Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIf). FIMMTUDAGIJR 2. JtJNl 1977. _______________ 17 Tommy Smith, Evrópumeistari Liverpool, bregdur Gísla Torfasyni innan vítateigs. Vítaspyrna. DB-mynd Bjarnleifur. Strákamir stjörnumar — þegar úrvalsliö KSÍ sigraöi stjörnuliö Bobby Charlton 5-2 á Laugardalsvelli ígær Geta íslenzku strákanna kom mér alls ekki á óvart. Ég þekki Tony Knapp vel.. Þekki hæfileika hans og getu til að ná því bezta út úr leikmönnum og ég var því ekki hissa á hve vel íslenzka liðið lék, sagði Bobby Charlton, sá marg- reyndi kappi, eftir að stjörnulið hans hafði tapað fyrir úrvalsliði KSÍ á Laugardalsvelli í gær 5-2. Það var stórskemmtilegur leikur á köflum og 8072 áhorfendur, sem borguðu sig inn á völlinn auk fjölmargra annarra, voru vel með á nótunum. Skemmtu sér vel og hrifust af snjöllum leik islenzku leikmannanna, sem unnu verð- skuldaðan, góðan sigur. tslenzku leikmennirnir voru leiknir og sprækir, sagði Charlton ennfremur, en því ber ekki að neita, að ferðalagið frá Danmörku sat talsvert í leikmönnum mínum. Við komum til íslands rétt um sexleytið — og inn á Laugardals- völl fimmtán mínútum áður en leikurinn hófst. En það dregur ekki úr getu íslenzku leikmann- anna. Við lékum við úrvalslið Kaupmannahafnar á þriðjudags- kvöld og unnum 4-2. Það lið var ekki nálægt því eins sterkt og ísienzka landsliðið, sagði Charlton, sem er ákaflega geðugur maður, og hann lagði nokkra áherzlu á, að lið hans hefði tapað fyrir landsliði, þó svo hann segðist vita, að Island gæti stillt upp talsvert sterkara lands- liði með atvinnumönnum. — Ég vissi, að brezku leik- mennirnir mundu reyna að dempa niður hraðann eins og þeir gátu og sagði því strákunum að byrja með miklum krafti. Það tókst og ég er ákaflega ánægður með hvern einasta leikmann íslenzka liðsins, sagði landsliðs- þjálfarinn Tony Knapp eftir leik- inn. Var vissulega stoltur af frammistöðu íslenzka liðsins — og hann rnátti líka vera það. Eg var hissa á því hélt Knapp áfram, að gagnrýni skyldi koma á það, að ég skipti fimm leikmönnum inná strax eftir ieikhléið. Það voru 16 menn valdir og þeir áttu allir að leika — og piltarnir voru þreyttir, flestir, eftir leikina í 1. deild á þriðjudagskvöld. Þeir vildu fá hvíld — og Ingi Björn vildi helzt ekki leika með í síðari hálfleikn- um. Hann hafði fengið stuð — en ég fékk hann til að byrja með aftur, en síðan kom Atli Eóvalds- son í hans stað. Góð skemmtun Leikurinn var strax bráð- skemmtilegur og það var íslenzka liðið, sem gaf tóninn. Samleikur strax aðall þess — og hraði. Það kom brezkum í opna skjöldu, en satt bezt að segja þá var ég hissa hve sumir leikmenn brezka liðsins virkuðu þungir og seinir. Leikmenn eins og Lorimer, Hurst, Dunne — jafnvel Callaghan og Smith, allt leikmenn, sem eiga að vera í toppþjálfun. Hins vegar stóð Bobby Charlton vel fyrir sínu, sá snilldarkappi, þó 38 ára sé, og hættur að leika. Og þá ekki hinn síður 45 ára bróðir hans, Jaekie, sem lék mestallan síðari hálfleikinn. Auðvitað hafa þessir kappar misst talsvert af snerp- unni frá sínum yngri árum. Allir komnir yfir þrítugt, nema einn. Brian Kidd og hann var harð- skeyttasti leikmaður liðsins. Já, tónninn í leiknum var íslenzkur á stórfallegum Laugar- dalsvellinum. Strax á 3ju