Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Spumingin Ferð þú á útsölur? Ragnar Friðbjarnarson: Stundum, en hef ekki fariö á neinar í ár. Guðrún Guðjónsdóttir: Já, ég er búin aö fara á nokkrar. Nína Hjaltadóttir: Nei, helst ekki. Þarf ekkert á þeim aö halda. Sigríður Klemensdóttir: Já, ég geri þaö stundum ef þaö er eitthvað hag- stætt. Sveinbjörg Karlsdóttir: Já, ég er aö skoða núna. Lesendur Náttúruöflin og eftirleikurinn: Uppgjöfeða skynsemi? Súðavík fyrir slysið hörmulega. - Er endalaust hægt að þrauka? Pétur Kristjánsson skrifar: Mikil og hörmuleg atburðarás í einu þorpa Vestíjarða lætur aö sjálf- sögðu engan mann hér á landi ó- snortinn. Öll höfum viö ríka samúð með eftirlifandi nánustu syrgjend- um, og öll erum við í raun syrgjend- ur. Viö íslendingar megum hreinlega ekki viö svona blóötöku jafn oft og þó hefur orðið þegar náttúruöílin fara hamfórum. - En lífiö heldur áfram, og fáum, ef nokkrum, dettur í hug aö leggja árar í bát. Ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt aö Viölagasjóöur muni bæta öllum bú- setum Súðavíkur það veraldlega tjón sem orðið hefur. Það er góður ásetn- ingur og við munum taka þátt í því með glöðu geði. En síðan verður að spyrja fleiri spurninga en spurt hefur verið til þessa. Hvað ætlum viö að ráðleggja fólkinu í Súðavík og á öðr- um stöðum, t.d. á Vestfjörðum, sem býr við svipaða ógn sem ávallt verð- ur til staðar? Verður einfaldlega lagt til að snjóflóðavarnir verði bættar, að hættumörk verði endurmetin svo að allir megi vel við una? - Hvort tveggja er út í bláinn, að mínu mati. Engin trygging felst í þessu tvennu. Flutningur byggðarlaga frá þess- um stöðum er eina ráöið sem mælt verður með af heilindum. Vestfirðir allir eru mjög harðbýlir. Og þótt menn grípi til slagorða eins og þeirra að segja að fólkið sé lika harðgert og það vilji ekki gefast upp þá dugar það skammt, Fólk sem missir sína og aleiguna með getur ekki annað en verið tvíátta um hvað gera skal. Það að huga að búferlaflutningi er skyn- semi - ekki uppgjöf. Það býður eng- inn náttúruöflunum birginn enda- laust og vita ekki hver eftirleikurinn verður. Það er mun hugnanlegra fyrir alla landsmenn að veita fjármuni til fólks á hættusvæðum til að koma sér fyrir með þolanlegum hætti á sæmilega öruggum landsvæðum heldur en stuðla að því að byggja aftur, jafnvel aftur og aftur, á svæðum sem eru sannanlega hættusvæði. Hver vill ráðleggja það? Hver vill taka ábyrgð á því? Það er ekki endalaust hægt að segja að fólk eigi að læra af þessu, án þess aö nokkuð lærist, og halda svo áfram að þrauka og láta skeika að sköpuðu. Islenskt barnalán! Snorri í Betel skrifar: Glæsilegasta samstarfsverkefni stjómmálamanna á síðastliðnu ári var för Össurar Skarphéðinssonar og konu hans til Kólumbíu og ætt- leiðing dóttur þeirra. - Ég hreifst af því hvernig ráðherrar og alþingis- menn lögðust allir á eitt til að kjör- barn þeirra hjónanna vrði íslending- ur. Þjóðin er fallegri á eftir. Seinna heyrði ég að ekki hefði reynst unnt að ættleiða íslenskt bam siðan 1975. Þeimerfrekareytt! Þann- ig fara 700 börn í súginn árlega. Al- menningur borgar