Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 15 Dylgjum framkvæmdastjóra Verslunarráðs svarað Þaö telst til fastra liöa DV að framkvæmdastjóri Verslunarráös- ins, Vilhjálmur Egilsson, tjái sig um rekstur Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins og starfsmenn hennar. Enn ein greinin kom 11. janúar. Málflutningur fram- kvæmdastjórans er með þeim hætti aö litlum tilgangi þjónar aö fjalla um hann í heild. Hér verður því aðeins getið nokkurra atriöa. Rangar fullyrðingar Vilhjálmur fullyröir aö rekstur ÁTVR sé ekki til fyrirmyndar og nefnir dæmi: 1. „Tilhneiging hefur verið til að hrúga inn starfsfólki." Svar: Vilhjálmi er í lófa lagiö að fá upplýsingar um starfsmanna- hald ATVR hjá Starfsmannaskrif- stofu fjármálaráöuneytisins. Séu Kjallariim Kristján Helgason form. Starfsmannafélags ÁTVR „Starfsmannafélag ÁTVR fagnar allri umræöu um áfengismál og starfsemi fyrirtækisins en frábiður sér óvandaða og lágkúrulega umQöllun að hætti Vil- hjálms EgiIssonar.“ greidd laun sett í hlutfall við vöru- kaup ÁTVR námu þau um 14% 1987 en um 11% árið 1994. Á þessu tímabili fjölgaði verslunum ATVR úr 12 í 24, veitingastöðum sem ÁTVR þjónar úr 131 í 328 og árið 1994 var dreift 200% meira magni áfengis í lítrum talið en árið 1987. 2. „Fyrirtækið virðist síðast af öUu reyna aö uppfylla óskir neyt- enda með fleiri útsölum ..." Svar: Útsölustaðir voru 12 árið 1987. Nú eru þeir 24. Frá 1987 hafa verið opnaðar utan Reykjavíkur verslanir í Borgamesi, Ólafsvík, Stykkishólmi, á Blönduósi, Húsa- vík, Egilsstöðum, í Neskaupstað, á Höfn, í Hafnarfirði og á Seltjarnar- nesi. 3. „Það var t.d. ekki fyrr en á síð- asta ári að opið var á Þorláksmessu í útsölum ATVR eins og í öðrum verslunum." Svar: Síðustu þrjátíu ár hafa verslanir ÁTVR verið opnar fram eftir á Þorláksmessu eins og al- mennar verslanir. Lokun verslana á laugardögum er samkvæmt ákvæðum reglugerðar dómsmála- ráðuneytisins og því ekki ákvörð- unarefni ÁTVR. í skjóli þinghelgi Dylgjur framkvæmdastjóra Verslunarráðsins um sukk, svínarí og mútuþægni starfsmanna ÁTVR eru viðhafðar í skjóli þinghelgi. Enn einu sinni gerir framkvæmda- stjórinn svonefnda Viðeyjarferð aö umræðuefni. Nú er það svo að það var varaformaður svokallaðs áfengishóps Félags íslenskra stór- kaupmanna sem bauð til þeirrar ferðar og hlýtur því að vera sá sem að mati framkvæmdastjórans bar fé eða jafngildi þess á opinbera starfsmenn. í þessu sambandi má nefna að formaður áfengishópsins sætir nú lögreglurannsókn vegna meintrar misnotkunar á nafni ÁTVR í tengslum við áfengissölu sem hann stundar. Þetta eru lík- lega þeir aðilar sem framkvæmda- stjórinn á við þegar hann vísar til umboðsmanna sem veiti góða þjón- ustu miðað við aðstæður. Starfsmenn ÁTVR taka virkan þátt í að bæta starfsemi ÁTVR inn- an fyrirtækisins sem utan. Nefna má sem dæmi að vöruvöntun sam- tals í öllum verslunum ÁTVR nam árið 1994 0,03% af heildarsölu og hafði þá minnkað árlega frá því að vera 0,06% árið 1991. Öll vöruvönt- un á útsölustöðum og á aðallager nam 0,02% af veltunni 1994. Fróð- legt væri að fá upplýsingar fram- kvæmdastjórans um þau