Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Neytendur DV gerirverðsamanburð ábifreiðaskoðun: Mestur verðmunur á endur- og söluskoðun - ekki útilokað að verðið lækki hjá Bifreiðaskoðun íslands „Þetta hefur farið mjög vel af stað. Við skoðuðum t.d. 31% af þeim öku- tækjum á höfuðborgarsvæðinu sem voru skoðuð sl. mánudag og það gaf okkur góða von um framhaldið,“ sagði Gunnar Svavarsson hjá Aðal- skoðun hf., nýju bifreiðaskoðunar- stöðinni í Hafnarfirði. „Við höfum þó því miður þurft aö vísa fólki frá vegna þess að við getum ekki boðið ákveðna þjónustu vegna einkaleyfisþjónustu Bifreiðaskoðun- ar íslands. Þeir hafa t.d. einkaleyfi á útprentun skráningarskírteinis, eig- endaskiptum, númeraplötusölu, númerainnlögn og númeraúttekt, nýskráningu og afskráningu," sagði Gunnar. Hann tók þó fram að frá og með mánudeginum hefði Aðalskoð- un leyfi til að innheimta bifreiöagjöld svo þeir þurfi ekki að vísa fólki frá vegna þess. „Við leggjum ríka áherslu á þjón- usturýmið, að fólk geti setið hér inni í salnum í huggulegheitum, fengið sér kaffi og lesið blöðin á meðan það bíður,“ sagði Gunnar. Enginn gæðamunur „Janúar er alltaf mjög daufur mán- uöur svo við höfum lítið orðið varir við breytingu f kjölfar aukinnar sam- keppni," sagði Karl Ragnars, fram- kvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar ís- lands (BSKÍ). „Samkeppnin fer fyrst og fremst fram á grundvelli góðrar þjónustu, góðs viðmóts og verðs því það á ekki að vera gæðamunur á milli samkeppnisaðila. Faggildingin sem krafist er á að tryggja að allir þeir aðilar sem stunda þessa starf- semi geri það eins og til er ætlast. Við höfum verið að þróa vinnubrögð okkar sl. 6 ár og teljum okkur hafa verið að gera það góða hluti að fólkið vilji koma til okkar aftur.“ Útilokar ekki lækkun Aðspurður hvort skoðunargjaldið Almenn skoðun 6% BSKI Aðalskoðun hf. Endurskoðun 27% Söluskoðun 222% Venjuleg Vélaskoðun Samfara Venjuleg skoðun alm. skoðun skoöun komi eitthvað til með að lækka í kjölfar aukinnar samkeppni sagði Karl það ekki útilokað. „Það hefur engin ákvörðun veriö tekin um það en þegar það er komin samkeppni á höfuðborgarsvæðinu er kannski hæpið að við getum haldið uppi svo háu verði i Reykjavík að við getum niðurgreitt landsbyggðina. Við höf- um hreinlega ekki treyst okkur til aö lækka hingað til því hagnaður af höfuðborgarsvæðinu hefur ekki dug- að til að greiða niður tapið á lands- byggðinni," sagði Karl. 6-222% verðmunur Sex prósenta verðmunur er á al- mennri skoðun hjá þessum tveimur aðilum. Hún kostar 2.750 kr. hjá Að- alskoðun en 2.910 kr. hjá BSKÍ. Inni í þessum upphæðum er svokallað mengunarmælingargjald (290 kr. hjá Aðalskoðun og 330 kr. hjá BSKÍ) en það er ekki innheimt af dísilbílum. Mun meiri verðmunur er á endur- skoðun, eða 27%, en þar eru einung- is þeir hlutir athugaðir sem eitthvað var að. Þar tekur Aðalskoðun 790 kr. en BSKÍ 1000 kr. Báðir aðilar framkvæma svokall- aöa söluskoðun, eða ástandsskoðun og er munur á hæsta og lægsta verði 222%. Hjá Aðalskoðun hf. er hún ígildi almennrar skoðunar en auk þess er ástand vélarinnar metið og lakk- og ryðskemmdir. Slík þjónusta kostar 1.150 krónur. Hjá BSKÍ er boðið upp á þrenns konar söluskoð- un, venjulega skoðun sem kostar 3.700 krónur, söluskoðun samfara aðalskoðun sem kostar 2.090 kr. og