Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Fréttir DV Hörmuleg sjón mætti mönnum í Súðavík í gær: Eyðileggingin gíf urleg Eyðileggingin eftir snjóflóðið sem féll á Súðavík á mánudagsmorgun er gífurleg. Þegar rofaði til og lægði í gær fengu blaðamenn og ljósmynd- arar að fara til Súðavíkur. Aðkoman var dapurleg. Rústir einar blasa við mönnum þar sem snjóflóðiö féll. Brak úr húsunum er á víð og dreif um svæðið og bílar og annað sem varð fyrir snjóflóðinu. Innan um húsarústimar og gífurlegan snjó- massann liggja síðan persónulegir munir á víð og dreif, minning um það Uf sem ekki virðist eiga eftir aö gróa á þessum stað. Að minnsta kosti 22 hús eru gjörónýt eða stórskemmd en um sjö tugir húsa vora í Súöavík. Menn setur hijóða þar sem eyðilegg- ingin blasir við og hugsa með skelf- ingu til þeirra afla sem náttúran get- ur leyst úr læðingi. Rammbyggð hús hafa brotnað einS'Og væra þau úr kubbum. Meðal Súðvíkinga hefur það við- horf orðið sterkara með hverjum deginum að þeir vilji ekki fara inn í þau hús sem enn standa í þorpinu. Enn aðrir huga að brottflutningi. Súðavík í þeirri mynd sem ísfending- ar þekkja hana virðist ekki eiga neina framtíð, veröur ekki til. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, sveit- arstjóri í Súðavík, segir að fyrirhug- að sé að hefja uppbyggingu á Eyrar- dalslandi fyrir þá sem vilji snúa aft- ur. Þar liggi aðalskipulag fyrir og þar sé engin snjóflóðahætta. Hrepps- nefndin reyni hins vegar að aðstoða þá eftir megni sem vilji yfirgefa Súðavík. Stefnt er að því að hefja deiliskipulagningu á Eyrardalslandi í vetur þannig að hægt verði að heíja uppbyggingu í vor. Hvarvetna blasir eyðileggingin við í Súðavík. Nú bendir allt til þess að þorpið í núverandi mynd tilheyri sögunni. DV-símamynd Halldór Sveinbjörnsson Samband íslenskra sveitarfélaga: Vill aðstoða Súðvíkinga Stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga hefur ákveðið að hefja und- irbúning að samvinnu allra sveitar- félaga í landinu um aðstoð við Súöa- víkurhrepp vegna snjóflóðanna á mánudag. Stjórnin hyggst senda öll- um sveitarfélögum tillögur um fyrir- komulag aöstoðarinnar strax og þær liggja fyrir en formaður og fram- Rafmagns- laust vegna ís- ingarogsjáv- arseltu Guðfinnur Finnbogason, DV, Hótmavik: Nær öll Strandasýsla ásamt fsa- fjarðardjúpi og hluti af Reykhóla- sveit var rafmagnslaus þegar óveðrinu slotaði í gærmorgun. Aðeins var rafmagn á Hólmavík og á Drangsnesi var keyrð vara- aflsstöð. „Þaö er hvergi um stórvægileg- ar bílanir aö ræða sem við vitum um. Aðallega ísing á línurn og sjávarselta sem erorsökin," sagði Þorsteinn Sigfússon orkubús- stjóri á Hólmavík. Vinnuflokkar hófu strax viö- geröir og var fenginn liösauki, m.a. flokkur frá Búðardal sem fór í Hrútafjörð. í Árneshreppi og á nokkram bæjum í Bitrafirði hof- ur verið að mestu rafmagnslaust síöan aöfaranótt 16. jan. kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa boðist til að koma vestur til fundar við hreppsnefndina vegna þessa. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent bréf til sveitarstjóra Súða- víkurhrepps með samúðarkveðjum til allra íbúa í Súðavík. í bréfinu kemur fram að undirbúningur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að 1.660 milljóna króna afgangur verði í rekstri borgarinnar, samkvæmt flárhagsáætlun Reykja- víkurlistans fyrir þetta ár, og fara tæplega 1.300 milljónir króna í fram- kvæmdir í skóla- og dagvistarmálum í borginni á yfirstandandi ári. Borg- arstjóri lagöi fram framvarp að fjár- hagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 1995 til fyrstu umræðu á borgar- stjórnarfundi í gær. Fjárveitingar til skólamála og dag- vistarmála hækka um helming á þessu ári. Þannig er gert ráð fyrir því að 830 milljónir króna fari í skóla- byggingar árið 1995 meðan 445 millj- samvinnu allra sveitarfélaga í land- inu hefjist þegar í stað í nánu sam- ráði við hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps. Þá hefur tilkynning veriö send til allra sveitarstjórna í landinu. „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða formi þessi aðstoð gæti verið en mér finnst líklegast að þetta verði í formi fjárframlaga. Við viíjum ónir fóru í framkvæmdir í skólamál- um á síðasta ári. Stærsti hlutinn, eða 270 milljónir, fer í annan áfanga við Rimaskóla og 135 milljónir fara í að ljúka Húsaskóla í Grafarvogi. 450 milljónir fara í framkvæmdir í dagvistarmálum. Stærsti hluti þeirr- ar upphæðar fer í byggingu þriggja nýrra leikskóla, við Laufrima, Laug- arnesskóla og í Bústaöahverfi, eða 227 milljónir króneuGert er ráð fyrir að tveir þessara 80 bama leikskóla verði teknir í notkun í lok ársins, að sögn borgarstjóra. Þá fara 60 milljón- ir í viðbyggingar við íjóra eldri leik- skóla og 80 milljónir í breytingar á öðrum leikskólum, svo nokkur dæmi séu nefnd. hafa náið samráð um það hvernig aöstoðin verður skipulögð og hvað hún verður umfangsmikil. Mikils- verðast er að hreppsnefndin átti sig á því hver þörfin sé. Svo getum við brugðist hratt við því,“ segir Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. í ræðu borgarstjóra í borgarstjórn í gær kom meðal annars fram að risna borgarinnar á síðasta ári hefði numið um 28 milljónum króna, þar af hafi um 17 mflljónir fallið tfl á fyrstu sex mánuðum ársins en 11 mflljónir á síðari hluta ársins. Þann- ig hafi meirihluti Reykjavíkurlistans lækkað útgjöld vegna blómakaupa úr 823 þúsundum króna á fyrstu sex mánuðum ársins í 340 þúsund krón- ur á síðustu sex mánuðum ársins 1994. Þá sé gert ráð fyrir aö skera risnu borgarinnar niður um 20 millj- ónir króna árið 1994, úr 71,5 mflljón- um króna í 51,5 milljónir á þessu ári. Stuttar fréttir ísiandsferðir i Hollandi Önnur stærsta ferðaskrifstofa Hollands hefur hafið sölu á ferð- um til ísland og þýðir það viðbót- araukningu sem nemur um 500 feröamönnum i ár. Áróður með framtalinu Bæklingi um aðgerðir gegn skattsvikum verður dreift með skattframtölum landsmanna á næstu dögum. Hafnaforkaupsrétti Bæjarráð Akureyrar hefur hafhað forkaupsrétti aö togaran- um Súlnafelli EA-840. Engar veiðiheimildir fylgdu með í kaup- unum. Bama- og unglingavika Samtökin Heimili og skóli standa fyrir barna- og unglinga- viku dagana 23.-29. janúar með umræðu um stöðu barna og ung- menna og kynningu sem varðar umhverfi þeirra og framtíð. Tilhæfu- laus f rétt Árni Grétar Finnsson, stjómarfor- maður íslenskra aðalverktaka, sem hafði milligöngu um sættir meðal sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, segir að frétt DV um að Jóhann Bergþórs- son verði gerður að forstjóra ís- lenskra aðalverktaka sé með öllu tfl- hæfulaus. Slíkt hafi aldrei komið til tals. DV taldi frétt sína byggjast á traustum heimildum en athugasemd Árna Grétars er hér með komið á framfæri. Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt í borgarstjóm: Blómakaup minnka og risna skorin niður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.