verslun- arfyrirtæki innan Verslunarráðs- ins sem lægri rýrnunartölur hafa en ÁTVR. Sl. ár veitti Gæðastjórnunarfélag íslands ÁTVR sérstaka viðurkenn- ingu fyrir góða þjónustu. Mun meira mark verður á þeirri um- sögn tekið en sleggjudómum Vil- hjálms Egilssonar. Augljóst er að maður sem gegnir umfangsmiklu opinberu starfl samhliða fram- kvæmdastjórastarfi og situr í a.m.k. 14 nefndum getur ekki sett sig vel inn í öll mál. Starfsmannafélag ÁTVR fagnar allri umræðu um áfengismál og starfsemi fyrirtækisins en frábiður sér óvandaða og lágkúrulega um- fjöllun aö hætti Vilhjálms Egilsson- ar. Vonum við að Vilhjálmur gefi sér tíma til að leita réttra upplýs- inga áður en hann skrifar næstu blaðagrein. Kristján Helgason Opið bréf til Össurar Skarphéðinssonar: Nokkur leiðbeiningarorð Kæri Össur, til hamingju með litlu dótturina og megi ykkur öllum, þér, frúnni og henni, vel farnast. Nú ert þú í raun nýbakaður faðir og því vil ég sem þinn velvildarmaður, félagsráð- gjafi og jafnframt starfsmaður bamaverndamefndar Reykjavíkur sl. 19 ár mæla til þín nokkur áminningar- og leiðbeiningarorð. Hluti af eðlilegu siðgæði „Vandi fylgir vegsemd hverri," segir máltækið og á það ekki síst við þá vegsemd sem það er að verða foreldri. Foreldrahlutverkið er mjög gefandi en þaö gerir einnig til okkar ákveðnar kröfur. Auðvitað ber að sýna barninu umhyggju og nærfærni og ala það upp sem best hentar hag og þörfum bamsins. Það þarf að tryggja bam- inu nægilega örvun, fræðslu og skólagöngu síðar meir. Að lokum er nauðsynlegt að ala með barninu iðjusemi og siðgæði. Hluti af eölilegu siðgæði er sann- mælgi og heiðarleiki og brýnt að hafa það fyrir börnum alveg frá unga aldri. Þér varð smávægilegur fótaskortur í þessu efni hér um daginn er þú sagðir í fréttatíma KjaUaiinn Hjördís Hjartardóttir félagsráðgjafi sjónvarps að á íslandi væri það þannig að það væru aðallega fé- lagsráðgjafar og ljósmæður sem fengju íslensk börn til ættleiðingar. Nú er ég búin að vera félagsráð- gjafi í tæp 20 ár. Ég þekki flestalla félagsráðgjafa og vann auk þess að fóstur- og ættleiðingarmálum hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur í 4 ár. Ég kannast ekki við að nokkuð sé hæft í fullyrðingu þinni. En öll erum við nú mannleg og gerum smámistök. Þá er um að gera að játa mistökin og leiðrétta þau. Þetta er góð fyrirmynd fyrir börnin og þannig kennum við börnunum okkar best. Hlutlaus þriðji aðili Nú þarft þú ekki að viðurkenna mistök þó að einhver félagsráð- gjafablók sé að malda í móinn. Þú ert einn af ráðamönnum þjóðar- innar; ábyrgur, heiðarlegur, traustur, kannar hlutina til hlítar og hefur síðan það sem sannara reynist. Ég vildi því benda þér á að hnippa í kollega þinn, dómsmálaráðherr- ann, sem gefur út öll ættleiðingar- leyfi á íslandi, og beina til hans að kanna stöðu karla og kvenna sem ættleiða börn eða hafa ættleitt börn á íslandi síðustu t.d. 10 ár. Þetta kemur allt fram í gögnum sem liggja hjá honum og-einfalt mál að taka þetta saman. Þarna erum við komin með hlut- lausan þriðja aðila (hvorki þig, fé- lagsráðgjafa né ljósmóður) til að kanna málið og leiða hið sanna í ljós. Einmitt sú leið sem ábyrgir og heiðarlegir menn fara. Þegar hið sanna kemur síðan í ljós tryggir þú því jafngóða umfjöll- un og fyrri yfirlýsingu þinni um efnið. Hjördís Hjartardóttir „Ég þekki flestalla félagsráögjafa og vann auk þess að fóstur- og ættleiðing- armálum hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur í 4 ár. Ég kannast ekki við að nokkuð sé hæft í fullyrðingu þinni.