Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 43
203 mun hafa gengið þarna inn býsna hryggur í huga,« sagði hann við sjálfan sig. »Eg vil ekki taka of djúpt í árinni,« bætti hann við, »en ef til vill hefur sumum, sem þarna géngu inn, ekki verið jafn- þungt um hjartaræturnar og mér, sem stend hér fyrir utan.« »Nú hefur stóri Ingimar leitt mig hingað, til að sækja brúð- ina í fangelsið,« sagði hann því næst, »en ég get ekki sagt, að litli Ingimar sé ánægður. Betra hefði honum þótt, að hún hefði gengið út gegnum heiðurshlið, og að móðir hennar hefði staðið við hlið henni og afhent brúðgumanum hana. Og síðan hefðu þau ekið til kirkjunnar með fríðu íöruneyti. Og hún hefði setið, fögur og brúðklædd við hlið honum og brosað með krónuna á höfðinu.« — Fangelsishurðin opnaðist hvað eftir annað. Fangelsisprestur- inn kom út. Húsfrú og dætur fangavarðarins komu út, og gengu áleiðis til bæjarins. Loksins kom Brita. Pegar hurðin opnaðist, tók Ingimar inn að hjarta. »Nú kemur hún,« hugsaði hann. Augu hans sigu aftur, hann varð lémagna og gat ekki hreyft sig úr spor- unum. Þegar hann fékk þrótt til að líta upp, stóð hún á stein- þrepinu fyrir utan dyrnar. Hann sá hana standa þar hreyfingarlausa eitt augnablik. Hún ýtti hattinum aftur á hnakkann, og rendi fallegu, björtu augunum yfir héraðið. Fangelsið lá hátt, og hún gat séð yfir bæinn og skógana alla leið heim til fjallanna í sveitinni sinni. Og Ingimar sá að hún fór að titra og skjálfa, eins og hún bugaðist af einhverju ósýnilegu afli. Hún tók báðum höndum fyrir andlit sér, og settist niður á steinþrepið. Hann heyrði grát- ekkann alla leið þangað sem hann stóð. Hann gekk yfir sandflötinn og staðnæmdist við hliðina á henni. Hún grét svo ákaft, að hún heyrði ekki neitt. Hann varð að bíða lengi. »Gráttu ekki svona, Brita,« sagði hann loksins. Hún leit upp. »Ó, guð minn góður! Ert þú hérna?« sagði hún. Á einu augna- bliki sá hún í anda alt, sem hún hefði brotið á móti honum, og hvað hann hlyti að hafa tekið nærri sér að koma. Hún hljóðaði upp yfir sig af gleði, fleygði sér um hálsinn á honum og fór svo aftur að gráta. »En hvað jeg hef þráð að þú kæmir hingað,« sagði hún. Hjartað fór að berjast í brjósti Ingimars, þegar hún varð honum svona fegin. »Hvað segir þú, Brita — hefur þig langað til þess?«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.