Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 52
212 ég ekki að hlæjaf Við verðum líklegast að lifa á flakki eins og húsgangar. Það ætti hann faðir minn að vita!« — »Pú hlærð að því í dag. En á vergangi getum við ekki lifað. í*að er alveg ómögulegt. Og þetta er mér að kenna.« — »Eg vona að það sé mögulegt,« sagði Ingimar, »því héðan af kæri ég mig ekki minstu vitund um neitt nema þig.« — Brita sat hrygg í huga með tárvot augu. En hann lét hana segja sér hvað eftir annað, hversu hún hefði hugsað um hann og þráð komu hans. Smámsamin varð hann rólegri, eins og barn, sem hlustar á vögguvísu. — Petta var alt gagnólíkt því. sem Brita hafði gjört sér í hugarlund. Hún hafði hugsað sér, að ef hún hitti hann, þegar hún kæmi úr fangelsinu, skyldi hún ein- göngu tala um afbrot sitt og hversu það kveldi sig, að hún var svo vond. Hún hafði ásett sér að segja honum eða móður hans, eða hverjum sem kæmi, að hún vissi vel, hve miklu lítilmótlegri hún væri en þau öll saman, og að þau mættu ómögulega halda, að hún áliti sig þeirra líka. En nú gat hún ekki sagt honum neitt af öllu þessu. Loks tók hann fram í fyrir henni og sagði stillilega: »þig langar til að tala um eitthvað við mig?« — »Ójá.» — »fú hugsar altaf um það.« — »Nótt og dag.« — »Og það beiskir alt lífþitt.« — »Pað gjörir það.« — »Talaðu nú um það við mig, þá getum við hjálpast að með að bera það.« Hann sat hjá henni og horfði í augu henni. Ótti og angist skinu út úr augum hennar, én meðan hún talaði, urðu þau smámsaman rólegri. »Nú líður þér betur?« sagði hann, þegar hún hætti. »Mér finst því vera létt af mér,« svaraði hún. »Það er af því, að nú erum við tvö um að bera það. — Nú viltu ef til vill hætta við að fara.« — »Ó, jeg vil gjarnan vera kyr,« svaraði hún. »Þá skulum við fara heim,« sagði Ingimar og stóð upp. »Það þori ég ékki,« sagði Brita. — »Móðir mín er alls ekki óviðráðan- leg,« sagði Ingimar, »ef hún einungis sér, að maður veit, hvað maður vill.« — »Ekki vil ég reka hana frá heimili sínu. Eg sé ekki önnur ráð, en að ég fari til Ameríku,« — »Ég skal segja þér nokkuð,« sagði Ingimar íbyggilega, »þú skalt ekki vera smeyk, ég veit af manni, sem hjálpar okkur.« — »Hver er það?« — »Það er hann faðir minn heitinn. Ég er viss um, að hann lætur rætast úr fyrir okkur.« Einhver kom gangandi á skógstígnum. Það var Kaisa. En þau ætluðu naumast að þekkja hana, af því hún bar ekki herða-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.