Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Side 29

Eimreiðin - 01.09.1905, Side 29
i8g sem þekti alla gömlu siðina«. — »það er hverju orði sannara, faðir minn, og ég komst líka að raun um það —---------------«. Nú sitjum við báðir, faðir minn og ég. og þegjum um stund; en svo bytjar faðir minn: »Ég býst við að hún muni vera lag- leg?« »Já«, segi ég. »Hún er svarthærð, með fjörleg augu og rósir á vöngum. En hún er líka dugleg, svo að hún móðir mín var ánægð með að ég skyldi velja hana. Pað hefði víst alt geng- ið vel; en sjáið þér til, ógæfan var, að hún vildi mig ekki«. — »Skyldi ekki standa á sama hvað þessar stelpur vilja!« — »í*að voru áreiðanlega foreldrar hennar, sem þröngvuðu henni til að segja já«. — »Hvernig veiztu, að henni hafi verið þröngvað til þess? Ég hugsa að henni hafi þótt vænt um að fá mann, sém var eins ríkur og þú, Ingimar litli Ingmarsson«. »Ænei, ánægð vrar hún ekki; en þrátt fyrir það var lýst með okkur og ákveðinn brúðkaupsdagur, og Brita flutti að Ingimars- stöðum nokkru fyrir brúðkaupið, til að hjálpa móður minni; því hún er farinn að eldast og þreytast, skal ég segja yður«. — »Ég sé ekkert ilt í öllu þessu, Ingimar litli«, segir faðir minn, í því skyni að hughreysta mig. »En það vildi eklci spretta neitt á ökrunum árið það; kartöfl- urnar brugðust algjörlega, og kýrnar urðu veikar, svo að móður minni og mér þótti nauðsyn til bera að fresta brúðkaupinu eitt ár. Lítið þér á, mér fanst það nú ekki vera svo áríðandi með vigsluna, úr því búið var að lýsa, en það var nú ef til vill upp á gamla móðinn, að hugsa svoleiðis«. »Hefðir þú tekið einhverja af ættinni, mundi hún hafa látið sér það vel líka«, segir faðir minn. »Ójá«, segi ég, »ég sá að vísu, að Britu líkaði ekki þessi dráttur, en sjáið þér til, mér fanst ég nú ekki hafa efni á að halda veizlu. Við höfðum haft jarðar- för um vorið, og ekki vildum við fara að taka peninga úr bank- anum«. »Já, það var að líkindum rétt fyrir þig að bíða«, segir faðir minn. — »En ég var skrambi smeykur um, að Brita mundi verða óánægð yfir að þurfa að halda skírnarveizlu á undan brúð- kaupsveizlunni«. —- »Maður verður þó fyrst og fremst að taka tillit til efnanna«. »En dag frá degi varð Brita þögulli og fálátari, og ég velti oft fyrir mér, hvað gæti gengið að henni. Ég ímyndaði mér, að hana mundi langa heim til sín, því henni hafði ætíð þótt svo vænt um heimilið og foreldra sína. Pað hlýtur að lagast, þegar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.