Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 38

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 38
svefnherberginu innar af daglegu stofunni. Húsmóðirin ein hélt sér uppi. Hún sat við prjóna sína í daglegu stofunni. Dyrnar voru opnaðar hljóðlega og inn kom gömul kona með tvær stórar körfur á herðatré á öxlum sér. Hún heilsaði í hálfum hljóðum, settist á stól við dyrnar og tók þegjandi lokin af körfum sínum. Önnur karfan var full af tvíbökum og kringlum, í hinni var ný- bakað ilmandi hveitibrauð. Húsmóðirin kom strax til hennar og fór að kaupa. Hún kunni að visu vel að halda í skildinginn; en hún var dálítið breysk, ef hún gat náð í eitthvað ljúffengt með kaffinu sínu. Meðan hún var að velja kökurnar, fór hún að skrafa við gömlu konuna. Var henni liðugt um málbeinið, eins og flestum sem flakka bæ frá bæ og kynnast mörgum. — »Þér eruð hyggin Kaisa mín, og ég veit það er óhælt að reiða sig á yður,« sagði móðir Ingimars. »Ójá,« svaraði hin, »ef ég hefði ekki vit á að þegja yfir sumu, sem jeg heyri, mundi verða grunt á því góða milli margra.« »En stundum eruð þér nú alt of orðvör Kaisa.« — Gamla konan leit upp og skildi hvað hin fór. »Guð hjálpi mér — það er hverju orði sannara,« svaraði hún, og tárin komu fram í augun á henni. »Eg talaði við þingmannsfrúna í Bergskógi; en ég hefði átt að fara til yðar.« — »Pað er svo; þér töluðuð við þingmannsfrúna.« Með óendanlegri fyrirlitningarrödd hafði hún þetta langa orð upp eftir Kaisu. Ingimar Ingimarsson hrökk upp af svefni við að dyrnar opn- uðust ofurhægt. Enginn kom inn; en hurðin staðnæmdist í hálfa gátt. Hann vissi ekki, hvort hún hefði opnast sjálfkrafa, eða ein- hver hefði opnað hana. En syfjaður var hann og lá því kyr. Heyrði hann þá mannamál í fremra herberginu. »Segið mér nú, Kaisa mín, hvernig þið komust að því, að Brita vildi ekki eiga hann Ingimar?« sagði móðir hans. — »Nú, það kvisaðist strax, að foreldrar hennar hefðu þröngvað henni til þess,« sagði gamla konan með hægð. — »Segið þér mér nú alt af létta Kaisa; þegar ég spyr, þurfið þér ekki að vera hrædd við að segja sannleikann. Ég býst við ég þoli að heyra það, sem þér vitið.« »Ég skal þá segja yður, að í hvert skifti sem ég kom að Bergskógi um þær mundir, sýndist mér hún vera grátbólgin. Einu sinni þegar hún og ég vorum einar í eldhúsinu í Bergskógi, sagði ég við hana: »Pað er býsna laglegt gjaforð, sem þú færð

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.