Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SÍMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Jarðskjálftar í Japan Meðan athygli íslensku þjóðarinnar hefur beinst vest- ur í Súðavík og að þeim hörmungum sem þar dundu yfir hafa náttúruhamfarir hinum megin á hnettinum ekki verið síðri. Jarðskjálftar skóku borgina Kobe í Jap- an til grunna. Eyðileggingin er ægileg. Tala látinna er nú komin í íjögur þúsund manns og enn er hundraða saknað. Tugþúsundir fólks eru heimihslausar og segja má að í borginni ríki neyðarástand eins og það getur verst orðið. íslendingar skilja þessar hörmungar betur í ljósi þeirra tilfinninga og geðshræringar sem snjóflóðið í Súðavik hefur vakið upp. Við skynjum nálægð atburðanna hér heima og missir barna og kvenna og hvers einstakhngs kemur við okkur eins og um ástvini sé að ræða. Við getum því sett okkur í spor Japana og þeirrar ólýsanlegu sorgar og upplausnar sem fylgir í kjölfar þeirrar tor- tímingar sem jarðskjálftamir hafa í fór með sér. Japanir eru ekki óvanir jarðskjálftum. Þeir þekkja hættuna og eru komnir þjóða fremst í tækni og viðbún- aði gagnvart afleiðingum jarðskjálfta. Engu að síður hef- ur þessi sterki jarðskjálfti í Kobe valdið slíkum usla og tjóni að japanska þjóðin stendur nánast ráðalaus frammi fyrir eyðileggingunni. Hús hrynja eins og spilaborgir, ekki er hægt að ráða niðurlögum elda vegna vatnsleysis og stjómleysi er ahsráðandi. Aht þetta bendir til að hvorki styrkleiki húsa, forvamaraðgerðir né almanna- vamir hafi verið í stakk búin th að mæta skjálfta sem mældist 7,2 á Richter. Enn á ný kemur í ljós að mannskepnan má sín harla hths þegar náttúmöflin eru annars vegar. Hvorki snjó- flóð né jarðskjálftar fara eftir neinum leikreglum, né heldur gera boð á undan sér. Ógnarafl snjóalaga og skjálftar úr iðmm jarðar feykja burtu og tæta í sundur mannvirki, viðbúnað og mannanna viðleitni th að varast slíkar hamfarir. Máttur tækni, þekkingar og mannlegra vitsmuna er hjóm eitt og vita gagnslaust í þeim hhdarleik. Snjóflóð í Súðavík og kraftur jarðskjáhta í Kobe, nátt- úruhamfarir sitt hvorum megin á jarðarkringlunni, segja okkur að hvergi er maðurinn óhultur fyrir duttiungum veðurs, lands eða eldsins í iðrum jarðar. Hættur og háski leynast hvarvetna. Og koma okkur jafnan á óvart. Þetta er áhættan sem við tökum og þetta er fómin sem við verðum að færa. Þetta er sömuleiðis hugsunin á bak við ummæh sumra þeirra sem björguðust naumlega undan snjóflóðinu í Súðavik. Við fórum aftur, við byggjum upp aftur, segja þeir sem skynja þessa endalausu ögrun milh lífs og dauða. Við gefumst ekki upp. Japanir byggja land sem þekkir jarðskjálfta og eldgos. íslendingar búa við hættur snjóflóða, sjóskaða og jarð- hræringa. Þessar ólíku þjóðir eiga það sammerkt að ganga á vit þessara örlaga og bjóða þeim birginn og vhja hvergi annars staðar vera. Fólkið sem hefur farist í jarð- skjálftunum í Kobe og htlu bömin sem létust í Súðavík em fómarlömbin í þetta skiptið. Já, allir þeir sem fómst em hold af okkar holdi. Þeir em líf af okkar lífi sem nú hefur verið kippt í burtu. Áfram munum við færa fóm- ir, óbætanlegar fómir, því náttúran er óútreiknanleg. En fómimar em jafnframt áskoranir um að gefast ekki upp og halda áfram að vera th í þeim heimi sem við höfum kosið okkur. Sá heimur er hver sú borg í Japan og hver sú Súðavík á íslandi sem náttúröfhn skekja. Minning hinna látnu er tákn þess merkis sem aldrei má faha. Það má ekki gerast að fómir þeirra verði th einskis. Við gefumst ekki upp. Ehert B. Schram „Rússar eru að skjóta Grosní í rúst... “ en þekkir einhver hernaðaraðferðir Rússa? Man einhver meðferð Stalins á Tsjetsjenum?" Hérna haf a þeir hitann úr Svo segir í kaldranalegri ís- lenskri þjóðsögu um konu sem fannst frosin til dauðs við árar í róðrarbát í nausti. - Sama mætti segja um þá fréttamenn sem stunda þá iðju að fræöa almenning um atburði utanlands. Þeir róa sér til hita á þurru landi og verða að treysta því, sem þeim er sagt, sem oft er í mesta lagi hálfsannleikur, stundum vísvitandi lygi, samanber Persaflóastríðiö. Ekki svo að skilja að fréttamenn séu betur settir eftir nokkurra daga vist á staðnum. Af því hef ég tals- verða reynslu. Það eina sem menn geta gert er að vitna í það sem ein- hver annar sagöi, hvenær og hvar, og við hvern. Það í sjálfu sér er gamalgróin fréttamennska og dug- ar fyrir þá sem sætta sig við að róa þurrum árum enda þótt enginn sé neins vísari eftir. Þetta er sá fréttaflutningur sem nú er allsráðandi og