Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 28

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 28
velkominn Ingimar litli Ingimarsson«. Og svo gengur faðir minn til mín. »Ég vildi gjarnan fá að tala nokkur orð við yður, faðir minn«, segi ég, »en hér eru svo margir gestir«. »Ó, já, en það eru bara ættingjarnir«, segir faðir minn, »þessir karlar hérna hafa nú allir búið á Ingimarsstöðum og sá elzti þeirra er frá heiðni«. sÉað er svo, en mig langar til að tala við yður einan«. Pá litast faðir minn um og veltir fyrir sér, hvort hann eigi ekki að fara með mig inn í svefnherbergið, en af því það er bara ég, fer hann út í eldhúsið. Par sezt faðir minn á hlóðar- steininn og ég á höggblokkina«. xPað er lagleg jörð, sem þér hafið, faðir minn*, segi ég. — »Hún er nú ekki svo slök«—segir faðir minn. — »Hvernig geng- búskapurinn heima á Ingimarsstöðum ?« — »Hann gengur allvel*, segi ég. I fyrra fengum við I2ríkisdali fyrir i skippund af heyi.« — •Er það mögulegt?« — segir faðir minn — »ég held að þú sért kominn hingað til að gera gabb að mér, Ingimar litli«. — »En mér sjálfum líður illa«, segi ég, »altaf er það viðkvæðið, að þér, faðir minn, hafið verið jafnvitur og guð almáttugur, en mig virðir eng- inn að neinu«. — »Ertu ekki kominn í hreppsnefndina?« spyr nú öldungurinn. — »Hvorki í skólanefnd, safnaðarnefnd eða hrepps- nefnd«. — »Hvað ilt hefir þú þá aðhafst, Ingimar litli?« — »Ja, þeir segja, að sá, sem eigi að ráða fyrir öðrum, verði fyrst að sýna, að hann geti ráðið vel fyrir sjálfan sig«. Éá hugsa ég, að öldungurinn líti niður og sitji hljóður og hugsandi. »Pú verður að gifta þig, Ingimar, og fá þér góða konu«, mun hann segja eftir nokkra hríð. »En það er einmitt það. sem ég ekki get, faðir minn«, svara ég. »Éað er ekki nokkur bóndi svo aumur í allri sveitinni, að hann mundi vilja gefa mér dóttur sína«. — »Segðu mér nú hreint og beint, Ingimar litli, hvernig stendur á þessu öllu«, segir nú faðir minn, og hann verður býsna klökkur í rómnum. »Sjáið þér nú til, faðir minn; fyrir fjórum árum síðan, sama arið og ég tók við jörðinni, bað ég hennar Britu í Bergskógi«.— »Bíðum nú við«, segir faðir minn, »býr nokkur af okkar ætt í Bergskógi«. — Hann er farinn að hálfryðga í, hvernig öllu hátt- ar hérnamegin. — »Nei, en það er velmegandi fólk, og þér hljótið að muna, faðir minn, að faðir Britu er þingmaður«. »Jæja, jæja, en þú hefðir átt að giftast einhverri af okkar eigin ætt, og

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.