Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 9 r>v Stuttar fréttir Vonlrdofna Vonir manna um frið í Bosníu hafa dofnað vegna stífni deiluað- ila. Fleirihormenn Mörg ríki SÞ hafa boðið fram þúsundir hermanna til gæslu- starfa í Bosníu. Majorívandræðum John Major, forsætisráð- herra Bret- ; lands, : stendur enn í stíma- braki við óþekktargeml- inga innan íhaidsflokksins sem vilja fá hann til aö íhuga átta liða áætlun um að draga úr völd- um ESB. Páfifiýgurenn Jóhannes Páll páfi fór frá Ástr- alíu til Sri Lanka í lokaáfanga ferðar sinnar. Kóiumbía skelfur Einn maður lést þegar jarð- skjálfti varð í Kólumbíu en milij- ónir fengu hland fyrir hjartað. Hjá Kúbu-Castro Utanríkisráðherra Ástralíu er í heimsókn hjá Castro á Kúbu og sagði að hann skyldi halda áfram efnahagsumbótum. Rabiniviðgerðum Rabin, forsætisráðherra ísra- els, réynir að leysa deilu við Pal- estínumenn vegna landnáms gyðinga. Baiiadur með hagvexti Edouard Balladur, for- sætisráðherra Frakklands, segist ætla að leggja alla áherslu á hag- vöxtinn verði hann kosinn forseti í vor og stjórna af sömu varúöinni og hingað til. Lán til Mexíkó Clinton Bandaríkjaforseti er viss um að geta fengið þingið til að samþykkja lán til Mexíkó. f hungurverkfalli Fráskilin eiginkona Perúfor- seta er enn í hungurverkfalli til að mótmæla að flokkur hennar skyldi útilokaður frá kosningum. Nýriforsæti Lúxemborg hefur eignast nýjan forsætisráöherra, Jean-Claude Juncker, fertugan fyrrum fjár- máiaráðherra. Afléttið dauðadómi Norsk stjórnvöld vilja að íranir afléttí dauðadóminum yfir Sal- man Rushdie. Mandela i kreppu Nelson Mand- ela, forseti Suð- ur-Alríku, og F.W. de Klerk varaforseti hittast í dag til að reyna að Ieysa vandræði á stjórnarheim- ilinu sem gætu leitt til brott- hlaups de Kierks. Deiltumfjölmiðlun Repúblikanar á Bandarikja- þingi vilja afnema styrki til al- menningsútvarps- og sjónvarps- stöðva sem byggja á frjálsum framlögum en ekki auglýsingum. Marxistarámóti Marxistar á ítaliuþingi ætla að greiða atkvæði gegn stjóm Lam- bertos Dinis. Reuter Útlönd íbúar Kobe láta reiði sina bitna á stjómvöldum: Ofsahræðslan skammt undan Rudolph Giuliani, óvinur reyk- ingamanna. Simamynd Reuter Tóbaksfíklarsvo Björgunarsveitamenn sem eru aö grafa í rústunum í Kobe eftir versta jarðskjálftann sem komið hefur í Japan í sjötíu ár voru vonlitlir í morgun um að fmna fleiri á lífi. Fjöldi látinna var í morgun kominn í 4162. Þeir sem lifðu af hörmungarn- ar þurfa aö glíma við kulda og skort á lífsnauðsynjum á borð við mat, vatn, hrein salemi og lyf. Tomiichi Murayama, forsætisráð- herra Japans, fékk að kenna á reiði fólksins vegna slælegra viðbragða stjórnvalda, þegar hann heimsótti jarðskjálftasvæðið í gær. „Hvað á hann við þegar hann segir að við höfum átt erfitt?“ sagði miö- aldra kona í sjónvarpsviðtali eftir að forsætisráðherrann hafði komið í heimsókn í athvarfiö þar sem hún dvelur. „Hann ætti að gera eitthvað í málinu." Hræðast eftirskjálfta Tæplega þrjú hundruð þúsund manns voru í flóttamannamiðstöðv- um sem komið hafði verið upp í íþróttahúsum og skólum, þar sem margir borgarbúar voru hræddir um að eftirskjálftar mundu ríða skemmdum húsum þeirra að fullu og þorðu ekki að dvelja heima hjá sér. Þeir sem ekki komust aö í yfir- fullum miðstöðvunum sváfu í bílum sínum eða úti á víðavangi. Víöast hvar var engin kynding þar sem búið er að skrúfa fyrir gasleiðsl- urnar. Þeir voru því margir sem hnipruðu sig saman í kringum bál- kesti sem kveiktir höfðu verið utan- dyra. Rúmlega 21 þúsund manns slösuð- ust í þessum mannskæðasta jarð- skjálfta í Japan frá árinu 1923 og að sögn lögreglu var rúmlega sjö hundr- uð enn saknað í morgun. Kartöfluflögur í 3 daga Björgunarsveitamönnum tókst þó að finna allt að tíu manns á lífi eftir meira en tveggja sólarhringa vist undir húsarústunum, þar á meðal voru tvær áttræðar konur og ungur drengur. Sá sem síðast náðist var 31 árs gam- all kaupsýslumaður, Takahide Masuda, sem hafði legiö í rústum heimilis síns í 64 klukkustundir og borðað kartöfluflögur til að varðveita kraftana. Eiginkona hans lést í ham- förunum. „Ég hélt að mér yrði bjargað eftir tvo klukkutíma en mér sýnist þetta verða orðnir þrír dagar, er það ekki?