Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 71

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 71
231 áfram í heiminum. Veitir trúin á Jesúm Krist fulltingi til þess eða er hún því til fyrirstöðu?* í 2. kaflanum sýnir höf. fram á, að tímanleg blessun sé líka einn þátturinn af þeim kærleika, sem guð láti lýð sin- um í té. Allar mótbárur gegn því séu eintómar grýlur. í 3. kaflan- um talar hann um áhættu trúarinnar. í því efni er »þrent, sem hann játar fúslega: að trúin á Krist dregur alt af úr og hreinsar löngun hvers manns til að komast áfram í heiminum; að trúin ábyrg- ist aldrei neinum manni að hann komist áfram í heiminum; og að trúin getur öðru hverju orðið mönnum farartálmi hér í heimi.« Sakir þess »hefir trúin frá tímanlegu sjónarmiði sína áhættu í för með sér.« En ef einhver ber eigi áræði til að leggja sig í þessa hættu, þá er hjarta hans eigi rétt fyrir drotni. í 4. og 5. kaflanum sýnir hann fram á, að trúin veiti frábært fulltingi í mörgum greinum til að komast áfram í heiminum, því lífið í guði sé stoð og styrkur í stundlegum efnum, þrátt fyrir alla áhættu trúarinnar. í því efni kallar hann bæði ritninguna og reynsluna til vitnisburðar. Hann tekur dæmi úr sögu kirkjunnar (Húgenottar, Haugíanar, Kvekarar), þjóðanna (»dóm- araöldin« í sögu Gyðinga, Frakkar, Englendingar), borganna og stéttanna. Öll þessi dæmi eiga að sanna málstað hans. í 6. kafl- anum skýrir hann dæmi þessi og sýnir fram á, að trúin geri manninn ráðvandan, miskunnsaman, bindindissaman, starfsaman, sunnudagsrækinn og andlega öruggan, ríkan og sterkan. En sá, sem þessum mannkostum er búinn, er ekki aðeins vel hæfur til guðsríkis annars heims, heldur öðlast hann og öðrum fremur dug til baráttunnar fyrir lífinu hér á jörðu. í næstu 6 köflunum (7.—12.) rannsakar höf., »bæði hve samband þessara mannkosta við trúna er nauðsynlegt og hvers virði þeir eru til framkvæmda þeim, sem vilja komast áfram í heiminum.« Þessir 6 kaflar eru því um þýðing ráð- vendninnar, miskunnseminnar, bindindisseminnar, iðn- innar, sunnudagshvíldarinnar og samvizkufriðarins og for- sjónarinnar. Bók þessi er ritin af mikilli mælsku, eftir því sem alment er kall- að. Margar málsgreinar í henni eru ljómandi fallegar. En búningur hennar er stundum svo mikið orðskrúð, að efnið verður borið ofurliði. Auk þess er bókin nokkuð laus í sér að byggingunni til. Höf. virðist og sjálfur hafa fundið til þessa, því seinasti kafli hennar er skýring á því, hvað hann hafi viljað segja. Vér tökum kafla þann orðréttan hér upp til þess, að sýna bæði rithátt og tilgang bókarinnar með orðum höfundarins sjálfs: »Hvað ég hefi viljað? Og hvað hefi ég nú sagt — eða að minsta kosti viljað segja? Að trúin á þig, drottinn minn og guð minn, er eil(f sæla. En ekki það eitt, heldur líka það, að hún er stundlegur ávinningur, — hjálp á þúsund vegu til framfara í heiminum. í’að hefi ég viljað segja; — það hefi ég viljað játa. Ég hefi ekki viljað neita því, að menn geti vel komist áfram í heiminum án trúar. Vér höfum það einmitt fyrir augunum. f’eir eru til, sem baða í rósum, — og sjá! þeir eru sannfæringarlausir lithvirf- ingar, bragðarefir, afsleppir álar og gráðugir gammar og — ekkert annað.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.