Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Side 61

Eimreiðin - 01.09.1905, Side 61
221 og ótta; átti bágt með að skilja, hvað fram færi í kringum hana, og vissi ógerla, hvað hún ætti að gera. — Séra Páll bætti við tíu krónum og leit svo framan í hrepp- stjórann. »I io krónur eru boðnar! — Býður nokkur betur? — i io krónur fyrsta, annað og..............« Hamarinn stanzaði; heiman frá bæjardyrunum var kallað með mjúkri og veikri rödd: »Fimm krónur betur!« Pað var Björg, sem hafði kallað; hún hallaðist upp að dyra- stafnum og leit niður í hlaðið, en allra augu mændu á hana. Jón leit til séra Páls; augu prestsins beindust full gremju og lítilsvirðingar til stúlkunnar einmana, sem stóð við dyrnar. Björg hafði litið upp og var einbeitt að sjá, eins og hún væri ákveðin í hvað gera skyldi. Séra Páll stamaði út úr sér: »Fimm krónur betur!« »120 krónur boðnar! — Býður nokkur betur?« »Fimm krónur til.« Aftur var það Björg, sem bauð. Séra Páli varð nú ljóst, að Björg myndi ætla sér að ná í Fálka, hvað sem hann kostaði. Nú vóru því góð ráð dýr. Hann leit fast framan í Jón, og Jón, sem var svo vel uppfræddur í þeirri ment að skilja augnaráð prestsins, gat æfinlega lesið út úr þeim vilja hans og meiningu, og í þetta skifti var hann þess fullviss, að enginn misskilningur gæti átt sér stað. Hann hneigði sig auðmjúk- lega — það hafði hann líka lært af prestinum —, sneri sér að Björgu og mælti: »Góða mín! þér er ekki til neins að bjóða í klárinn; boð þitt verður ekki tekið til greina.« »Svo-o,« sagði Björg og vöknaði um augun; hún var gersam- lega ráðþrota. Samt herti hún upp hugann og leit kaldlega til séra Páls: »Pér bannið mér þó líklega ekki að sjá hann, áður en yður verður sleginn hann?« Hún gekk ofan hlaðbrekkuna og fanst hún varla geta dregist það. Pegar hún kom dálítið niður á túnið, hneggjaði Fálki og kom á spretti til hennar. Hún stóð og hallaðist upp að makka hans; en hún strauk

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.