Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 28
36 Stefán Guðmundsson. Kunna ekki að stýra prófkjöri ...Mér flnnst það alveg með ólíkindum að menn skuli ekki geta stýrt prófkjöri. Ég sem gam- all keppnismaður vil taka þátt í baráttu en það verður að fara eft- ir reglum. Upphaflega áttu trún- aðarmenn að annast framkvæmd prófkjörsins en síðan var próf- kjöriö bara opnað. Menn gátu kallað til fólk til að fara með próf- kjörsgögn út og suður...“ segir Stefán Guðmundsson í Alþýðu- blaðinu. Tók þátt vegna þess að ég er á móti „Ég tók þátt í prófkjöri framsókn- armanna, það er rétt. Og ástæðan er einfaldlega sú að ég er á móti svona opnum prófkjörum. Ég vildi með þessu sýna fram á fár- ánleik þeirra," sagði Jón Ormar Ormsson á Sauðárkróki í DV: Ummæli Með áskrift að verkefnum „Það er ákaflega óeölilegt að á sama tíma og ýmsir aðilar eru að berjast af mildlli hörku í útboð- um hjá Innkaupastofnun til að fá smáverk upp á 2-3 miUjónir geti einn aðili sem enginn þekkir ver- ið með áskrift upp á 40-50 mflljón- ir...“ segir Alfreð Þorsteinsson í DV. Fór að dæmi Ingemar Johanson „... En gegn þessu óvænta höggi sem Norðmenn greiddu okkur með kanadískum boxara urðu íslendingar að bregðast skjótt og fast við... Það var pólitísk og embættisleg skylda utanríkisráð- herrans að fara að dæmi Ingemar Johanson og senda boxaranum að westan snoppung engu minni á móti,“ skrifar Össur Skarphéð- insson í Alþýðublaðið. Skóflað úr öldunum „Hvílíkur veðurhamur. Það var eins og verið væri að skófla úr öldunum hér í dag. Ég hef ekki séð svona á 27 ára sjómanns- ferli... Ég get ekki ímyndað mér að meiri vindur sé tfl,“ segir ívar Gunnlaugsson skipstjóri í DV. Siðferði stjómmála Siðfræðistofnun íslands gengst fyrir málþingi um siðferði stjórn- mála. Fjallað verður um mikil- vægustu dygðir stjórnmála- mannsins? Hvaöa siðfræöilegu kröfur eru geröar og á að gera tfl stjómmálamanna? Er ástæða til að stjómmálamenn skrái siöa- reglur sínar? Málþingið er haldið í Odda, stofu 101, oghefstkL 13.00. Það er öflum opið. Fundir Hringdans fjölskyldunnar, vlð hvern dönsum vlð? Sólstöðuhópurinn gengst fyrir lyrirlestri í Norræna húsinu á morgun kL 13.00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Hringdans fjöl- skyldunnar, við hvem dönsum við? Fyrirlesari er Sigurður Ragnarsson sálfræðingur. Eftir fyrirlesturinn verða pallborðs- umræður. FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Allhvasst fyrir norðan Vaxandi austan- og síðar norðaust- anátt, allhvasst norðan- og austan- lands síðdegis en sums staðar hvas- Veðrið í dag sviöri í nótt. Suðvestan til verður heldur hægari vindur. Á Austur- og Norðausturlandi veröur slydda eða rigning síðdegis, él norðvestanlands en léttir heldur til suövestanlands. Veður fer heldur hlýnandi um landið austanvert. