Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Side 22

Eimreiðin - 01.09.1905, Side 22
182 ur er mjög auðvelt að hirða hann. Pví miður er ég ekki vel kunnug- ur þessum ofni, en heyrt hef ég, að nokkur misbrestur væri á frá- gangnum á honum, og kemur það sjálfsagt af því, að Reck sjálf- ur hefir enga járnsteypu, heldur lætur smíða ofna sína hjá lægst- bjóðanda. 3. MóofnN. A. Christensen’s, venjulega nefndur »Morsö- ovn«. Hann er sýndur á 27. mynd. Ofn þessi tíðkast mjög upp til sveita í Danmörku og líkar fólki ágætlega við hann, og kemur það mikið af því, að hann hefir óvenjulega stórt suðuhólf. Verðið er 60—125 kr. eftir stærðinni. Að því er ég þekki, er frá- gangur á ofni þessum hinn bezti. Notagildi hans hefir reynst 91 °/o. MÓR TIL IÐNAÐAR. Auk þess að mór er hafður til húshitunar er hann mjög víða, og það í miklum mæli notaður í þarfir iðnaðarins. Mór er ekki vel hentugt eldsneyti fyrir venjulega gufukatla. Eldhólfið í þeim er helzt til lítið fyrir svo fyrirferðarmikið elds- neyti sem mórinn er. Úr þessum ókostum hefir verið bætt á ýmsan hátt, venjulega með því, að setja framan við ketilinn rúm- góða aukaeldstó (Forfyr), sem logann leggur svo frá inn í ketil- inn. Á 28. mynd sést þannig gjörð aukaeldstó. Er hún gjörð að undirlagi Móiðnaðarfélagsins danska, og hefir reynst mjög vel. Stundum er líka farið svo að, að mórinn er látinn brenna í stórri gryfju eða eldstó rétt við ketilinn, þ. e. a. s. nokkuð af mónum brennur, en afgangurinn af lífrænu efnunum ummyndast í eldfimar lofttegundir, sem svo er brent inni í katlinum. Slíkur útbúnaður er kallaður »Halvgasfyr«. Hér í Danmörku er tígulsteinn víða brendur við mó, og gefst það mjög vel. Eftir skýrslu frá verksmiðjueiganda Willemoes, er á tígulsteinssmiðju í nyrðri Vosborg á Jótlandi, þarf 235 kíló af mó til að brenna 1000 steina, og verður þá kostnaðurinn til eldiviðar 2,21 kr. Er það talsvert ódýrara en gjörist, ef kol eru brúkuð. Geta skal þess, að í Vosborg var ofninn hringofn, en þeir eru mjög eldiviðarsparir. Einfaldari og ódýrari ofnar myndu þurfa hér um bil 300—400 kíló af mó til að brenna við 1000 steina. Ef tígulsteinsbrensla kæmist á heima, sem mjög er óskandi, ætti að sjálfsögðu að nota mó sem eldsneyti, þar sem hann er fyrir hendi, því bæði yrði það ódýrara en að nota steinkol, og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.