Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 64
224 aðar, að sál hennar komst ekki að neinum enda. Henni fanst ásælni og yíirgangur vera það eina, sem hún ætti upp frá þessu að umgangast — úr því fokið væri í öll skjól með það, að hún gæti eignast Fálka. Hún fann til sárrar gremju, þegar hún hugs- aði um Jón. Hún fann það vel, að hún var umkömulaus stúlku- garmur — óþroskuð, fákunnandi og lítilsmetin af öllum. Henni fanst kalt vatn renna milli skinns og hörunds, þegar hún rendi huganum í áttina til séra Páls sem eiganda Fálka; hún hafði svo oft heyrt talað um, að meiri hestafantur myndi vart finnast en prestur- inn; hann brúkaði þá illa og tímdi svo ekki að gefa þeim ærlega tuggu — og það var nokkuð, sem Fálk'i átti sízt skilið, að eyða dögum sínum hjá slíkum manni. En hvað gat hún gert? — Ekki neitt meira; hún hafði gert sitt ýtrasta til þess að ná í hann — en ekkert dugði. — »Jæja, Fálki minn, þá er ég nú orðinn húsbóndi þinn.« Björg hrökk við þegar hún heyrði talað, hristi hárið frá aug- unum og leit upp. Bjarni á Hálsi eigandi Fálka? — Pað var ómögulegt? — Gott, ef svo væri. — »Svo-o, hreptir þú hann?« sagði Björg og leit til hans; aug- un vóru barnsleg og þrútin, grátblandin viðkvæmni í röddinni. »Ójá; ég var að stríða prestinum,« sagði Bjarni og brosti ofur góðlega til Bjargar. Svo varð þögn; Bjarni strauk lendina á Fálka; hann var sýni- lega í vandræðum, sem hann hristi þó af sér og mælti hlýlega: »Allir hlutir eiga sér orsök, og einnig það, að ég skuli vera orðinn eigandi Fálka. Pegar þeir félagar Jón hreppstjóri og séra Páll vísuðu þér frá boði, greip mig sú löngun að hjálpa þér. Ég leit svo eftir, að það eina, sem þig langaði til þess að eignast úr búinu, væri Fálki, þess vegna keypti ég hann og er nú hingað í þeim erindum kominn, að láta þér hann eftir, svo framarlega sem þú vilt þiggja hann.« Bjarni þagnaði; hvorugt hafði litið upp á meðan hann talaði. Bjarni leit upp og horfði á Björgu, sem virtist stara eitthvað út í bláinn. »Viltu þiggja hestinn og taka við honum, sem dálítilli vinar- gjöf frá mér?« Björg skildi ekki í neinu, gat ekki trúað sínum eigin eyrum; hún hélt að enginn væri til, sem fyndi til meðaumkunar með sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.