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan og norðaustan kaldi en norðan og norðaustan stinnings- kaldi eða allhvasst í kvöld og nótt. Skýjað meö köflum. Hiti -1 til +2 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.35 Sólarupprás á morgun: 10.41 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.51 Árdegisflóð á morgun: 09.08 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 I morgun: Akureyri alskýjaö 0 Akumes alskýjað 5 Dolungarvík skýjaö 1 Kefla víkurílugvöUur léttskýjað 0 Kirkjubæjarklaustur skúr 1 Raufarhöfn þokumóða 2 Reykjavík skýjaö 2 Stórhöfði úrkoma í grennd 3 Bergen alskýjað 7 Helsinki léttskýjað -5 Kaupmannahöfn þokumóöa 1 Stokkhólmur skýjaö 1 Þórshöfn rign. ásíö. klst. 4 Amsterdam rigning 9 Berh'n skýjaö -2 Feneyjar þokumóöa 2 Frankfurt skýjaö 2 Glasgow skýjaö 2 Hamborg rign. ásíð. klst. 4 London skúr 6 LosAngeles alskýjað 12 Lúxemborg skýjað 5 Mallorca léttskýjað 12 Montreal alskýjað 2 New York þokumóöa 4 Nice skýjað 6 Orlando léttskýjað 13 París rigning 9 Róm þokumóða 2 „Við höfum fengið góðar viðtökur og síðan viö opnuðum höfum viö verið meö um 30% af skoöunum á höfuöborgarsvæðinu, sem er mjög gott og meira en við stefndum aö, en það eru örugglega margir sem eru að klappa okkur á öxlina og hvetja okkur að halda áfram," seg- ir Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Aðalskoðunarinnar hf. sem opnuð var fyrir um viku, en hingaö tfl hefur Bifreiöaskoðun Maður dagsins íslands verið einráð á þessum markaði. Gunnar sagöi að hugmyndin hefði kviknað i haust: „Ég starfaði hjá Bifreiöaskoöun íslands sem verkfræöingur á tæknideild í tvö ár og sá um fræðslumál og tók þátt í uppsetningu á gæðakerflnu. Ég fór því í gegnum allt þetta ferli sem þarf til. Eftir aö ég hætti hjá Bif- reiðaskoðuninni starfaði ég við ráögjöf en ég hafði unnið áður sem ráðgjafarverkfræðingur. Ég var síðan hvattur af mönnum í mínum heimabæ, Hafnarfirði, að skoöa Gunnar Svavarsson. möguleikana á að stofna bifreiða- skoðun. Ég settist niður ásamt fleiri til að skoða málin og upp úr þessum viðræöum var hlutafélagið stofnaö. Það var ákveðið að gera þetta hratt og setja tímamörk og viö þaö var staðiö.“ Gunnar sagði að Aðalskoðunin gæti ekki sinnt allrí skoðun: „Við á öxlina getum því miöur ekki veitt alla þjónustu er varðar skoðun og skráningu ökutækja þar sem Bif- reiðaskoðun íslands hefur einka- rétt á stórum hluta skoðunar. Við erum með lögbundna aöalskoðun og bjóðum upp á ástandsskoðun, en Bifreiðaskoðun íslands hefur einkaleyfi á nýskráningum, eig- endaskiptum, númeraskiptum, af- skráningu og sérskoöun á breytt- um jeppum. Viðskiptavinir okkar hafa undrast þetta og sumir orðíð fyrir óhagræöingu út af þessu en við höfum bent á þetta opinberlega og Samkeppnisstofhun benti einnig á þetta x álitsgerð." Gunnar Svavarsson lauk verk- fræðiprófifrá Háskóla íslands 1988. Eginkona hans er Hrönn Ásgeirs- dóttir, kennari við Hvaleyrarskóla, og eiga þau þrjú börn. Gunnar sagðist lítið hafa getaö sinnt áhuga- málunum að undanfórnu en hann hefur áhuga á útiveru og skokkar: „Ég er búinn að taka þátt í hálf- maraþoni þrjú ár í röð og var ein- mitt aö segja við strákana hér aö nú þyrfti ég aö fara að hlaupa því þaö væru ekki nema átta mánuðir í Reykjavíkurmaraþonið.