Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 Frjálst,óháð dagblað BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-6 LAUGARDA6S- OG MANUOAGSMORGWA FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995. Súðavíkímorgun: Stór hópur vinnur að viðgerðum - hreppsnefnd enn ekki saman „Við eram hér hópur á fullu við að reyna að koma á jafnvægi. Það er verið að koma á rafmagni og reyna að laga þá hluti sem hægt er,“ segir Heiðar Guðbrandsson, hreppsnefnd- armaður í Súðavík, í morgun. Heiðar segir að hópur Súðvíkinga sé á staðnum og þar séu tveir menn til að veita fólki áfallahjálp. Flestir búi í Barnaskólanum. Hann segir að enn hafi ekki tekist að ná saman hreppsnefndarfundi til aö taka nauð- synlegarákvarðanir. -rt Súðavík: Landssöfnunin heldur áfram Landssöfnunin „Samhugur í verki“ heldur áfram í dag. Tekið er við framlögum í síma 800 5050 til kl. 22 í kvöld og um helgina frá 10-22. Einnig er hægt að leggja inn á banka- reikning söfnunarinnar, 1117-2&-800, til 3. febrúar. Átakið hófst í gær- kvöldi og þá söfnuðust 38,5 milljónir. - Sjá bls. 4 Drangsnes: Trilla sökk vegna ísingar Guöfinnur Pinnbogason, DV, Hólmavílc Sex tonna trilla, Dóri ST, sökk í höfninni á Drangsnesi í óveðrinu aðfaranótt fimmtudags vegna ísingar sem á hana hlóðst en hún náðist upp í gær, 19. jan. Skemmdir eru nokkrar Vg tilfinnanlegt tjón eigandans Ing- ólfs Andréssonar. Vaxmynd Davíðs íleikhúsinu Það er engu líkara en skáldið Dav- íð Stefánsson frá Fagraskógi sé mætt í eigin persónu í leikhúsið á Akur- eyri í gær svo vel er hún gerð vax- myndin sem Þjóðminjasafniö hefur lánað Leikfélagi Akureyrar. Á morg- un eru hðin 100 ár frá fæðingu Dav- íðs og minnist LA þess með frumsýn- ingu á leikverki eftir Erling Sigurð- arson sem ber heitiö „Á Svörtum .^ijöðrum". Vaxmyndin af skáldinu tekur á móti gestunum í anddyri leik- hússi.ns. LOKI Það skortir áreiðanlega ekki frambjóðendur í embætti seturáðherra! Kjaradeila á Akranesi: Stef nir í lokun sjúkrahússins - 40 hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður hætta störfum 1. febrúar Rúmlega.40hjúkranarfræðingar samningum við híúkrunarfræð- þetta þýðir algert neyðarástand og og ljósmæður hætta störfum á ingaogljósmæðurogsegjasthjúkr- lokun,“ segir Sigurður Ólafsson, heilsugæslustöðinni og sjúkrahús- unarfræðingamir líta svo á að forstjóri sjúkrahússins. inu á Akranesi 1. febrúar ef ekki þeim hafi verið sagt upp störfum. Guðrún Hróðmarsdóttir hjúkr- næst samkomulag við stjómendur Þeir gangi út af sjúkrahúsínu 1. unarfræðingur vildi ekkert tjá sig sjúkrahússins og flármálaráðu- febrúar náist ekki samkomulag um máliö í gær og sagði að starfs- neytið um launakjör. Starfsfólk fyrir þann tíma enda sé um 10-14 mennimir hefðu ákveðið að ræða sjúkrahússins og stjómendur prósenta kjaraskerðingu að ræða. málið ekki í fjölmiðlum. funduðu um máiið í gær og taldi „Ráðuneytið veit afþessu ogseg- Tæplega 270 starfsmenn eru á Sigurður Ólafsson forstjóri hugs- iraðekkikomitilneinnasamninga heilsugæslunni og sjúkrahúsinu á anlegt að skammtímalausn fengist um sérkjör. Starfsfólkið hafi fengið Akranesi. á málinu. þærhækkanirsemþaðhefurbeðið Kjaraskerðing starfsmannanna Stjórnendur Sjúkrahúss Akra- um í öðrum samningum. Við erum sparar níu milljónir á útgjaldalið- ness sögðu nýlega upp sérkjara- i viðræðum við starfsfólkið því að um spítalans. Hólmavík: Húsin á kafi og brakar í þökum Guðfirmur Finnbogason, DV, Hólraavflc „Það hefur ekkert amað að fólki hér í þessu óveðri það þest ég veit en snjór er meiri en ég minnist að hafa séð áður. Mörg hús eru bókstaf- lega á kafi og til er að heyrst hafi brak í þökum,“ sagði Bryndís Sigurð- ardóttir á skrifstofu Hólmavíkur- hrepps. Flokkur manna fór að moka snjó frá húsum þegar veðrinu slotaði á fimmtudagsmorgun og áttu mikið verk fyrir höndum. Sjómenn hafa vaktað bátana í höfninni en mikil ísing hefur safnast á þá og stóðu menn í ströngu þegar verst var. Skólahald hefur legið niðri í grunn- skólum alla vikuna en vinnu tókst að ljúka við hráefni í frystihúsinu. Fólk fór til vinnu á sjúkrahúsið á snjóbílum og sleðum. Margir bílar eru á kafi í snjó en sumir fyrir- hyggjusamir eigendur settu stangir í snjóinn til að merkja staði bílanna. Þráinn Karlsson leikstjori, Viðar Eggertsson leikhússtjóri og Sigriður Reg- ína Sigurþórsdóttir við vaxmynd Þjóðminjasfnsins af Davíð Stefánssyni ieikhúsinu DV-símamynd GK Seturáöherra: Nafn Þorsteins helst nef nt Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti og óska eftir skipan seturáð- herra vegna kæru meirihluta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar á viðskiptum fyrrum bæjarstjórnarmeirihluta krata við Hagvirki-Klett. Rannveig óskaði eftir áliti ríkislögmanns á málinu. Hann telur hana ekki sjálf- krafa vanhæfa þótt kratar eigi í hlut en hún hefur samt ákveðið að víkja sæti. Enn hefur seturáðherra ekki verið skipaður en nafn Þorsteins Pálsson- ar dómsmálaráðherra er oftast nefnt í því sambandi. Enn snjóflóðahætta „Það er óbreytt ástand hvað varðar jón Petersen, framkvæmdastjóri Al- snjóílóöahættu. Almannavarna- mannavarna ríkisins, í samtali við nefndir munu koma saman í birtingu DV í morgun. -rt og endurmeta ástandið," segir Guð- Bílar f uku eins og f is Lögreglumenn í Ólafsvík og heimamenn í Staðarsveit unnu að því í gær að færa bíla af vegum í sveitinni en þeir vora skildir eftir í veðurhamnum í vikunni. Þannig komu lögreglumenn að stórum vörubíl á keðjum sem lá á hliðinni þvert á veginn í Staðarsveit. Benz-fólksþíll hafði þeyst eins og fis um 80 metra leið og lá á toppnum utanvegarogergjörónýtur. -pp Veðrið á morgun: Víða all- hvasst Á morgun verður norðaustan- átt, víða allhvöss vestan og norð- anlands en hægari annars staðar. Sunnanlands verður víða bjart- viöri en él annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 36 Flexello Vagn- og húsgagnahjól SuSuriandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.