“ Meðog ámóti Peningaúttekt með greiðslukorti Varhugavert „Kredit- kort, í við- skiptum inn- anlands, eru fyrst og fremst fyrir þá sem eru eftir á með greiðslujafn- vægi, þ.e. þá sem eru ekkí o„u,- búnir að afla laka alvinnulausra. peninganna þegar þeir eyða þeim. Debetkort sirrna þessu hlut- verki fyrir þá sem eiga peningana til. í þjóðí'élagi eins og okkar, þar sem laun mikils þorra launafólks eru svo lág að þau rétt duga til nauðsynlegustu framfærslu, og tæplega það, er afar brýnt aö þeir sem reka lánastarfsemi sýni skynsemi og sterka siðferðis- kennd þegar hugmyndaflugið er notaö til þess að flækja fólk í skuldsetningar. Því heföi ég vilj- að sjá annaö innlegg en þetta i greiðsluvanda heimilanna og skuldsetningu umfram tekju- grundvöll. Eins og almenn greiöslustaða launafólks er hér á landi tel ég hér um afar varhugaverða fram- kvæmd að ræða. Jafnvel spurn- ing um hvort þetta sé brot á lög- um um lánastofnanir þar sem þetta er útlán peninga en ekki lánsviðskipti með vöru eða þjón- ustu. Formið „greiðslukort" sem gjaldmiðill er afar hentugt en skilsmunurinn felst í þvi hvaöa form er á slíku korti. Svona fram- kvæmd er fyrst og fremst spum- ing um kærleika tfl meðbræðra og siðferði; það er ekki sama hvemig tekna er aflað.“ Allir njóta góðsaf „íslenskir korthafar hafa verið i þeirri undar- legu stöðu, eiiúr korthafa í heiminum, aö geta „krækt sér í skotsilfur í SkyndÍ - Elnar S. Einarsson, ’reiðuféíréttri framkvœmctastjörlVISA. mynt“ á erlendri grund en verið forboðið það á heimavelli. Nú eru yfir 90% allra viðskipta orðin raf- ræn og með því móti er unnt að fylgjast mun betur með stöðu og viðskiptum einstakra korthafa, beita áhættustýringu og full- komnara eftirliti en áður var. í fjósi þessa, og með fjölgun hraðbanka hér innanlands, er því talið tímabært aö útfæra greiðslukortaviðskiptin til fulls með því aö gefa korthöfum kost á peningaúttektum hér heima og nýta úttektarheimfld sína að hluta til með þeim hætti, henti það. Þetta auðveldar fólki ýmis smærrí viðskipti og eins aö nýta sér staögreiðsluafslátt eöa eiga viðskipti við verslanir þar sem kréditkort eru ekki tekin í dag. Þessi viðskipti eru í raun áhættuminni en önnur þar sem leitað er heimildar fyrir hverri úttekt. Úttektin verður að vera innan settra marka og reglna og korthafinn í skiium viö kortafyr- irtækiö, banka sinn eða sparisjóð. Allir njóta góðs af; korthafmn greiðii’ litflshátlar úttektargjald en fær i staðinn 5-10% stað- greiðsluafslátt, kaupmaðurinn losnar 'við aö greiða þjónustu- gjald og fær greiðslu samstundis, kortafyrirtækin halda sínu en bankar og sparisjöðir fá eðlilega ávöxtun á lausafé sitt.“ Guðbjörn Jónsson,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.