Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Fréttir Enn hætta á snjóflóðum á Flateyri: Snjóflóðavarnir komu í veg f yrir stórtjón - segir Kristján J. Jóhannesson sveitarstjóri Guörramdur Sigurðsson, DV, Flateyri: „Þaö er ljóst aö ef ekki hefðu verið þessar snjóflóöavarnir heföi flóðið falliö á byggðina meö miklu tjóni,“ segir Magnús Már Guðmundsson, sérfræðingur Veðurstofunnar í snjó- flóðavörnum, vegna snjóflóðanna sem féllu úr Eyrarfjalli. Snjóflóðið, sem féll við Ólafstún og Goðatún á Flateyri, eyðilagði íbúðar- húsið Goöatún 14. Flóöið lyfti þaki hússins og braut innveggi og út- veggi. í gær rofaði til á Flateyri og þá kom í ljós að húsið, sem er timbur- hús, er nánast ónýtt. Þar er því um milljónatjón að ræða. Þá skemmdust jarðýta og hjólaskófla sem stóöu fyr- ir utan húsið. Húsið Ólafstún 14 skemmdist aftur á móti óverulega. Þar gekk inn hurð á bakhlið og rúður brotnuðu á sömu hlið. Snjóflóðið sem olli þessu var hið síðara af tveimur flóðum sem féllu úr Eyrarfjalli. Fyrra flóðið staðnæmdist á snjó- flóðavömum fyrir ofan þorpið en hluti þess síðara féll utan við varn- imar. Það er mál manna að varnirn- ar hafi forðað byggðinni við Ólafstún og Hjallaveg frá stórtjóni. Þarna er um að ræða hóla og varnargarða fyr- ir neðan þá. Seinna flóðið hljóp yfir hólana og á milli varnargarðanna og kastaðist á húsin sem eru þau ystu við þessar tvær götur. Magnús Már segir að enn sé eftir lokaáfanginn við varnirnar. „Það er eftir að setja varnir efst í gilið. Það felst í því að sett verður stoövirki á upptök. Þetta er þriggja metra hátt vírnet sem sett verður efst í gilið og gegnir því hlutverki að stöðva upptök snjóflóöanna," segir Magnús Már. „Það er mín skoðun aö snjóflóða- vamirnar hafi forðað frá stórtjóni. Það er óbreytt ástand hér ennþá hvaö varðar snjóflóðahættu og mjög mik- ill snjór í fjallinu og á eyrinni," sagði Kristján J. Jóhannesson, sveitar- stjóriáFlateyri. -rt „Samhygð okkar er einlæg og sterkM Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, flutti eftirfarandi ávarp í útvarpi og sjónvarpi í gærkvöldi í tilefni landssöfnunar fyrir Súðvík- inga: Góðir íslendingar. Á þungbæmm stundum þjöppum við okkur saman, heilsteypt þjóð við andstreymi í landi, þar sem náttúru- öflin hafa birst okkur grimm og óvægin. Harmar hafa sótt okkur heim og við fmnum það glöggt sem endranær, þegar að okkur er höggv- ið, hve nákomin við erum hvert ööru. Átakanlegur missir og harmur eins veröur missir og harmur þjóðarinn- ar allrar. Hvarvetna á íslandi dvelur hugur manna þessar stundir hjá þeim sem orðið hafa fyrir miklum raunum. Samhygð okkar er einlæg og sterk og öll vildum við eiga ráð til að létta þeim þungar sorgarbyrð- ar. Við stöndum máttvana andspænis því sem orðiö er og ekkert fær breytt. En tíminn nemur ekki staðar heldur er sá einn kostur okkar að halda áfram og leita allra leiða til að milda áfollin og vemda þá sem fyrir reiðar- Vigdís Finnbogadóttir slagi hafa orðið. Okkur gefst nú öll- um færi á að rétta þeim hjálparhönd og votta þeim samkennd okkar í landssöfnun sem ber einkunnarorð- in „Samhugur í verki“. Stuðningur okkar og einhugur getur á þann veg veitt þeim, sem að hefur verið vegið, styrk til aö ganga til móts viö kom- andi tíma. Með djúpa hryggð í hjarta bið ég Guð að blessa og styrkja þá sem hafa þolaö sáran missi ástvina og íslend- inga alla. njóflóðin á Flateyri ínjóflóöin sóm féllu kl( 17 og 21\þann 18/1lo^oo ' l Oq Fyrra flóðið stöðvaðist á varnargarði lóðið se'm fþll tveim þðgum áður °/0o° Ke"Ur X °°s$g?gg«fi Sólb ?(j\Snjóflóðavarnir Varnar- Solbakki garöar VI • Húsin tvo sem skemmdust í snjóflóðinu standa viö Goðatún 14 og Ólafstún 14 Landssöfnun hófst 1 gær: Þrjátíu og átta milljónir króna söfnuðust Landssöfnun vegna náttúru- hamfara í Súðavík, sem ber yfir- skriftina „Samhugur í verki“, hófst í gærkvöld en að henni standa Rauöi krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar og allir fjölmiðlar. Tekið er á móti framlögum í síma 800 5050, sem er grænt númer, en hægt er að færa upphæðina á greiðslukort eða fá heimsendan gíróseðil. Söfnunin stendur til kl. 22 á sunnudag. Einnig er hægt að leggja beint inn á sérstakan banka- reikning söfnunarinnar, 1117-26- 800 i Sparisjóðnum í Súðavík. Þegar fyrsta degi söfnunarinnar lauk laust fyrir miðnætti í