Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Side 16

Eimreiðin - 01.09.1905, Side 16
176 ing helztu eldsneytistegunda. Sést þar, að mikilsverðustu efnin í öllu venjulegu eldsneyti er kolefnið og þar næst vatnsefnið. Bruninn er, að þessi éfni verða samruna við súrefni andrúmslofts- ins og mynda kolsýru og vatn. Við þennan efnasamruna kemur fram hiti, er nemur 8140 hitaeiningum (kílógramkalóríur) fyrir hvert kíló kolefnis, er brennur og verður að kolsýru, og 28800 hitaein- ingum fyrir hvert kíló af vatnsefni, er brennur og verður að vatns- gufu. Bruninn er því í rauninni sama og rotnun eða fúi, munur- inn er, að bruninn er margfalt hraðfarari. Sumar eldsneytistegundir brenna með litlum eða engum loga, svo sem gljákol (Antracit) og koks, aðrar brenna með löngum loga, og er það einkum viður og mór. Loginn er brennandi loft- tegundir og kemur af því, að við hitann ummyndast nokkuð af föstu efnum eldsneytisins í eldfimar lofttegundir (tör Destillation), er fara burt með dragsúgnum og brenna spölkorn frá eldsneytinu, þar sem loftið kemst að þeim. Pessar eldfimu lofttegundir eru einkum ýmiskonar kolvetni (sambönd kolefnis og vatnséfnis), og myndast því meira af þeim, sem meira er af vatnsefni í eldsneyt- inu móts við kolefni, og með því hærri loga brennur eldsneytið. það sem heimta verður af hverjum ofni, er, að eldsneytið brenni til fulls í honum, svo allur sá hiti, sem er bundinn í því, komi fram, og að sem mest af þessum hita fari út í herbergið, en sem minst út í reykháfinn. fótt síðarnefnt atriði sé ekki að neinu sérlegt fyrir móofna, vil ég þó minnast lítið eitt á það, því mér hefir oft sýnst heima, að mönnum skiljist ekki, hvernig á að fara með ofna, svo að elds- neytið komi að sem beztum notum. Pað var áður sagt, að bruninn væri: að súrefni andrúmslofts- ins yrði samruna við kolefni og vatnsefni eldsneytisins og mynd- aðist við það kolsýra og vatnsgufa. Tökum til dæmis 100 kíló af steinkolum, sem í er 70 kíló af kolefni og 4 kíló af vatnsefni — afgangurinn er aska, vatn, súrefni o. fl. —. Til að brenna þessi 100 kíló þarf 70X3S/i»X4X16/8==22° kíló af súrefni, eða, þar eð and- rúmsloftíð er hér um bil 1 hluti súrefnis og 4 hlutar köfnunarefnis, 1100 kíló eða 850,000 lítra1) af lofti. í raun og veru þarf miklu meira loft en hér er sagt, því hve vel sem ofninn er útbúinn og hirtur, er ekki hægt að gjöra ráð fyrir, að úr loftinu náist meira 1 lítri er nálega sama og pottur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.