Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977. 2 f Fyrirspum tíl Hitaveitu Suðumesja Gísli Vium Sandjíerði hringdi: Gísli vildi koma á framfæri fyrirspurn til Hitaveitu Suður- nesja um það hvort ákveðið hafi verið að selja einu fyrir- tæki heitt vatn eftir mæli á sama tíma og einstaklingar fá ekki að velja hvort þeir vilja mæli eða ekki. Einnig vill Gísli vita hvort ákveðið hafi verið verð á hverju tonni til þessa ákveðna fyrirtækis. DB hafði af þessu tilefni sam- band við Alfreð Alfreðsson sveitarstjóra Miðneshrepps og stjórnarmann í Hitaveitu Suðurnesja og spurði hann um þetta. Alfreð sagði að það væri rétt að beiðni hefði komið frá Loðnu- og beinaverksmiðjunni í Grindavík þess efnis að verk- smiðjan borgaði eftir mæli en ekki ákveðnum toppi eins og annars er. Verksmiðjan notar heitt vatn mjög mikið í 2—3 mánuði á ári og lítið þess utan. Alfreð sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um af- greiðslur málsins og ekki lægju fyrir upplýsingar um verð ef til kæmi. Alfreð sagði að hér yrði aðeins um sölu á afgangsorku að ræða ef til kæmi, eins og oft væri hjá rafveitum. Salan væri þó háð því skilyrði að loka mætti fyrir vatnið án nokkurs fyrirvara ef á þyrfti að halda. Vatnið yrði selt með magnaf- slætti í stuttan tíma. í reglu- gerð er heimild fyrir slíkri sölu með t.d. svona fyrirtæki í huga. Fyrirhugaðar lagfæringar á fjarskipta- vandamálum aldraðra og öryrkja — ráðherra heimilt að ákveða sama gjald við þjónustu- og stjórnsýslustofnanir ríkisins íReykjavík hvaðan sem er af landinu Oddur Olafsson skrifar: Anna skrifar þann 11. maí í Dagblaðið um símaþjónustu. Hún hreyfir þar þörfu máli hins vegar er það ekki rétt hjá henni að ekkert hafi verið gert til lagfæringar. Á síðasta Alþingi kom fram frumvarp til laga um starfrækslu póst- og sfmamála. Með breytingu á einni grein þess frumvarps var stefnt veru- lega að þvi marki sem Anna getur um. Til upplýsingar læt ég fylgja hér með 11. gr. greinds frumvarps, eins og hún var upphaflega, breytingartil- lögu mína og 11. greinina eins og hún var endanlega sam- þykkt. Auk þess upplýsti samgöngu- ráðherra í umræðum um málið að hann hefði haft samband við heilbrigðisráöuneyti, fjármála- ráðuneyti og menntamálaráðu- neyti, að ráðuneytin fjögur hefðu ákveðið að skipa nefnd til þess að finna viðunandi lausn á fjarskiptavandamálum aldraðra og öryrkja. 11. greinin upphaflega: „Ráðherra ákveður í gjald- skrá gjöld þau, sem greiða ber póst- og símamálastofnun fyrir þjónustu þá, sem hún veitir, þ.á m. fyrir póstgíró og upp- setningu, leigu og viðhald hvers konar fjarskiptatækja. Að því skal stefnt, að tekjur samkvæmt gjaldskrá nægi til að rekstrarjöfnuður náist, miðað við að rekstur og fjárfestingar fari eftir meginstefnu 1. mgr. 3. gr. og fyllsta aðhalds sé gætt“. Breytingartillaga Odds Ólafs- sonar við 11. grein. Greinin orðist svo: „Ráðherra ákveður í gjald- skrá gjöld þau, sem greiða ber póst- og símamálastofnun fyrir þjónustu þá, sem hún veitir, þ.á m. fyrir póstgíró og upp- setningu, leigu og viðhald hvers konar fjarskiptatækja. Hann lánar endurgjaldslaust talstöðvar í bifreiðar fatlaðs fólks að fenginni umsögn öryrkjabandalags íslands. Þó skulu ekki lánaðar fleiri en 25 á hverjum tíma. Ráðherra ákveður við næstu gjaldskrár- breytingu, að sama gjald komi fyrir hvert símtal sem fram fer innan sama númerasvæðis. Þá er ráðherra heimilt að ákveða að sama gjald skuli krafið fyrir símtal við helztu þjónustu- og stjórnsýslustofn- anir ríkisins í Reykjavík, hvaðan sem talað er af landinu. Að því skal stefnt að tekjur samkvæmt gjaldskrá nægi til þess að rekstrarjöfnuður náist, miðað við aðrekstur ogfjárfest- ingar fari eftir meginstefnu 1. mgr. 3. gr. og fyllsta aðhalds sé gætt.