Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Afmæli Gunnar Birgisson Gunnar Birgisson rekstrarhagfræð- ingur, Álfaskeiði 10, Hafnarfirði, er fertugurídag. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Neshaga. Hann lauk landsprófi frá Hagaskólanum en eft- ir nám við MR stundaði hann ýmis störf, m.a. hjá Hagkaupi, Bandag hf. og Böðvari Bjarnasyni sf. Gunnar flutti með fjölskyldu sinni til Gautaborgar 1982 og stundaði þar nám við Gautaborgarháskóla í rekstrarhagfræði meö fjárfestingu, fjármögnun og markaðsfræði sem sérfag. Að námi loknu, 1986, starfaði hann hjá Heildverslun Gunnars Kvaran en í ársbyijun 1987 hóf hann störf hjá VÍ S og hefur starfað þar síðan. Gunnar situr í stjóm Samvinnulíf- eyrissjóðsins frá 1992 og er formað- ur þar frá 1993, situr í stjóm Skinna- iönaðar á Akureyri frá 1993, í stjórn íslenskra sjávarafurða frá 1994 og stjórn ísöldu frá 1994. Fjölskylda Gunnar kvæntist 8.11.1980 Elínu Maríu Magnúsdóttur, f. 19.11.1957, félags- og uppeldisfræðingi. Hún er dóttir Magnúsar Karlssonar, mál- ara í Hafnarfirði, og Guðbjargar Viggósdóttur dagmóður. Börn Gunnars og Elínar Maríu eru Ragnhildur Björg Gunnarsdótt- ur, f. 22.7.1978, nemi í Flensborg; Magnea Lára Gunnarsdóttir, f. 21.4. 1981, nemi í Víðistaðaskóla; María Berglind Gunnarsdóttir, f. 17.11. 1989. Systkini Gunnars eru Gylfi Birgis- son, f. 22.9.1956, hdl., kvæntur Svandisi Kristiansen og eiga þau þrjú börn; Unnur E. Birgisdóttir, f. 24.6.1958, skrifstofumaður, og á hún tvö börn; Kjartan Birgisson, f. 29.4. 1960, bankafulltrúi, kvæntur Hall- dóru Ingólfsdóttur og eiga þau tvö börn; Guðlaug Hildur Birgisdóttir, f. 24.4.1966, nemi, en sambýlismað- ur hennar er Guðlaugur Sveinsson. Foreldrar Gunnars eru Birgir Ott- ósson, f. 6.6.1934, skrifstofumaður í Reykjavík, og Ragnhildur Gunnars- dóttir, f. 21.6.1934, húsmóðir. Ætt Birgir er sonur Ottós, málara- meistara í Reykjavík, Guðmunds- sonar, verkamanns í Reykjavík, Jónssonar. Móðir Ottós var Sigríður Bjarnadóttir. Móðir Birgis er Guðný Ottesen Jósafatsdóttir, söðlasmiðs í Skála- nesi í Vopnafirði, Jóhannessonar. Móðir Guðnýjar var Guðlaug Otte- sen, systir Sigríðar, móður Ástu, gestgjafa í Reykjavík, móður Jóns, byggingaverkfræðings í Hollandi, og Björns prófessors Björnssona. Guðlaug var dóttir Lárusar Péturs Ottesens, b. og formanns á Ytra- Hólmi, bróður Oddgeirs Ágústs Andlát Helgi Indriðason Helgi Indriðason, fyrrv. bóndi í Laugarási í Biskupstungum, síðan að Hááleitisbraut 111, Reykjavík, en loks vistmaður að Kumbaravogi á Stokkseyri, lést 14.1. sl. Hann verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju í dag, fostudaginn 20.1. kl. 14.00. Starfsferill Helgi fæddist í Ásatúni í Hruna- mannahreppi 30.1.1914 og ólst þar upp. Tvítugur að aldri fór hann til náms að Bændaskólanum á Hólum og lauk þaðan búfræðingsprófi 1936. Að námi loknu var hann fjósamaður að Hólum í tvö ár og síöan ráðsmað- ur. Sumarið 1938 var hann við íjár- gæslu á Tungnamannaafrétti vegna mæðiveikifaraldurs og vann síðan við bústörf á nokkrum bæjum á Suður- og Vesturlandi næstu tíu árin, að undanskildu einu ári í Bretavinnunni í Reykjavík. Síðustu fiögur þessara ára var hann ráðs- maður hjá Bjama