Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Kynnir: Jón Axel Ólafsson 98? GOTT ÉTVARPI Madonna fer ekkiúr Ööruvísi mér áöur brá. Popp- söngkonan og hneykslunarhellan Madonna neitaði á dögunum aö afklæöast fyrir ofan mitti í nýrri kvikmynd sem hún leikur í. Myndin heitir Fjögur herbergi og þar leikur söngkonan galdra- norn. Tii stóö að Madonna beraði brjóstin en henni farrnst shkt ekki eiga við persónuna og þar viö sat. Sviðsljós ’ ---r1 ■ ...— Erfitt að vera hóran sem Cruise étur Hjartaknúsarinn Tom Cruise var nýlega staddur í London þar sem hann var að kynna nýjustu mynd sína, Interview with a Vampire. í myndinni leikur hann þreytta og þunglynda blóðsugu. Cruise þótti mjög alþýölegur þar sem hann stillti sér upp fyrir myndatökur, gaf viðtöl og veifaði til mannfjöldans sem safn- ast hafði saman til aö sjá kappann þrátt fyrir úrhellisrigningu. Þar voru konur að sjálfsögðu í meirihluta. írski leikstjórinn Neil Jordan leik- stýrir myndinni en hann gerði meðal annars myndina Crying game. Hann segist vera verulega ánægður með leik Toms í myndinni og alltaf hafa veriö staöráðinn í að fá hann til að leika aðalhlutverkið. Cruise væri nefnilega mjög góður leikari. Ein leikkonan í myndinni, Indra Oze, segir hins vegar að það hafi veriö mjög erfitt að leika á móti Cruise. Það hafi verið erfitt að leika hóru sem endaði líf sitt með því að Tom Cruise át hana. Hundruð aðdáenda Tom Cruise, flestir kvenkyns, biðu í nokkra klukkutima í hávaðaroki og rigningu til að fá að sjá goðið. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Hann þótti með afbrigðum vinalegur og þolinmóður. Simamynd Reuter Giggs sýndi ör- læti sitt svoum munaði Ryan Giggs hjá Manchester United á einnig til sinar góðu hliðar. Stjömumar tilbjargar Óskarsverðlaunahafarnir Ant- hony Hopkins, Jeremy Irons og Ðaniel Day-Lewis brugðust skjótt við þegar spurðist að gamli leik- listarkennarinn þeirra, Rudi SheUey, hefði fengið heilablóðfall og ætti ekki fyrir sjúkrahús- kostnaðinum. Þeir reiddu fram fé, svo og 500 aðrir fyrrum nem- endur gamla mannsins, og réttu honum hjálparhönd á rauna- stund. Sá gamli er nú aftur farinn að kenna í leiklistarskóla Old Vic. fsl-KNSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BVLQJUNNAR, DV OS COCA-COLA A fsLANDI. LlSTINN ER NIOURSTAOA SKOOANAKÖNNUNAR SEM KR FRAMKVÆMD AF MARKAOSOKILD DV ( HVKRRI VIKU. FJÖLDI SVARCNDA KR A BILINU 300 TIL 400, A ALORINUM 1 B-38 ARA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEKIO MID AF OKNOI LAOA A KRLKNDUM VINSÆLDARLISTUM OO SPILUN PKIRRA A fSLKNSKUM ÚTVARPSSTÖOVUM. (SLKNSKI LISTINN BIRTIST A HVERJUM LAUOARDEGI f DV OO KR FRUMFLUTTUR A BYLOJUNNI KL. 16.00 SAMA DAO. IsLKNSKI LISTINN TKKUR ÞATT ( VALI ’WORLD CHART* SKM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS I LOS ANOELES. ElNNIO HKFUR HANN AHRIF A EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER f TÓNLISTARBLAOINU MUSIC & MKDIA SEM KR REKIO AF BANDArIskA TÓNLISTARBLAOINU BILLBOARD. Ryan Giggs, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester Un- ited, hefur rúm auraráð enda hefur hann dágóðar tekjur hjá United eða um 4,5 milljónir króna á mánuði. Um nýliðin jól sýndi Giggs fjöl- skyldu sinni örlæti sitt og eyddi á skömmum tíma einum vikulaunum eða svo. Giggs keypti spánnýja Honda Civic bifreið handa móöur sinni sem kostaði um 1,4 milljónir króna. Hann fór síðan með 17 ára gamlan bróður sinn í þekkta fata- verslun í Manchester og lét hann velja sér nýtískuföt fyrir um 250 þús- und krónur. Þetta þótti pilti ekki amalegt enda mikið fyrir föt á ungl- ingsaldrinum og ekki dónalegt að eiga vel stæðan bróður til að greiöa reikninginn. Ryan Giggs setti síðan punktinn yfir i-ið á jólunum er hann bauð móður sinni, manni hennar óg bróð- ur í jólamatinn. Á borðum var kal- kúnn og svartklæddir þjónar þjón- uðu til borðs. Giggs er óhemjuvinsæll knatt- spymumaður og foreldrar hans fóru ekki varhluta af því þegar hann bjó í foreldrahúsum. Hlaust enda nokk- urt ónæði af og er Giggs talinn hafa verið að bæta móður sinni upp óþæg- indin með jólagjöfinni stóru á fjóru hjólunum. Billy Joel í skjálftanum Ameríski popparinn lenti í jarð- skjálftanum í Japan á dögunum. Hann var staddur á hóteli í Osaka þegar skjálftinn varð og þaut nið- ur stigann ofan af tuttugustu hæð. Hóteliö skemmdist en söngvarinn ekki. Fyrirhuguðum tónleikum Billys var aflýst S jfP (SLENSKI LISTINN ER BIRTUR ( DV Á HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER LISTINN FRUMFLUTTUR Á BYLGJUNNI FRÁ KL.16-19. BYLOJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGSKVÖLDUM MILLI KL. 20-23. Fayefærfullt af peningum Leikkonan Faye Dunaway fékk hvorki meira né minna en 110 milljónir króna í skaðabætur frá söngleikjahöfundinum Andrew Lloyd Webber fyrir samningsrof. Lloyd Webber rak Dunaway úr uppfærslu á söngleiknum Sunset Boulevard vegna þess að hún var ekki nógu góð söngkona, að því er honum fannst. Faye vildi ekki sætta sig viö það og leitaði réttar síns. Margir mxmdu áreiðanlega vilja fá sig úrskurðaða laglausa upp á þessi býtti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.