“ 11. gr. eins og hún var sam- þykkt: „Ráðherra ákveður I gjald- skrá gjöld þau, sem greiða ber póst- og símamálastofnun fyrir þjónustu þá, sem hún veitir, þ á.m. fyrir póstgíró og upp- setningu, leigu og viðhald hvers konar fjarskiptatækja. Stefnt verði að því við gjald- skrárgerð, að sömu gjöld gildi innan hvers svæðisnúmers, og skal ákveðið í reglugerð, hvenær framkvæmd þessa ákvæðis kemst á. Ráðherra ér heimilt að ákveða, að sama gjald skuli krafið fyrir símtal við helztu stjórnsýslustofnanir ríkisins í Reykjavík, hvaðan sem talað er af landinu. Að því skal stefnt, að tekjur samkvæmt gjaldskrá nægi til að rekstrarjöfnuður náist, miðað við að rekstur og fjárfestingar fari eftir meginstefnu 1. mgr. 3. gr. og fyllsta aðhalds sé gætt.“ Þetta ærinn Til eru margar sveita- og héraðavísur, þar sem vissum byggðarlögum eru gefnar einkunnir, frægastar eru kannski vísur Látra-Bjargar. Hér kemur fjórðungavisa frá 18. öld, sem birt er í Ferðabók Sveins Pálssonar. Austfirðingar eiga mest og una verst. Sunnlendingar selja mest og svíkja flest. Vestfirðingar vita mest og vilja verst. Norðlendingar ríða mest og raupa flest. Á hernámsárunum 1940-45 gerði Páll ísólfsson söngsveit sína við útvarpið að forsöngvara þjóðarinnar allrar og stjórnaði almennum söng á öldum ljós- vakans. Þjóðkórinn söng ættjarðarkvæði og ýmis alþýðleg lög við miklar og al- mennar vinsældir. Meðal þess sem þar var kyrjað var hin alkunna vísa Kristjáns Jónssonar: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland. Nú á ég hvergi heima. Páll stakk upp á því að vestfirðingar, sunnlendingar og austfirðingar sendu honum stökur um sína landsfjórðunga undir sama lagi. Margar vísur voru ortar landá auð af þessu tilefni og birtust sumar þeirra í Útvarpstíðindum. Sveitamanni austan af Langanes- strönd, Kristjáni Einarssyni varð eftirfarandi vísa á munni. Á þessum árum var kotbóndi í Eyjafirði með sama nafni, síðar á Akureyri. Hann var þó að verða þjóðkunnur fyrir listræna ljóðagerð og kenndi sig við Djúpalæk. Þó mér búi böl og grand brádökk nótt í faðmi sínum, ailtaf verður Atusturland eins og ljós í huga mínum. Ríkharður Jónsson myndhöggvari: Fyrnist slóð um fjöll og sand, fýkur í gömlu sporin. Alltaí þrái ég Austurland. einkum þó á vorin. Eva Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði var á þeirri tið og síðar kunn fyrir ritstörf. Hún sendi eftirfar- andi vísu. Þigégelska Vusturland. ofið blómaskrúða, þar sem bára um svalan sand söltum dreifir úða. Eva bað Útvarpstíðindi fyrir þessa ást- arjátningu til Páls Isólfssonar, enda var hún mikill unnandi söngs og tónlistar: Þó að veröld vonskuflá virðist standa i báli, alltaf mun ég auðnusmá unna honum Páli. Sama blað flutti einnig þessa átthaga- kveðju frá Evu. Hún var þá á sjúkrahúsi í Reykjavík. Aldan kringum Austurland ýfir bárukögur. Giettist hún við svalan sand, sæluvog og ögur. Helgi Valtýsson skáld og kennari orti: Trauðla raknar tryggðaband, treyst í raunum mínum. Aldrei gleymist Áusturland útiaganum sínum. Hér er enn ein vísa að austan, þar sem höfundurinn hefur aðeins sett fanga- mark sitt, I.G., og þori ég ekki að geta upp á því hver þar felur sig. Næturdrungi og draumafans drótt i vestri þreytir meðan ársól austanlands allar byggðir skreytir. Það er eins og gæti nokkurrar drýldni í vísunni, en báðir hafa þeir landshlutar sem nefndir eru, fjöllin há, sem stund- um skyggja á sól. Bestu vesturlandsvísuna orti Jón H. Guðmundsson prentari, rithöfundur og síðar lengi ritstjóri Vikunnar. Hann er nú löngu fallinn frá, góðkunningi þess sem þetta ritar. Vildi ég um Vesturland vera nú að sveima. Við þín f jöll og f jörð og sand fýsir mig að dreyma. En ekki fylgdu alltaf nöfn vísunum, ein slík sending var svona. Ef mér skolar upp á sand aldan hinsta sinni, vonaégað Vesturland verði i eiiífðinni. Mig grunar að vísan sé eftir Teit Hartmann. Þó undarlegt megi virðast komst aðeins ein suðurlandsvísa á blað og hún var ekki eftir heimamann heldur miðfirðinginn Friðrik Á. Brekkan, en við hana samdi sunnlendingurinn Sig- valdi Kaldalóns fallegt lag. Hún var svona. Um gróna jörð og gráan sand geislar hlýir streyma. Nú skín sól áSuðurland, sælt er að lifa og dreyma. Jón Olafsson skáld og ritstjóri orti þessa alkunnu vísu nærri síðustu alda- mótum. Hér er nóg um björg og brauð berirðu töfrasprotann. Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að not'ann. ----------------------------

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.