Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 49

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 49
209 *í guðs bænum, látið þið mig fara,« andvarpaði Brita. Ingimar tók duglega upp í sig, sneri hestinum við og stökk upp í vagn- inn. Hann var leiður á öllu saman og nenti ekki að berjast við það lengur. Pegar niður á þjóðveginn kom, mættu þau hverjum hópnum af kirkjufólki á fætur öðrum. Ingimar féll það illa og beygði skyndilega inn á dálítinn skógstíg, sem áður fyr hafði verið þjóð- vegur. Hann var allgrýttur og ójafn, en vel fær fyrir lítinn ein- eykisvagn. Rétt í því hann beygði inn á stíginn, kallaði einhver til hans. Var það pósturinn með bréf, sem hann rétti Ingimar. Hann tók við bréfinu, lét það í vasa sinn og ók svo lengra inn í skóginn. I'egar hann var kominn svo langt, að ekki sást af þjóðveg- inum, stöðvaði hann hestinn og tók bréfið upp. I sama bili lagði Brita höndina á handlegg honum. »Lestu það ekki,« sagði hún. »Á ég ekki að lesa það?« — »Nei, það er ekki þess vert að lesa það.« — »Hvernig getur þú vitað það?« »Pað er frá mér, bréfið það arna.« — »þá geturðu sjálf sagt mér, hvað í því er.« — »Nei, það get ég ekki« — Hann leit framan í hana. Hún var kafrjóð, og angist skein úr augum hennar. »Eg held ég lesi nú samt sem áður bréfið það arna,« sagði Ingimar. Hann byrjaði að rífa það upp; þá reyndi hún að ná því af honum; hann togaði á móti og náði því út úr umslaginu. »Guð minn góður,« andvarpaði Brita, »á þá ekki að hlífa mér við neinu? Ingimar,« sagði hún í bænarróm, »lestu það að nokkrum dögum liðnum, þegar ég er komin á skips- fjöl.« — Hann hafði nú brotið bréfið sundur og var byrjaður að stafa sig íram úr því. Hún lagði höndina ofan á pappírinn. »Heyrðu nú, íngimar. Eað var fangelsispresturinn, sem kom mér til að skrifa það; og hann lofaði að geyma það og senda þér það ekki, fyr en ég væri komin um borð. Nú hefur hann sent það of snemma. t*ú átt ekki með að lesa það enn. Eg verð að komast burt, Ingimar, áður en þú lest það.« -— Ingimar leit reiðulega til hennar, stökk út úr vagninum, til að geta verið í næði, og fór nú að lesa bréfið. Brita var í sams konar geðshræringu og hún stundum hafði komist í á fyrri árum, þegar hún fékk ekki vilja sínum framgengt. — »Pað er ekki satt, sem stendur þar. Presturinn narraði mig til að skrifa. Mér þykir ekkert vænt um þig, Ingimar.« — Hann 14

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.