kallast „pró- fessjónal". Ég persónulega biðst undan og þaö er min trú að blaða- lesendur séu ekki eins skyni skroppnir og það efni sem þeim er boöið upp á virðist benda til að rit- stjórar þeirra haldi. KjaUaiinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður finna? Á fjarritum fréttastofanna eru grundvallarupplýsingar, en þær einar sér duga skammt. Til að vinna úr þessu upplýsingaflóði þarf þekkingu sem kemur ekki af sjálfu sér. Kunnátta í erlendum tungum er vitaskuld forsenda en miklu meira þarf til að ritstýra fyr- ir íslendinga því sem meta skal athyglisvert. Fáir eru nógu sjálfstæðir í hugs- un til að reyna það á eigin spýtur sem leiðir til þess að í íslenskum fjölmiðlum eru sömu fréttir og í Dubuque í Iowa. Þetta er kjarni málsins. Bandarískir fréttamenn í Kúveit skrifuðu fyrir sitt fólk í Baton Rouge eða Oshkosh og þeirra fréttamat var gleypt hrátt á ís- landi. BBC útvarpar fréttum til fyrrum nýlendna á Indlandi eða í Áfríku, sem síðan verða stórfréttir „Enginn minnist á Berlín, Búdapest eöa Prag enda þótt ofuráhersla Rússa á stórskotalið hafi verið þekkt síðan í Krímstríðinu um miðja 19. öd.“ Baksvið Á þeim ártatugum sem ég hef les- ið ýmislegt prentmál um ýmis efni á þeim tungumálum sem mér eru tiltæk hef ég stöðugt veriö að tapa tiltrú á áreiðanleika þess sem fyrir mín augu ber. Blöð á borð við Time og Newsweek voru heilagar og óve- fengjanlegar heimildir á tímabili, þar til ég kynntist því fyrir 25 árum, hvernig þau eru saman sett. Þar ræður geðþótti einstakra ritstjóra, sem hafa í raun og veru úr litlu meira aö spila en því sem alþjóða- fréttastofur miðla daglega. Erlent tungumál gerir þau óvefengjanleg fyrir marga íslenska lesendur. Lestur þessara blaða er eins og að sjúga dúsu. Allt er fyrirfram melt. Fréttastofur þekki ég mæta- vel af eigin staríi fyrir United Press International, Agenee France- Presse og ABC News. Alls staðar gildir reglan: Hver, hvar, hvenær, hvernig? Á þessu er sáralítið að græða. - Allt baksvið vantar til glöggvunar og án baksviðs eru fréttir lítils virði. Rússar eru að skjóta Grosní í rúst, en þekkir einhver hernaðar- aðferðir Rússa? Man einhver með- ferð Stalíns á Tsjetsjenum? Enginn minnist á Berlín, Búdapest eða Prag enda þótt ofuráhersla Rússa á stórskotahð hafi verið þekkt síð- an í Krímstriðinu um miðja 19. öld. Hálfskilningur En hvar er þá upplýsingar að í Ríkisútvarpinu. - Þaðan hafa menn hitann úr. Bandaríkjamenn hafa neikvæðar skoðanir á Serbum og sjá í þeirra framferði hliðstæður við nasism- ann, (það voru reyndar Króatar sem gengu í lið með nasistum). Við árar á þessu hlunnafari setjast ís- lenskir fréttamenn alltof oft, og þykjast óhultir, eins og kellingin foröum. - Nú sem aldrei fyrr er íslendingum nauðsyn að skilja það sem er á seyði utanlands. Sjálf- stæöis er þörf, sjálfstæðis til að meta mál á eigin forsendum, hálfur skilningur er verri en enginn. Gunnar Eyþórsson Skodardr annarra GATT og innfluttar búvörur „Markmiðið í landbúnaöarkafla hins nýja GATT- samnings er að verð á innfluttum landbúnaðarvör- um skuli í upphafi vera jafnhátt og verð á innlendu samkeppnisvörunum. Þaö verði sú vernd sem land- búnaður í hverju landi þarf við upphaf þessa samn- ings.... Ef innfluttar landbúnaöarvörur eru seldar á sama verði og þær innlendu, fæst nægjanleg vernd- fyrir íslenskan landbúnað, enda hafa kannanir sýnt að íslenskir neytendur vilja fremur innlendar land- búnaðarvörur en erlendar." Jóhannes Gunnarsson, form. Neytendasamtakanna, í Mbl. 19. jan. Þingmenn í bankaráð? „Við getum spurt okkur sjálf hvort við viljum menn úr atvinnulífinu í bankaráð? Þeir eiga kannski beinna hagsmuna að gæta. Ég hef hugleitt þetta tals- vert og satt að segja komist að þeirri niðurstöðu að lýðræðislegasta leiðin til að kjósa í bankaráð sé í gegn um þingið. Hvort þingmenn sjálfir eiga aö sitja í bankaráðum getur verið spuming, en við skulum ætla það, að þeim sem þjóðin hefur treyst til að setja landinu lög, ætti að vera treystandi til þess að sitja í bankaráðum.11 Guðrún Helgadóttir alþm. í Tímanum 19. jan. Enginn tapar „Hagfræðin segir okkur að frjáls viöskipti á milli landa auki velferð og hagvöxt. ... Það liggur því beinast við, að neytendur - þeir sem hagnast á auknu frelsi - bæti framleiðendum í vernduðum greinum; þeim greinum sem tapa, þann skaöa sem þeir verða fyrir. Með þeim hætti tapar enginn á breyttu fyrir- komulagi." Jón Þór Sturluson, hagfr. og form. SUJ, i Alþbl. 19. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.