sparkær er talinn miklu meiri hér að framan, kemur af því, að þar er þetta alt talið með, og auk þess eru daglaunin þar 5—6 kr. Að þureltan er svo dýr, kemur mest af því, að svo mikil vinna gengur til að taka móinn frá vélunum og flytja hann út á þerrivöllinn. Til að sneiða hjá þessum ókosti, hefur Hansen verk- smiðjustjóri í Herning smíðað móeltivél, sem sjálf leggur móinn

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.