brúsann, án þess að hafa nokkuö um málið aö segja. Össur kom með frábæra tillögu um að stofna sjóð til hjálpar þeim sem vilja ættleiða böm. Væri ekki þjóðráð að ráðherrar, alþingismenn og verð- andi foreldrar á íslandi legðust nú á eitt og létu þennan væntanlega sjóð styrkja þær stúlkur sem vildu ala sín börn fyrir kjörforeldra. - í stað þess aö borga hátekjufólki fyrir að eyða fóstri væri hægt að hjálpa illa stödd- um stúlkum til að fá einn íslending- inn í viðbót. Slagorðið „Veljum íslenskt" gildir því ekki aðeins um atvinnu og versl- un heldur einnig um fóstrin og ætt- leiðingar. Byggjum upp og fækkum fóstureyðingum með því aö velja ís- lendinga til ættleiðingar. Unga stúlka, sem hugsar um fóst- ureyðingu. Það em frábærir fóstur- foreldrar sem bíða eftir barninu þínu. - Veldu lífið og gerðu aðra ham- ingjusama. Bankabókin - sannur f arsi? Lúðvíg Eggertsson skrifar: Ein þeirra bóka sem athygli vöktu í jóla-önninni var svonefnd Banka- bók eftir Örnólf Árnason. Sá höfund- ur varð þekktur fyrir „Kolkrabb- ann“, er fjallaði um samanþjöppun auðs á íslandi á fáar hendur. Frásögnin var djörf en glettnisleg, svo að ekki var auðvelt fyrir söguper- sónur að andæfa, og enn síður að hefja málarekstur. - Betra að þegja bókina í hel. Það mun vera álit þeirra sem bókina lásu, að hún hafi verið gagnleg - ég vil segja nauðsvnleg. Bankabókin er í svipuðum stíl, auðlesin og skemmtileg. Nú beinir höfundur gagnrýni sinni aö banka- og peningavaldinu. Var vissulega tími til kominn. Hann sýnir m.a. Hringið í síma 563 2700 millikl. 14 og 16 -eða skrifið fram á það að bankastjórar ná marg- földum mánaðarlaunum hins al- menna borgara með því að taka gjald fyrir nefndarfundi og annað stúss í vinnutímanum. Pólitísk spilling kemur við sögu. Ég hefi fylgst gjörla meö viðskiptalíf- BMKABÓKl I aatt'.sA-rí C- ),■«: i X.VC3 tj- ss «>»1*4 j* áewsöwo: Ift- r>tS w», tspcii?. tr> (r un i**/* « 4rr* ** y* j : etew »*» •>» Utsrí-r t»- at tr <*»wir<!5 ap(MKa{}st:t4r»i ?*' Jl *3 2C<J» Jferntj*u*U r*iti»•»•* •t HwtopnuM* M »<r<utfa V-.T n-As: »ajn *.*>t 3 ? r»5^o:a»ru»i *%, jt nt rr {<u.,ÍCÖ»f»r^aM> sg '0 i jhíwj » hívt., »r3U.-0 t>a « gnV.ft ítvsaiprtft.rj sxrwt* '**t '*U* (*. t» .» v*Jt *i útirla,',* l *«>'**J« <a.. t^, þCat yint-ra .•>«M4«.»»v-<- <« " V,»tjamor*»«><>> tm; u-r -á: « 'W 9» >0*:* >-jpr» »■Ar *<♦ ^■>‘>*ít'(i>- < ♦9tl> -98>>»''>rf'9»f> »r ■<«>( f»r 4«e jtx-rf *"..................Eidey Kúvending breytir bókinni í einhvers konar farsa, segir í bréfinu. inu hérlendis, enda kaupsýslumaður í hálfa öld. Fæ ég ekki betur séð en frásögn Örnólfs sé í meginatriðum sönn. Jóhannes Nordal fær sinn skammt. Höfundurinn bendir á aö hann hafi fyrst komist í ábyrgðarstöðu hjá Landsbankanum á hæpnum forsend- um. Lýsir síðan frekju hans viö að kóma sínu fram: hann býður í veisl- ur, laxveiöi, utanlandsferðir. Maður- inn hefir ekki peningavit, segir hann, líkt og Seðlabankabyggingin ber vott um, sem og fjallháar lántökur hans fyrir Landsvirkjun. í lokin dregur Örnólfur í land. - Jóhannes Nordal er orðinn „sjarm- ör“ í líkingu við enska lávarða. - Enginn var honum hæfari til að taka við embætti hagfræðings í L.