“ Myndgátan &Cj< © IIZ5 Blak og handbolti Það er ekki mikið um að vera í keppnisíþróttum í dag, en það er aöeins lognið á undan stormin- um, þvi mikið verður um að vera um helgina i keppnisíþróttum. Blakmenn eiga þó enga hvíld í íþróttir kvöld en þrír leikir eru fyrirhug- aðir. í Neskaupstað fer fram í 1. deild karla viðureign Þróttar, Neskaupstað, og Þróttar i Reykja- vík. Hefst leikurinn kl. 20.00. Strax á eftir þessari viðureign, eða kl. 21.30, hefst viðureign Þróttar, N„ og Víkings í kvenna- flokki. I Vogaskólanum fer fram eínn leikur í 2. deild karla. B-lið Þróttar úr Reykjavík keppir við Hrunatnenn. Hefst leikurínn kl. 19.30 í 2. deild í handboltanum fer fram einn leikur í kvöld á Akur- eyri. Heimamenn í Þór leika gegn Keflvíkingum og hefst leikurinn kl. 20.30. Skák Rússinn Mikhail Krasenkov sigraöi á árlega Rilton-Cup skákmótinu sem fram fór í Stokkhólmi um áramótin. Hann hlaut 7,5 v. af 9 mögulegum en sex skák- menn deildu 2. sæti meö 7 v., þar á meö- al gamla kempan Mark Tajmanov. í þessari stöðu frá mótinu hafði Bryn- ell svart og átti leik gegn Hartman: .X # i lilii 1 6 5 i i fi 4 Jl 3 A %'Jt 2 & & x a s B H 25. - Hxg3! 26. Dxg3 Dxe4 27. Dg8+ Ke7 28. Dxa8 Hvítur bítur á agniö en nú er drottningin úr leik og svartur fær spúnn- iö mátnet. 28. - De5 +! 29. Kh3 Ef 29. Kgl er drottningarhrókurinn valdalaus. 29. - Rf4 + 30. Kg3 Rd3 +! 31. Kf3 Bc6 + 32. Kg4 Rf2+ 33. Kh2 Dg5 mát! Jón L. Árnason Bridge Louis Vegsund er gamalreyndur spilari frá Noregi sem þykir hafa afburða færni í úrspilinu. Hann á heiðurinn af snjöllu úrspili í þessu spili. Sagnir gengu þannig með Vegsund í suðursætinu, austur gjaf- ari og enginn á hættu: * K109 V Á109853 ♦ -- + KG94 * G652 V DG7 ♦ 2 + D6532 N V A __S ♦ 3 V 64 ♦ KDG108764 + Á7 Hús komið undir hamarinn Eybo*-*- Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. ♦ ÁD874 V K2 ♦ Á953 + 108 Austur Suöur Vestur Noröur 5* Dobl Pass 5 G Pass 6+ p/h Félagi Vegsunds í noröur hafði hug á slemmu eftir dobliö og sagði fimm grönd til þess að fá Vegsund til þess aö velja lit. Vestur spilaöi út tígultvisti í upphafi og Vegsund sá aö þaö var bjartsýni að gera ráö fyrir góöri legu í tromplitnum. Hann gerði sér fyrirfram ákveðna spila- áætlun, var nokkuð viss um aö vestur ætti einspil í tígli og ákvað aö gera ráð fyrir hjartalengd í vestri (3 eöa 4). Til þess aö framfylgja spilaáætlun sinni, trompaöi hann! meö spaðaníu í upphafi, spilaði hjarta á kóng og síðan spaöa á tíuna! Næst kom spaðaás, hjartaás, hjarta trompaö, trompin tekin af andstöðunni og tveimur laufum hent í blindum. Síðan kom lauf á gosann og þá var gott aö eiga tígulásinn eftir heima til aö vernda sig í þessari stööu. Austur komst inn á laufás- inn en afganginn af slögunum átti Veg- sund. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.