Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Side 62

Eimreiðin - 01.09.1905, Side 62
222 hann ekki né klappaði thonum, eins og hún hafði svo oft gert áður; hún sagði ekkert vinarorð, né brellaði hann, eins og hann átti þó að venjast af henni — en tárin streymdu niður kinnarnar og féllu ótt og títt á höfuðið á Fálka. Pað sló ánægjubrosi yfir kennimannsandlitið á séra Páli, þegar hann bætti við næstu fimm krónunum; hann taldi það víst, að hann þyrfti ekki að segja neitt frekar, Fálki væri sín eign; og hann var 1 huganum kominn á bak Fálka og lét hann renna með sig heim traðirnar að Felli. »130 krónur eru boðnar fyrsta, annað og . . .!« Aftur stanzaði hamarinn á miðri leið, og var næstum því dottinn úr höndum uppboðshaldarans, því ofan af bænum heyrðist kallað: »það er bezt að koma Fálka gamla upp í 150 krónur!« Pað varð þögn. Allir litu upp í bæjarsundið, þar sem nokkrir unglingar á tví- tugsaldri sátu. »Mér er bláföst alvara — ég bæti tuttugu krónum við, en sjálfráðir eru þið með að reka mig frá boði, ef ykkur býður svo við að horfa!« Pað var nú ekki svo hætt við því, að hann Bjarni, sonur hans Guðmundar á Hálsi — einhvers ríkasta bóndans í þeim lands- fjórðungnum — yrði rekinn frá boði, þó hann væri ekki nema á fyrsta árinu yfir tvítugt. Séra Páll leit ekki upp; í einhverri leiðslu hálfhvíslaði hann: »Og ég bæti tuttugu krónum við!« En það leyndi sér ekki á látbragði hans, að hann var að stíga dans, sem honum var ekki ljúft að stíga. »Fálki gamli er meira virði en 170 krónur; það er bezt að ég bæti þrjátíu við.« Bjarni var nú staðinn upp og horfði gletnislega framan í prest- inn. Kennimannsandlitið var horfið, en í stað þess komið annað, þrungið reiði og ógnunum. Menn fóru að brosa og henda því á milli sín, að nú væri komið fjör í uppboðið. Sumir skutu því í næsta eyra, að kapp væri í klerkinum gamla og það óvanalega mikið; ekki líkt séra Páli, að kasta krónunum þannig svo að segja út í bláinn. — »200 krónur eru boðnar! — Býður nokkur beturf« stamaði

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.