í. á sín- um tíma. Höfundur klykkir út með því að segja að hvorki hann né við- mælandi hans, Nóri, heföi reynst hætis hót betur en bankastjórar rík- isbankanna, ef þeir hefðu hlotið slíka stöðu. - Þessi kúvending breytir bók- inni í einhvers konar farsa. Frakkíleitarstarfa Guillaume Jozancy skrifar: Ég leita eftir 6-fi vikna sumar- starfi á islandi næsta sumar. Ég er við nám í „National Timber Institute" og þarf að komast í reynslu við eitthvert fyrirtæki sem tengist framleiðslu úr trjá- viði eða viðlíka verkefnum. Tala bæði ensku og þýsku auk frönsku. Hef komið til íslands og líkaði svo vel dvölin að ég vil freista þess að komast til landsins þessar vikur ef mögulegt er. - Þeir sem kynnu að hafa áhuga á eða vildu veita mér móttöku (án sérstakra launakrafna) vinsam- lega hafi samband til baka. Heim- ilisfangið er: 10, rue Emile Pe- hant, 44000 Nantes, France. Álitsgerð um embættaveitingu Guðrún Jónsdóttir skrifar: Nýlega hlustaði ég í útvarpi á lögfræðing sem útskýrði hvers vegna bæjarfulltrúar mættu ekki vera bæjarverkfræðingar, en mættu hins vegar vera bæjar- stjórar (eins og t.d. í Hafnarfirði). Mér kemur í hug að tilvalið væri fyrir þennan lögfræðing að semja álitsgerö um embættaveitingar. Deilur hafa risið um þær, m.a. um skipun umboðsmanns bama. Skrýtnast var í því sambandi að konan, sem embættið hlaut, var sú sama og tekið haföi við um- sóknum annarra! Þetta minnti á frásögn Laxness af Rauðsmýrar- maddömunni sem gaf trippið í vinning á tombólu en hlaut svo vinninginn sjálf! Kjartan kemur íheimsókn! Magnús Magnússon hringdi: Morgunblaðið birti nýverið frétt um opinbera heimsókn Kjartans Jóhannssonar, fyrrv. formanns Alþýöuflokksins og núverandi aðalframkvæmda- stjóra EFTA, til íslands. Hann ætlar aö ræða við alla sem hann nær í; forsetann, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og full- trúa vinnumarkaðarins. Gott er að fá Kjartan heim til gamla landsins, jafnvel þótt hann ræddi ekki við nokkrun mann. - En þarf aö boða komu hans opinber- lega til heimahaganna? Risahækkun skattleysis- marka! Inga hringdi: Nú hefur BSRB krafist. hækk- unar skattieysismarka. Og hvað haldiö þið að farið hafi verið fram á mikla hækkun? Jú, úr kr. 58.299 í kr. 60.000! Þetta er slík risa- hækkun, að mér varö hreinlega um og ó. Svona rausnarskap hef ég ekki lengi séð í bígerð!! - Er þeim virkilega alvara hjá BSRB? Ég bara spyr. Þeirkvarta, kennararnir Ágúst hringdi: Mér er til efs að nokkur starfs- stétt hér á landi sé jafn kvörtun- argjörn og kennarastéttin. Það er u alltaf að berast bréf eða álykt- anir frá kennurum, ýmist sam- bandi þeirra eða einstaklingum, þar sem þeir vitna til hinna lágu launa sinna og segjast vera van- haldnir i bak og fyrir. Einn sendi opiö bréf til fjármálaráðherra á dögunum og útlístaði vandræöi sín, og hafði uppi launaseðil sinn. Ráðherra svaraöi og hrakti stað- hæfingar kennarans, sem er., kona. Leikmanni um launamál sýndist því allt vera með endem- um í málflutningi konunnar. En í verkföll skulu kennarar, um það ná þeir áreiðanlega samstöðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.