Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 37 oo Helga Bachmann og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum í Fávitanum. Sakleysi og mann- úð gegn græðgi og mannvonsku Þjóðleikhúsiö sýnir á Stóra sviðinu í kvöld leikritið Fávitann, sem byggt er á samnefndri sögu Fjodors Dostojevskís. Fávitinn er Myshkin fursti, sem kallaður er þessu nafni vegna þess hversu græskulaus og góðhjartaður hann er, auk þess sem hann er flogaveikur. Allt í kringum Myshkin ólgar lífið af svikum, Leikhús ástríðum, undirferli og græðgi, hann hrindir af stað atburðarás sem jafnvel gerir illt verra en um leið laðar hann fram kosti allra þeirra sem á vegi hans verða. Mannúð er teflt gegn mann- vonsku, auðmýkt gegn klækjum. Sagan um sakleysingjann Myshkin hefur heillað lesendur í gegnum tíðina. Þetta er í fyrsta sinn sem leikrit byggt á verki Dostojevskís er sviðsett hérlendis og fékk Þjóðleikhúsið til liðs við sig þrjá finnska leikhúsmenn við uppsetningu verksins. Leikstjóri er Kaisa Korhonen en með helstu hiutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormákur og Tinna Gunnlaugs- dóttir. Vélmenni eru í stöðugri þróun. Upphaf vélmenna Hugleiöingar um gervifólk eru jafngamlar mannkyninu. Gríska skáldið Hómer segir frá Hefaist- os, Átti hann þræla sem eru „styttur af gulli, lífi gæddar, þær hugsa, tala og hreyfa sig og guð- irnir hafa gefið þeim dug til verka“. Sá sem var fyrstur til að búa til hlut sem líkti til fullnustu eftir lifandi veru var Jacques de Vaucanson. Árið 1738 sýndi hann önd í París sem fyllti alla sjónar- votta undrun og furðu. Öndin hreyfði sig eins og venjulegur fugl, blakaði vængjum, át, snyrti fjaðrir með nefninu og drakk. Svisslendingarnir Pierre og Henry-Louis Droz sátu ekki auð- um höndum eftir þessi tíðindi. Árið 1773 bjuggu þeir til vélknú- inn teiknara. Sköpunarverk þeirra var svo fulikomið aö þeir voru ákærðir fyrir galdra en fall- ið var frá ákærunni. Blessuð veröldin Hótel ísland: Stórsýning Bjögga Stórsýning Björgvins Halidórssonar, „Þó líði ár og öld“, á Hótel íslandi naut mikilla vinsælda á síðasta ári og verður nú tekíð aftur við þessa ágætu skemmtun þar sem frá var horfið og er fyrsta sýning- in á nýju ári annað kvöld. I tilefni sýning- arinnar veröur hægt að panta þríréttaðan veislukvöldverð. Skemmtanir Að lokinni sýningu Björgvins verðui-; stórdansleikurmeðhljómsveitinniStjórn- inni sem hefur hafið störf á ný. Ásamt liljómsveit Stjórnarmnar verða Bjarni Ara og Björgvin Halldórsson sérstakir gestasöngvarar og auk þess mun Gunnar Þóröarson koma fram. Björgvin Halldórsson hefur sleglð í gegn á Hótel islandi. Góð færð í nágrenni Reykjavíkur Góð færð er í nágrenni Reykjavík- ur og verið er að moka Mosfells- heiði. Fært er um Snæfellsnes og hafinn mokstur á Svínadal og á Lax- árdalsheiði. Á Vestfjörðum er fært Færðávegum um Kleifaheiði og Hálfdán og fært er til Hólmavíkur en Steingríms- íjarðarheiði og ísafjarðardjúp eru ófær. Fært er til Siglufjarðar og Ak- ureyrar, þá er verið að moka Kísilveg og Möðrudalsöræfi. Á Austfjörðum er verið að opna Vatnsskarð eystra til Borgarfjarðar eystri. Annars er góð færð á Austurlandi og með Suð- urströndinni. Hálka er víða veruleg. O Hálka og snjór (▲] Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Fært fjallabílum Sjálfstýring Vélmenni nútímans væru óhugs- andi án sjálfstýringar. Það var Skotinn James Watt sem fann hana upp 1788. Tuttugu