vélarskoðun eingöngu sem kostar 2.500 krónur. Að sögn Karls er sölu- skoðunin viðameiri en almennt ger- ist á bifreiðaverkstæðum. Hvað á að taka með? Nú er svo komið að fólk þarf ekki að hafa neitt með sér þegar það fer með bílinn í skoöun. Báðir aðilar geta athugað hvort tryggingar og bif- reiðagjöld/þungaskattur hafi verið greidd svo óþarfi er að koma með slíkar kvittanir en samkvæmt lögum eiga þó allir að vera með skráningar- skírteinið í bílnum. Skoðunin tekur að meðaltali 20 mínútur hjá BSKÍ en 15 mínútur hjá Aðalskoðun. Aöalskoðun hf. er opin frá 7.30- 19.30 en BSKÍ frá 8-16 og fullyrða báðir aðilar að hægt sé að fá tíma samdægurs, eða daginn eftir að pant- að er. Frá mai til áramóta lengist afgreiðslutími BSKÍ á miðvikudög- um og fimmtudögum til kl. 19. urheyra Nú býðst lesendum neytenda- síöunnar loksins tækifæri til aö tjá sig eöa spyrjast fyrir um ýmis mál tengd neytendum með því að hringja í símatorg DV, Síminn er 99 1500 og svo þarf að veija 2 fyr- ir neytendur. Þetta er upplagt fyrir þá sem vifja t.d. koma á framfæri ábendingum eða spum- ingum varðandi óvenjulega við- skiptahætti, verðbreytingar, sniðug húsráð, uppskriftir, mat- aræði eða annað. Mínútan kostar 39,90 kr. Hröð bifreiða- skoðun Bifreiöaskoðun íslands hefur í bígerð að bjóða upp á eins konar hraðþjónustu í bifreiðaskoðun fyrir fólk sem vill helst ekki þurfa að panta tíma eða þarf að komast að strax, t.d. þegar númerin hafa verið klippt af. Þetta gildir um 20-30% viðskiptavinanna. „Það verður sérstök braut fyrir þetta fólk þar sem skoðunin tekur ein- ungis 10 mínútur. Fólk getur þá alltaf séð hversu margir bílar bíða og reiknað út sjálft hversu langan tíma það tekur að komast að,“ sagði Karl Ragnars, fram- kvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar íslands. Hann sagði fólkið verða afgreitt í sérstakri lúgu svo það þurfi ekki aö fara út úr bílnum nema rétt á meðan á skoðuninni stendur. Karrífiskur með skyri Hér kemur ein heilsusamleg uppskrift fyrir íjóra en í henni eru einungis 550 hitaeiningar. 500 g fiskflök sítrónusafi 1 laukur 200 g skyr (ósætt) 1-2 tsk. karrí Setjið fiskflökin í eldfast mót og hellið sítrónusafa yfir. Skerið laukinn í sneiðar og leggið yfir fiskinn. Hrærið karrí og skyr saman og setjið ofan á fiskinn. Bakið í ofni við 200" C i 30 min. Berið fram með kartöflum og hrásalati Sérfræðingar svara spumingum DV: Allt um nýju lögin Ný bifreiðaskoðunarstöð, Aðalskoðun hf., var opnuð i Hafnarfirði þann 12. janúar sl. og bjóða eigendur hennar m.a. 6% iægra verð á bifreiðaskoðun en Bifreiðaskoðun íslands. DV-mynd ÞÖK Heilsuhlaðborð í Fj arðarkaupum „Við erum bara að fylgja tíðarand- anum, fólk spáir mikið í heilsuna og þ.a.l. heilsufæði þessa dagana,“ sagði Sveinn Sigurbergsson, kaupmaður í Fjarðarkaupum, í samtali við DV. Fjarðarkaup ætla að bjóða viðskipta- vinum sínum upp á sérstakt heilsu- hlaðborð næstu tvær vikumar þar sem veittur er 10-20% afsláttur af alls kyns heilsuvörum. Það eru 12-14 fyrirtæki sem standa að þessu fram- taki en jafnframt munu þau vera með daglegar kynningar á vörum sínum. Á hlaðborðinu er m.a. aö finna margs konar vítamín, morgunkom, matar- olíur, fæðubótarefni, baunir, kex og te, svo eitthvað sé nefnt. Sigurður Þórðarson frá Eðalvörum stendur hér við heilsuhlaðborðið og kynnir