“ gott sem utlægir Rudolph Giuliani, borgarstjóri New York, undirritaði fyrir skömmu einhver ströngustu lög gegn tóbaksreykíngum sem um getur vestra og er svo komið að reykingamenn eru nánast gerðir útlægir úr borginni. Lögin ganga í gOdi 10. apríl og frá þeim degi má t.d. ekki reykja á veitingastöðum sem taka fleiri en 35 gesti, ekki heldur á ýmsum svæöum utandyra, svo sem íþróttaleikvöngum, og ekki má reykja á vinnustöðum nema í vel loftræstum herbergjum þar sem eigi fleiri en þrir fullorðnir eru niðurkomnir og samþykkir reyk- ingunum. Hertar reglur gegn reykingum hafa komiö mjög niður á tóbaks- framleiðendum sem hafa þurft aö horfa á bak gróðanum. Taliö er að tóbaksiönaðurinn muni ekki eiga bjarta framtið fyrir höndum, enda sýna skoöana- kannanir fram á að níu af hverj- um .tíu Bandaríkjamönnum er illa við tóbaksreyk. Áróðursmenn tóbaksframleiö- enda hafa spáð því að reykinga- bannið muni koma mjög illa við efnahag New York borgar, því hver vill borða á reyklausum veitingastað. Þá íhugar tóbaks- fyrirtækið Philip Morris nú að flytja höfuðstöðvar sínar burt frá borginni og draga úr stuðningi við listastarfsemi. * Tveir þeirra sem komust lifs af úr jarðskjálftanum mikla í Kobe í Japan biðjast fyrir i rústum borgarinnar. Á fimmta þúsund manns létu lifið i skjálftanum. Simamynd Reuter sagði Masuda. Allt virðist með friði og spekt þar sem fórnarlömb skjálftans standa í biðröðum eftir takmörkuðum matar- og vatnsbirgðum og ekkert var um þjófnað úr skemmdum verslunum en sérfræðingar segja að undir niðri séu taugar fólksins þandar til hins ýtrasta í Kobe. „Fólkinu finnst það ekki fá nægar upplýsingar og það eykur á tor- tryggni þess á þjálparstarf hins opin- bera. Þótt ofsahræðsla sé ekki sjáan- leg er grunnt á henni og stjórnvöld verða að fást við það,“ segir Shunji Mikami, sérfræðingur í neyðarað- Stoð. Reuter Blóm fyrir „bóndanrí* á bóndadaginn Blómaverslanir Blómaframleiöendur Sterk viðbrögð í Noregi við snjóflóðafréttum: Söf nun fyrir fórnarlömb harmleiksins í Súðavík Gísli Kristjánsson, DV, Noregi: „Þetta er hluti af norrænni sam- kennd. Hún er sterkust í Noregi þeg- ar ísland á í hlut,“ segir Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Ósló, um sterk viðbrögð Norðmanna við fréttunum af snjótlóðinu í Súðavík. „Ég fæ bréf, skeyti og símtöl frá fólki sem vill votta Islendingumsam- úð vegna hörmunganna. Þá frétti ég í morgun að verið er að undibúa söfn- un hér í Noregi til að styrkja þá sem misst hafa allt sitt,“ sagði Eiður. Stöðugar fréttir hafa verið af óveðrinu á íslandi allt frá því að snjó- flóðið féll í Súðavík. Margir norskir blaða- og fréttamenn eru á íslandi að fylgjast með framvindu mála og blöðin veria dag hvem mörgum síðum undir fréttirnar. Þá er mikið rætt um þessa atburði manna á meðal. Norð- menn setja sig Eiður Guðnason aldrei úr færi sendiherra- að ræða um hörmungarnar við ís- lendinga sem hér búa. Mannskaðinn er jafnan borinn saman við hörm- ungar jarðskjálftans í Japan og á þaö bent að skaði íslendinga sé í raun meiri því þeir em svo fáir. Mest seldu amerísku dýnurnar ctr HUSGAGNAVERSLUN Langholtsvegi 111, sími 680 690.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.