og fimm árum síðar lagði annar Skoti, James Clerk Maxwell að nafni, stærðfræðilegan grunn að sjálf- virkri stýringu. A okkar dögum hefur Bandaríkjamaðurinn Nor- bert Wiener unnið mikið að stýri- fræði. Hefur það stuðlað að fram- þróun í vélmennafræði í seinni tíð sem miðast einkun við notkun griparma og rafeindatækni. Litli drengurinn, sem á myndinni ingardeild Landspítalans klukkan sefur vært, fæddist7.janúar áfæö- 04.19. Hann var 4.125 grömm viö fæðingu og 52 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Harpa Hrönn Siguröardóttir og Gunnar Viktors- son Einn bróðir á hann, Guðmund Inga, sem er þriggja ára. Bam dagsins Gerard Departdieu og Marie Gillain i hlutverkum sinum i Hetj- an hann pabbi. Hetjan hann pabbi í dag frumsýnir Regnboginn frönsku gamanmyndina Hetjan hann pabbi (Mon Pére ce Heros) með Gerard Depardieu í aðalhlut- verki. Gamanmynd þessi sló í gegn í heimalandinu og víðar og varð til þess að í Hollywood end- urgerðu þeir myndina með Dep- ardieu i aðalhlutverki. Myndin fjallar um Andre og dóttur hans Vero, sem áður fyrr Kvikmyndáhúsin sprönguðu um og leiddust hönd í hönd. Nú er Vero orðin fimmtán ára og farin að fá kvenlegar línur og farin að kalla pabba sinn André. André ákveður að takja sér sumarfrí með dóttur sinni til að efia fjölskyldutengslin en fríið fer á aðra leið, Vero er upptrekkt og annars hugar og veldur fóður sínum áhuggjum þar til hann kemst að því að hún er ástfangin í fyrsta sinn og þar sem pabbinn vill allt gera til að dóttirin öðlist hamingju og verði ekki fyrir von- brigðum breytist hann í banda- mann, vin, ráðgjafa og ímyndað- an elskhuga dóttur sinnar. í aug- um draumaprinsins er því André hættulegur keppinautur. Leik- stjóri myndarinnar er Gerard Lauzier. Nýjar myndir Háskólabió: Ógnarfljótið Laugarásbíó: Skógarlíf Saga-bíó: Konungur ljónanna Bíóhöllin: Banvænn fallhraði Stjörnubíó: Aðeins þú Bióborgin: Viðtal við vampíruna Regnboginn: Stjörnuhlið Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 18. 20. janúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,200 67,400 69.250 Pund 106,590 106,910 107.010 Kan. dollar 47,160 47,340 49,380 Dönsk kr. 11.2480 11,2930 11,1920 Norsk kr. 10,1420 10,1820 10,0560 , Sænskkr. , 9,0410 9,0770 9,2220 Fi. mark 14,3500 14,4070 14,4600 Fra. franki 12,8200 12,8710 12,7150 Belg. franki 2,1531 2,1617 2,1364 Sviss. franki 52,8000 53,0100 51,9400 Holl. gyllini 39,5800 39,7400 39,2300 Þýskt mark 44,4100 44,5500 43,9100 it. líra 0,04200 0,04222 0,04210 Aust. sch. 6,3060 6,3370 6,2440 Port. escudo 0.4296 0,4318 0,4276 Spá. peseti 0,5094 0,5120 0,5191 Jap. yen 0,67810 0,68010 0,68970 irskt pund 105,460 105,990 105,710 SDR 98,94000 99,43000 100,32000 ECU 83,9000 84,2300 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 7 F~ i T~ 5 * 7 8 \ö n /3 /y I5L I * 18 li> I i/ J W Lárétt: 1 skoða, 5 dufl, 8 svipað, 9 viður- nefni, 10 ræflar, 11 alls, 14 fugl, 16 sarga, 18 til, 19 kæpa, 21 málmur, 22 tré. Lóðrétt: 1 hegðun, 2 rotnun, 3 spil, 4 keyrsla, 5 stampar, 6 steintegund, 7 ullar- kassi, 12 japl, 13 nagla, 15 vitskertu, 17 hljóö, 20 nes. Lausn á síðustukrossgátu. Lárétt: 1 póst, 5 æfs, 7 ólærð, 8 sí, 9 kæ- rasta, 10 et, 11 aftök, 13 rifa, 14 spá, 15 svali, 17 um, 18 pár, 19 afli. Lóðrétt: 1 pókers, 2 ólæti, 3 sær, 4 traf- ala, 5 æðst, 6 sía, 8 stöpul, 11 afar, 12 kámi, 14 Sif, 16 vá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.