Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 63

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 63
223 Jón út úr sér, gretti sig og leit til Bjarna. »200 krónur boðnar — býður nokkur betur?« hann leit til séra Páls. »Ein króna boðin!« »201 króna boðin — fyrsta, annað og . . . .« »Nei, ég fullgeri tuginn; Fálka er minkun ger; ég bæti við níu krónum!« Séra Páll hrista höfuðið og gekk burtu. »210 krónur eru boðnar fyrsta sinn! — 210 krónur, fyrsta, annað og þriðja sinn!« Bjarni stökk ofan af veggnum; hamarinn small í skemmuþil- inu og skrifarinn bókaði: — Fálki — Bjarni Guðmundsson, Hálsi — 210 krónur. — ^Pú þykist víst eiga Fálka?« sagði Jón með fyrirlitningu. »Ójá — ekki var hann svo dýr, enda var þér ekki ljúft að slá mér hann,« sagði Bjarni og hló hæðnislega. »En finst þér nokkurt minsta vit í því, að koma svona fram á mannamótum; misbjóða sálusorgara þínum, æruverðugum prest- öldung, sem hefir komið þér í kristinna manna tölu ? fú ert svo skynsamur, að þú hlýtur að sjá, hvaða hneyksli þú hefir valdið, og hvað heldurðu, að hann faðir þinn segi, þegar hann fréttir þetta?« sEnginn er annars bróðir í leik, hreppstjóri góður; ég hafði eins mikinn rétt til þess að bjóða í Fálka, eins og sá æruverðugi, er þú talar um. — En þess vil ég geta, að þarfara muni Jóni hreppstjóra að þurka tárin, sem »sálusorgari« hans fellir af með- aumkun með fátækum munaðarleysingjum, heldur en að hreyta úr sér ónotum við saklausa menn. Hvað föður mínum viðvíkur, hefir sveitaryfirvaldið aldrei þurft að miðla málum okkar feðganna. < Jón gekk burtu án þess að svara nokkuru. Bjarni gekk norður fyrir bæinn, stóð þar dálitla stund, eins- og hann væri á báðum áttum, hvað hann ætti að gera; svo varð honum litið niður á túnið og um leið hvarf allur efi; hann gekk í hægðum sínum ofan hlaðvarpann og niður völlinn. Björg stóð enn þá hjáFálka; hún var hætt að gráta, en kulda- hrollur fór um hana alla. Hún tók ekkert eftir manninum, sem kom; var svo niðursokkin í hugsanir sínar, að hún vissi um fátt, sem fram fór. Og hugleiðingar. hennar vóru svo djúpar og fjötr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.