heilsuvörur. DV-mynd GVA Þau Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og höfundur nýju laganna um fjöleignarhús og nýju húsaleigulaganna, og Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir lögfræðingur halda áfram að svara spurningum lesenda varðandi lögin. Þeim sem vilja koma með spurn- ingu er bent á að hringja í síma 99 1500, velja 2 fyrir neytendur og lesa inn spuminguna. Mínútan kostar 39,90 krónur. Einnig er hægt að senda okkur bréf: Spurt og svarað, Neytendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Svörin veröa birt hér á neytendasíðunni næstu föstudaga. 1. Hefur stjórn í fjölbýlishúsi heimild til að samþykkja afnot utanaðkom- andi einstaklinga á sameign hússins? Afnot annarra en eigenda af sameign hlýtur að heyra til algjörra undan- tekninga. Húsfélagsfundur er æðsta vald í málefnum húsfélags og getur breytt ákvörðun stjómar með V, hluta atkvæða. Ég tel að einfaldur meirihluti eigenda á húsfundi geti einnig tekið t.d. ákvörðun um afnot annarra en eigenda á sameign en aftur á móti mikið álitamál hvort stjómin geti tekið shka ákvörðun. Stjórn húsfélags á að sjá um fram- kvæmd, viðhald og rekstur sameign- arinnar og önnur sameiginleg mál- efni í samræmi við ákvæði laga og ákvörðun húsfundar. Henni ber að reka sameignina og ávaxta fjármuni húsfélagsins á ábatasaman og trygg- an hátt en rausnarskap eða vinar- greiða verða stjórnarmenn að ástunda fyrir eigin reikning og kosta sjálfir. Taíd stjómin ákvarðanir sem era á gráu svæði getur hver eigandi, sem er ósáttur, skotið málinu til hús- fundar. 2. Er einhver lágmarksleigutími og þá hver? Almennt gilda engar reglur um lágmarksleigutíma, þar gildir samningsfrelsið. Hins vegar gilda húsaleigulögin ekki um skammtíma- leigu á húsnæði þegar leigugjald er miðað við 2-3 mánuöi, viku eða enn skemmri tíma. Ekki þarf þó mikið til að samningur falh undir lögin, t.d. ef hann er endumýjaður eða fram- lengdur samanlagt í lengri tíma. Skil- yrði húsaleigubóta er hins vegar að samningur sé til 6 mánaða eða leng- ur. 3. Er íbúðareigandi eitthvað tryggð- ur gegn skemmdum sem leigjandi kann að valda? Leigusali á rétt á því að krefjast tryggingar fyrir leigu- greiðslum og skaðabótum áður en hann afhendir húsnæðið. Ef hann gerir það eru hagsmunir hans yfir- leitt tryggðir en ella ekki. Trygging getur t.d. verið í formi sjálfskuldar- ábyrgðar eða tryggingafjár. Lögin mæla svo fyrir að tjón á húsnæði, sem er bótaskylt skv. skilmálum húseigendatrygginar, skuli leigusali ætíð bera ef um íbúðarhúsnæði er að ræða. 4. Er einhver fastur leigutaxti eða er verðlagning frjáls/samningsatriði? Þar gildir samningsfrelsiö sem þó er þeim takmörkunum háð að leigan skuli vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Er þá miðað við mark- aösleigu sambærilegs húsnæðis. 5. Hvað á leigusali að gefa leigutaka langan frest fram yfir gjalddaga til að greiða? Leigusali hefur rétt á að rifta leigusamningi ef leigjandi greið- ir ekki á réttum gjalddaga og sinnir ekki innan 7 sólarhringa skriflegri áskorun leigusala um greiðslu, enda hafi slík áskorun verið send eftir gjalddaga og leigusali þar tekið fram að hann muni beita riftunarheimild sinni. Leigusala er þó í sjálfsvald sett hversu langan frest hann veitir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.