Bjarnasyni, skólameistara á Laugarvatni. Helgi hóf búskap á jörð læknishér- aðsins í Laugarási í Biskupstungum 1947. Þar bjó hann í tuttugu og þrjú ár. 1970 fluttu hann og kona hans til Reykjavíkur þar sem hann vann við ýmis verslunar- og þjónustu- störf, lengst þó sem afgreiðslumað- ur í Málaranum. Hann hætti störf- um 1987. Helgi var ætíð mikill unnandi hestamennsku. Á yngri árum ferð- aðist hann ríðandi víða um land. Hann var meðal stofnenda hesta- mannafélaganna Loga í Biskups- tungum og Smára í Hrunamanna- hreppi. Fjölskylda Helgi kvæntist 1947 Guðnýju Aðal- björgu Guðmundsdóttur, f. 2.4.1913, d. 17.4.1993, húsfreyju. Foreldrar Guðnýjar voru Guðmundur Bjama- son, b. í Önundarfirði, og k.h., Guðný Amgrímsdóttir húsfreyja. Fóstursonur Helga og Guðnýjar er Birgir Stefánsson, f. 11.7.1948, stýrimaður í Reykjavík en dóttir hans er Ásrún, f. 17.3.1989. Kjördóttir Helga og Guðnýjar er Gróa Kristín Helgadóttir, f. 2.1.1951 en maður hennar er Guðmundur Haraldsson. Tvíburadætur Gróu em Guðný Birgitta og Helga Sigríð- ur Harðardætur, f. 26.3.1972, þau em búsett á Flateyri. Helgi átti tíu alsystkini. Foreldrar Helga voru Indriði Grímsson, f. 27.7.1873, d. 10.11.1921, b. í Ásatúni í Hrunamannahreppi, og k.h„ Gróa Magnúsdóttir, f. 20.8. 1877. Ætt Indriði var sonur Gríms, b. í Ása- koti, Guðmundssonar, b. á Kjarans- stöðum, Þorsteinssonar, b. í Miö- dalskoti, Vigfússonar, b. á Kiðabergi í Grímsnesi Sigurðssonar, b. í Ás- garði, Ásmundssonar, fóður Jóns, afa Jóns forseta. Dóttir Siguröar var Salvör, amma Tómasar Sæmunds- sonar Fjölnismanns. Móðir Indriða var Helga Guð- mundsdóttir, b. á Brekku í Bisk- upstungum, Guðmundssonar, í Austurhlíð Eyjólfssonar. Móðir Guðmundar á Brekku var Guðrún Magnúsdóttir, alþm. í Bráðræði í Reykjavík, Jónssonar, og k.h., Guð- rúnar Jónsdóttur, systur Jóns Helgi Indriðason. Hjaltalín landlæknis. Móðir Helgu var Helga, dóttir Jóns Bachmanns, prests í Klausturhólum, Hallgríms- sonar Bachmanns, læknis í Bjarnar- höfn. Móðir Jóns var Halldóra Skúladóttir, landfógeta Magnússon- ar. Móðir Helgu Jónsdóttur var Ragnhildur Bjömsdóttur, prófasts á Setbergi, Þorgrímssonar, sýslu- manns í Hjarðarholti, Sigurðssonar, bróður Ragnhildar, móður Eggerts Ólafssonar skálds. Móðir Ragnhild- ar var Helga Brynjólfsdóttir, sýslu- manns í Hjálmholti, Sigurðssonar, sýslumanns í Saurbæ á Kjalarnesi Sigurðssonar, lögmanns í Saurbæ, Björnssonar. Gróa var dóttir Magnúsar, b. í Bryðjuholti, Jónssonar, b. í Efra- Langholti, Magnússonar, b. í Efra- Langholti, Eiríkssonar, í Bolholti Jónssonar, ættfoður Bolholtsættar- innar. Móðir Gróu var Guðný Ein- arsdóttir, b. í Bryðjuholti, Einars- sonar, b. í Bryðjuholti, Bjamasonar, b. á Sóleyjarbakka, Jónssonar rauðs, b. á Fjalli, Jónssonar. Brídge isvei takeppni og verða fiórðungsúrslit spiluð miðvikudag- inn 18. janúar. Þessar sveitir eigast þá við í 40 spiia leik: S. Ármann Magnússon -Tryggingamiöstöðin Roche-Jón Stefansson VÍB-Hjólbarðahöllin Landsbréf-Kátir piltar Spilað er i nýju húsnæði BSÍ að Þönglabakka l, 3ju hæð, og hefst spilamennskan klukkan 19.00. Góð að- staða er fyrir áhorfendur og eru þeir velkomnir. Bridgesamband islands hefur ákveðið að kjördæma- keppnin, báðar