Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 47

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 47
207 að ganga í kirkjuna, voru flestir komnir í sæti sín og verið að syngja inngöngusálminn. Ingimar varð litið yfir til kvennabekkjanna, þegar hann gekk inn kirkjugólfið. Allir stólar voru troðfullir, nema einn, í honum sat ein einasta kona. Pað var Brita. Og Ingimar þóttist vita, að enginn hefði viljað setjast hjá henni. Hann gekk nokkrum skref- um lengra; svo beygði hann yfir til kvennahliðarinnar, gekk inn í stólinn og settist við hliðina á Britu. Pegar hann kom inn til hennar, leit hún upp stórum augum. Hún hafði ekki fyr tekið eftir neinu. Nú skildi hún alt í einu, hvers vegna hún sat alein í stólnum. Pá veik guðræknistilfinningin, sem áður hafði gagntekið hana, fyrir sárri hrygð. Hvar átti þetta að lenda? Hvar átti þetta að lenda? Hún hefði hreint ekki átt að fara með honum. Tárin komu fram í augun á henni. Til þess að verjast gráti, tók hún gamla sálmabók, sem lá á stólbakinu fyrir íraman hana, og fór að lesa í henni. Hún blaðaði gegnum guðspjöll og pistla, án þess að sjá nokkurt orð fyrir tárunum, sem hún gat ekki stöðv- að. Alt í einu glampaði á eitthvað rautt fyrir augum henni; var það bókmiði með rauðu hjarta á, sem lá milli blaðanna. Hún los- aði hjartað og þokaði því yfir til Ingimars. Hún sá hvernig hann faldi það í stóra lófanum sínum og stalst til að líta á það. — Alt í einu lá það á gólfinu. »Hvar á þetta að lenda? Hvar á þetta að lenda?« hugsaði Brita og grét yfir sálmabókinni. Pau fóru úr kirkjunni, þegar presturinn hafði lokið ræðu sinni. Ingimar lagði á í mesta flýti og Brita hjálpaði honum. Pegar blessun og sálmasöng var lokið og kirkjufólkið kom út, voru þau öll á brott. Báðum var því nær hið sama í hug: Sá, sem hefur drýgt þvílíkan glæp, getur ekki lifað meðal annarra manna. Bæði fundu, að þau höfðu setið í skammakrók í kirkjunni. Hvorugt okkar getur afborið þetta, hugsuðu þau. Meðan þau sátu í þessum hrygðarhugleiðingum, sá Brita alt í einu heim að Ingimarsstöðum. Hún ætlaði tæpast að þekkja bæ- inn aftur, svo skínandi rauður var hann orðinn. Henni kom til hugar, að það hefði ætíð verið viðkvæðið, að það ætti að mála húsin, áður Ingimar gifti sig Síðast hefði brúðkaupinu verið frest- að, af því hann vildi ekki kosta málninguna. Hún sá, að nú hefði hann viljað bæta sem bezt úr öllu — en svo hefði það orðið honum um megn.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.