gær höfðu safnast 38 milljónir króna. íbúiáFlateyri: Þreytandi að búa við þessa hættu „Það er mjög þreytandi að búa við aö hafa þessa hættu sífellt yfir sér. Maður þarf sífellt að rífa sig upp með börnin þegar þessi ógn steðjar að,“ segir Guðríður Kristinsdóttir, íbúi við Ólafstún á Flateyri, sem varð að rýma hús sitt ásamt tugum annarra Flat- eyringa. Guðríður segir það ár- visst að hún og íjölskylda hennar verði að flýja hús sitt vegna snjó- flóðahættunnar á þessum slóð- um. Hún segir að atburðirnir á Súöavík hafi slegiö marga. „Þegar svona lagað gerist verð- ur maöur auövitað hræddari en annars. Þetta leggst líka illa í bömin sem verða pirruð á að komast ekkert út,“ segir Guðríð- ur. -rt Samhuguríverki: Tónleikar í Borgarleikhúsi íslenskir tónlistarmenn ætla að sýna samhug sinn í verki og efna tfi minningar- og styrktartón- leika í Borgarleikhúsinu nk. mánudagskvöld. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Lands- söfnunarinnar „Samhugur í verki“. Fjölmargir tónlistarmenn leggja málinu lið og má þar nefna Egil Ólafsson, Ellý Vilhjálms, Grafík, Hálft í hvoru, HörðTorfa- son, KK, Kór Langholtskirkju, Magnús og Jóhann, Rabba, Ragn- ar Bjarnason, Rúnar Þór, Skán- ’en ekkert og Spoon. Þá koma fram nokkrir klassískir tónlistar- menn en allir sem að tónleikun- um koma gefa vinnu sínu. LR leggur tfi Borgarleikhúsið endur- gjaldslaust. Miöaverð er 1.000 kr. Siglufjörður: Snjóflóð möl- braut lyftuskúr Gylfi Kristjánason, DV, Akureyn: Snjóflóð féll á skiðasvæði Sigl- firðinga á Skarðsdal í gærmorg- un og hefur það verið mjög öflugt. Enginn var á svæðinu þegar flóð- ið kom niður skíöabrekkumar. Snjóflóðið fór á milli tveggja háspennumastra, beygði síðan og tók með sér lyftuskúr. Hann bar flóðiö með sér 300-400 metra og skildi hann þar eftir mölbrotinn. Þá fór flóðiö á neðri endastöð skíðalyftunnar og beyglaöi hana verulega. Tjónið er talið umtals- vert og t.d. var raftnagnsbúnaður lyftunnar í skúrnum sem flóðið bar ofan í gil, upp úr því aftur og mélaði síðan smátt. Um kilómetra breitt snjóflóð féll á þrjá bæi norðan Hvammstanga: Fjárhúsin horf in af yf irborði jarðar um 80 flár fórust og heyrúllur skoppuðu eins og korktappar „Það var ótrúlegt að sjá þetta. Það var eins og klippt hefði verið á fleka í hlíðinni sem er ekki mjög brött. Flóðið er nánast jafnslétt yfir að líta frá fjallshlíðinni og niður fyrir bæj- arhlaðið - 1,5-2 metrar að dýpt. Það fór yfir Vatnsnesveginn, sem er á mifii fjalls og bæja, yfir túnin og tók með sér heyvinnutæki og bíl, þeytti honum tuttugu metra og 700-800 kílóa heyrúllur sem stóðu við hlöð- una á Ytri-Ánastöðum höfðu skopp- að um túnið eins og korktappar. Fjár- húsin voru horfin af yfirborði jarð- ar,“ sagði Hermann ívarsson, lög- reglumaður á Hvammstanga, í sam- tali við DV. Hátt í kílómetra breitt snjóflóð féll á bæina Ytri-Ánastaöi, Syöri-Ána- staði og Bólstað um 7 kílómetra norð- ur af Hvammstanga í fyrrakvöld, að því er talið er. Tveir síðarnefndu bæimir eru í eyði en að Ytri-Ána- stöðum fór flóðið yfir tvö íjárhús og fórust hátt í áttatíu fjár og nokkur hross í flóðinu. Bærinn slapp én heimilisfólk varð ekki vart við flóðið fyrr en um klukkan tíu í gærmorgun þegar tók að birta og veðri slotaði eftir nóttina. Þrátt fyrir að fjárhúsin hafi veriö stuttan spöl frá bænum varð fólkið þar, tveir bræður og foreldrar þeirra, ekki vart við flóö fyrr en raun bar vitni vegna veðurhamsins. Við Syðri-Ánastaöi, sem eru 500-700 metrum sunnar og nær Hyammstanga, er svipuð húsaskipan og við Ytri-Ánastaði, þar vom útihús nánast á bæjarhlaðinu. Þau fóm öll í mask en flóðið þar nánast klofnaði við íbúðarhúsið sem stóð eftir þó rúður hafi skemmst. Við bæinn Ból- staði eyðilagðist íbúðarhúsið en austurhlið þess sprakk og fylla kom inn í húsið. Um klukkan hálfsex á þriöjudags- kvöld voru bræðurnir að Ytri-Ána- stöðum í fjárhúsunum. Þeir dvöldu þar skemmri tíma en ella þar sem þeir áttu eftir að handmjólka kýrnar í fjósinu sem er nánast á bæjarhlað- inu. Fjárhúsin vom um 100 metra frá bænum. Hermann sagði að veður- hæðin um kvöldið og nóttina hefði verið ofboðsleg. „Það fór virkilega að æsast upp úr klukkan sex um kvöldið," sagði Hermann. Talið er að flóðið hafi fallið á milli klukkan 18 og24afummerkjumaðdæma. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.