Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 11 Meiming Spegill, spegill herm þú mér... Þaö eru ekki mörg áhugaleikfélög á landinu sem státa af jafngóðri aöstöðu til sýninga og leikfélagið í Mosfellsbæ. I fyrra fékk það til afnota áhaldahús bæj- arins, sem lokið hafði sínu hlutverki, og því var með elju og dugnaði félaga breytt í prýðilegasta leikhús. Leikfélagið gerir vel við börnin um þessar mundir því að nú nýverið var frumsýnt þar ævintýrið alkunna um Mjallhvíti og dvergana sjö í leikgerð Guðrúnar Þ. Stephensen. Guðrún er einnig leikstjóri og fylgir sögunni vel eft- ir meö skynsamlegum áherslum. Dagbjört Eiríksdóttir leikur Mjallhvíti, sem er ósköp falleg, ung og saklaus, algjör andstæða drottningarinnar, sem vissulega er glæsileg, en reynist vera hið versta flagð. Hlutverkið liggur vel fyrir Dagbjörtu sem hefur skýra framsögn og leikur af látleysi og þokka. Þaö er viturlegt aö ganga ekki fram af yngstu áhorf- endunum meö því að láta drottninguna vera of ógn- vekjandi. Illska hennar liggur engu að síöur ljós fyrir enda hrökklast hún burt úr ríkinu þegar upp um hana kemst. Fulltrúar hins góða eru dvergarnir sjö sem eru skrýtnir og skondnir karlar. Búningar þeirra og gervi voru skemmtilega útfærð og börnunum er eftirlátið að nota ímyndunaraflið svolítið því að þeir eru ekkert sérstaklega litlir að sjá. Krakkarnir vita bara að þeir eru pínulitlir og það nægir. Það er mikið lagt í búningana sem eru einkar vel úr garði gerðir og leikmyndin þjónar ágætlega sínum tilgangi. Skiptingar gengu hratt fyrir sig, en það hefði mátt deyfa ljósin betur milli atriða. „Af hverju labbar hún sjálf inn?“ heyrðist í litlum gagnrýnanda, þegar Mjallhvít á að liggja í dásvefni en sést greinlega skjót- ast inn og leggjast sjálf fyrir í glerkistunni. Frammi- staða leikenda var jöfn og góð, í söng, dansi og leik miðað við að þarna er áhugafólk á öllum aldri að verki. Mest kvað þó að skörulegri framgöngu þeirra Gunnhildar Sigurðardóttur í hiutverki drottningar og Maríu'Guðmundsdótturi hlutverki Matthildar. Börnin sem léku héra og íkornabörn gerðu þaö einkar skemmtilega og þá má ekki gleyma dvergunum sjö, Leiklist Auður Eydal sem bera sýninguna uppi að stórum hiuta. Og ekki má sleppa þeim „leikara" sem gerði hvaö mesta lukku. Hryssan Nett stóö sig meö prýöi þegar hún gekk á svið og lét hvorki sterk ijós né mannfjölda trufla sig. Það var fróðlegt aö fylgjast með börnunum í áhorfendahópnum á sýningunni sem ég sá. Nokkur af þeim yngri voru greinilega ekki leikhúsvön og töluðu háum rómi til að byrja með, rétt eins og þau væru heima í stofu að horfa á sjónvarpiö, sem aldrei lætur truflast. En þaö leið ekki á löngu þar til ævintýr- iö náði tökum á þeim og það var andaktugur hópur sem fylgdist meö því hvernig Mjallhvíti tókst með hjálp dverganna að sigrast á hinu illa. Leikfélag Mosfellssveitar sýnir i Bæjarleikhúsinu: Mjallhvit og dvergarnir sjö Leikgerð og leikstjórn: Guðrún Þ. Stephensen Söngtextar: Stefán Jónsson og Auður Kristmundsdóttir Leikmynd: Jón Sævar Baldvinsson Búningar: Auður Ragnarsdóttir og Svava Harðardóttir Tóniist: Jens Hansson Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson McDonalds LEIKURINN 9 9 1 7 • 5 0 Verð kr. 39,90 mín. McDonald's leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost að vinna stjörnumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um veitingahús, skemmtistaði og viðburði helgarinnar. Svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgir DV á föstudögum. I DREGIÐ DAGLEGA UR POTTINUM! Daglega frá fóstudegi til fimmtudags verða fimm heppnir þát^takendur dregnir úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu stjörnumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaúkanum DV-helgin. Nöfn vinningshafa verða birt í DV-helgin í vikunni á eftir. Suöurlandsbraut 56. Sími 581-1414 Opið daglega frá 10-23.00 Sviðsljós Kátur hópur vaskra meyja og sveina i teitinu DV-myndir Olgeir Helgi Ragnarsson, Borgarbyggó Hrossasmalar hittast aftur ájaíhsléttu Mikið teiti var haldiö í Tungu í Svínadal í Borgar- firði um helgina og þangað boðið bjargvættunum öllum sem tóku þátt í farsælli björgun hrossastóðs úr 01- færu klettabelú í Skarðs- hyrnu 3. janúar. Vel var veitt hjá þeim hjónum Fjólu og Samúel Ólafssyni og hver og einn fékk áritaða drykkj- arkönnu með eigin nafni og 3 vísum að gjöf. Þrátt fyrir dimmviðri og slæma færð mættu flestir sem tóku þátt í björguninni í Tungu. Fjóla Samúelsdóttir afhendir Helga Bjarnasyni könnu sina. o ch oo c 'tu *o < MYND8ANDAGETRAUN BONUSUIDEO 9 9 • 1 7 • 5 0 Myndbandagetraun Bónusvídeós er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost aö vinna gjafakort með úttekt á þrem myndbandsspólum frá nýrri og stórglæsilegri myndbandaleigu Bónusvídeós að Nýbýlavegi 16. Það eina sem þarf aö gera er aö hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um myndbönd. Svörin við spurningunum er aö finna í blaðauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir sem fylgir DV á fimmtudögum. Dregið daglega úr pottinum! Daglega frá fimmtudegi til miövikudags veröa nöfn þriggja heppinna þátttakenda dregin úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu gjafakort frá Bónusvídeói. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Munið aö svörin viö spurningunum er aö finna í myndbandaumfjöllun DV á fimmtudögum. Nöfn vinningshafa verða birt í blaðauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir T vikunni á eftir. BONUSVIDEO Nýbýlavegi 16. Sími 5644733 Opið virka daga frá 10 - 23.30. Laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.