deildir, veröi haldin á Austurlandí en Bridgesamband Austurlands hefur óskaö eftir því. Allar líkur eru á að keppnin verði haldin í Valaskjálf og er undirbúningur hafinn og hyggjast Austfirðingar standa vel að þeim málum sem í þeirra verkahring verða. Kjördæmakeppnin er fiölmenn, 32 sveitir alls. Keppnin fer fram 20. og 21. mai. Bridgesamband Aust- urlands hefur faiið Pálma Kristmannssyni á Egilsstöð- um að verða eínvaldur við samsetningu liðs BSA í kjördæmakeppnina. Lúðvíks, föður Péturs Ottesens, alþm. á Ytra-Hólmi. Lárus Pétur var sonur Péturs Ottesens, dbrm. og útvegsb. á Ytra-Hólmi, Lárussonar Ottesens, kaupmanns í Reykjavík, Oddssonar, ritara yfirdómsins, Stef- ánssonar, ættföður O ttesenættar- innar og hálfbróður Ólafs Stefáns- sonar stiftamtmanns, ættfööur Stephensenættarinnar. Móðir Guð- laugar var Karólína Nikulásdóttir, b. á Kotá í Eyjafirði, Guömundsson- ar og k.k., Guðlaugar Guðmunds- dóttur, systur Guðrúnar, móður Vatnsenda-Rósu. Ragnhildur er dóttir Gunnars, skipamiðlara í Reykjavík, Guðjóns- sonar, úrsmiðs í Reykjavík, Sigurðs- sonar. Móðir Gunnars var Ragn- hildur Magnúsdóttir, b. í Miðhúsum í Biskupstungum, Halldórssonar. Móðir Ragnhildar Gunnarsdóttur er Unnur Lára Magnúsdóttir, pró- fessors og ráðherra í Reykjavík, Jónssonar, prests á Ríp, Magnús- Gunnar Birgisson. sonar, b. á Steiná, Andréssonar. Móðir Magnúsar prófessors var Steinunn Guðrún Þorsteinsdóttir, b. í Úthlíð í Biskupstungum, Þor- steinssonar. Móðir Unnar var Ing- veldur Benedikta Lárusdóttir, prests í Selárdal, Benediktssonar og Ólafíu Ólafsdóttur, systur Ólafs Lárussonar prófessors. 90 ára Jóhanna Sigfinnsdóttir, Múlasíðu 38, Akureyri. Hörður Valdimarsson, Sólheimum 27, Reykjavík. Ester Svan Jónsdóttir, Álíhólsvegi 125, Kópavogi. 60ára 80 ára KarlÞorláksson, Hrauni IA, Ölfushreppi. Hanna Joensen, Eyjahrauni 31, Þorlákshöfn. Hanna tekur á móti gestum að Lyngbergí 27 þann 21.1. milli kl. 17.00 og 21.00. Lovísa G. Sigurbjörnsdóttir, Asparfelli 6, Reykjavík. Steinunn Jónsdóttir, Aflagranda40, Reykjavik. Erna Lárentsiusdóttir, Vallargerði 37, Kópavogi. 50 ára 75 ára Magnús Steingrímsson, Grensásvegi 60, Reykiavík. Þórunn Einarsdóttir, Reynimel 76, Reykjavík. Unnur Jóhannesdóttir, Ásbúð47,Garðabæ. Pálmar Jóhannesson, Egg,Rípurhreppi. Victor Sigurjónsson, Egilsgötu 10, Reykjavík. Kr istj ana Friðþj ófsdóttir, Stórateigi 17, Mosfellsbæ. Reynir Már Guðmundsson, Borgarhrauni 5, Hveragerði. 40ára Petrína Salóme Gísladóttir, Hraunbæ 142, Reykjavík, verður sjötug á mánudaginn. Eiginmaður hennar er Bjami Eg- ilsson. Þau hjónin taka á móti gestum í Bjarkarásivið Sfiömugróf laugardaginn 21.1.nk. milh kl. 15.00 og 18.00. Ársæll Másson, Öldugötu6, Reylfiavík. Björn Herbert Guðbjörnsson, Heiðarbóli 45, Keflavik. Harpa Pálsdóttir, Túngötu 20, Grindavík. Drifa Eysteinsdóttir, Lambhaga 10, Selfossi. Linda Ólafsdóttir, Frostafold 14, Reykjavík. Kristján Björn Snorrason, útbússfióri Búnaðarbankans í Borgarnesi. Höfðaholti 5, Borgarbyggð. Eiginkona Kristjáns er Alda Sigríö- ur Guðnadóttir. Þau dvelja á Flórída á afmælisdag- ínn. sem er! 99*56*70 lAðeins 25 kr. mín. Sama verð fvrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.