Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 15

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 15
Kostnaðurinn við mósallann í þessum hlutafélögum er hér um bil 58—63 aur. fyrir hvern teningsmetra. Mósallaverksmiðjurnar í Noregi selja bagga af mósalla, sem ekki er meira en 3/4 úr teningsmetra — hér um bil 65 kíló — fyrir 1,40—1,50 kr. í »Meddelelser fra det norske myrselskab nr. 3, 1904« er hluta- félögum þessum lýst rækilega og er þar látið mjög vel af þeim. I’að verður aldrei nógu rækilega brýnt fyrir bændum að hirða áburðinn sem allra bezt. Mjög mikilsverður liður í áburðarhirðing- unni er einmitt undirburðurinn, og betri undirburð og áburðar- drýgi en góðan mósalla er ómöglegt að fá, og þótt víða heima verði ef til vill ekki hægt að fá annað en venjulega mómylsnu, þá er ekkert vafamál, að það mundi margborga sig fyrir bændur að birgja sig af henni, því kostnaðurinn yrði víðast mjög lítill, en hagnaðurinn stórum aukinn áburður. Til þess að þerra alveg upp áburðinn, þarf hér um bil 3 kíló á dag fyrir hverja kú, en ekki nema 1—2 kíló á dag fyrir hestinn. í fjárhúsum er mósalli ekki hentugur, sezt í ullina, en þar er og venjulega lítil þörf á undir- burði; aftur hefir hann þótt reynast ágætlega í hænsnahúsum, ver hænsin óþrifum og heldur húsunum daunlausum. I salerni ætti alstaðar að nota mómylsnu. Hún tekur burtu allan ódaun, sem hætt er við í slíkum húsum og víða kveður svo mikið að, að varla er heimtandi að þau séu notuð nema í ýtrustu neyð. Hún geymir og ágætlega hin dýrmætu áburðarefni og hindrar að ammóniakið, sem allajafna myndast við rotnunina, rjúki burtu. Talið er, að 30—50 kíló af mómylsnu þurfi fyrir manninn á ári hverju. Að nota mómylsnu í salernum er til hollustu, þrifa og- sparnaðar. MÓOFNAR. Það hefir meiri þýðingu fyrir hagnýting mósins en flestir hyggja, að ofnar þeir, sem honum er brent í, séu viðeigandi. Heima hefir lítið eða ekkert tillit verið tekið til þess. Samskonar ofnar eru notaðir jöfnum höndum fyrir kol, við og mó. Nú er því svo varið, að flestir ofnar, sem fluttir eru til íslands, eru ein- göngu ætlaðir fyrir kol og koks, sem eru algengustu eldsneytis- tegundir hér, og því óhentugir fyrir mó. Til þess að gjöra þétta skiljanlegt, vil ég fara nokkrum orðum um bruna og hvaða skil- yrði eru til þess, að ofnar hagnýti eldsneytið sem bezt. Hér að framan (Eimr. XI, 38) var nokkuð skýrt frá samsetn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.