mín. átti Jón Gunnlaugsson hörkuskalla rétt yfir — og rétt á eftir Atli Eðvaldsson skalla ofan á þverslá. Leikur liðsins yljaði áhorfendum — samleikurinn, flétturnar og hvatningarhrópin urðu strax mikil. Það þurfti heldur ekki að bíða eftir marki. Guðmundur Þor- björnsson lék upp kantinn og Ingi Björn Albertsson nýtti sér vel misskilníng millii Smith og Charlton. Náði knettinum og skoraði með föstu skoti, sem Stepney átti ekki möguleika að verja. Ingi Björn átti eftir að skora tvö önnur mörk hjá þessum fræga markverði, sem fyrir aðeins hálfum mánuði átti stór- leik á Wembley í úrslitaleik bikarsins milli Man. Utd. og Liverpool. Og annað mark kom. Knöttur- inn lá aftur í netmöskvunum hjá Stepney. Gísli Torfason fékk knöttinn. Brauzt upp og komst frír inn í vítateig. Smith átti ekki annað ráð en að bregða honum aftanfrá. Víti, sem Ingi Björn skoraði örugglega úr. Nokkrum sek. síðar kom Stepney með snjallri markvörzlu í veg fyrir, að Kristinn Björnsson skoraði. Tæki- færi brezkra voru fá. Callaghan átti langskot yfir. Kidd skalla rétt yfir eftir hornspyrnu — og svo kom gull af marki hjá Inga Birni. Atli Þór tók aukaspyrnu. Gaf fyrir og eins og elding skallaði Ingi Björn knöttinn í netið hjá Stepney. Charlton skoror til að ná tökum á leiknum. Lítið gekk — en Sigurður Dagsson varði þó snilldarlega frá Kidd áður en Bobby Charlton minnkaði muninn í 3-1 tveimur mín. fyrir hlé. Skallaði knöttinn í mark af stuttu færi eftir aukaspyrnu Kendall. Eftir leikhléið komu Diðrik Ölafsson, Karl Þórðarson, Albert Guðmundsson, Ólafur Danivals- son og Árni Sveinsson í stað Sig- urðar Dagssonar, Atla, Einars Þórhallssonar, Harðar Hilmars- sonar og Kristins Björnssonar — en Atli skipti síðar við Inga Björn, og þessar breytingar veiktu alls ekki íslenzka liðið. Þó voru brezku leikmennirnir skárri í s.h. og strax á fyrstu mínútunum mátti Diðrik taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir mörk. Það gerði hann líka vel og á 57. mín. skoraði Ölafur Danivalss. gullfallegt mark. Fékk langsend- ingu frá Gísla. Lyfti knettinum yfir Wood, sem kominn var í markið í stað Stepney, og allt var opið. 4-1. Nokkrum sek. síðar minnkaði Kidd muninn í 4-2. Sneiddi knöttinn af stuttu færi í bláhornið eftir stórgóða auka- spyrnu B. Charlton. Leikurinn var enn skemmtilegri en í f.h. og punktinn yfir i-ið setti svo Guð- mundur Þorbjörnsson. Eftir fall- egt upphlaup brauzt hann i gegn og skoraði. Glæsilegt mark. Undirbúningurinn og mark- skotið. Lokakaflann voru brezkir ágengari, en tókst ekki að minnka muninn. Litlu munaði þó stundum hjá Kidd og Ball. „íslenzku strákarnir eru sprækir og nýttu tækifæri sín vel, hvað við gerðum hins vegar ekki,“ sagði Bobby Charlton eftir leikinn. Já, nýting okkar manna var góð— og leikurinn í heild verður minnisstæður. Það er kannski ekki rétt að taka þar einn fram öðrum fremur — en hlutur Gísla var stór. Hann var bezti maður á vellinum. Frábær bæði í vörn og sókn og sendingar hans með Charlton-stimpli. Báðir markverðirnir, Sigurður og Diðrik, voru mjög góðir — og Ingi Björn á sér fáa líka í marktæki- færum. Hann hlýtur að verða fastamaður i landsliðinu eftir þennan leik. Atli naut sín betur sem framvörður — og Janus Guðlaugsson er efni í framtiðar- landsliðsbakvörð. En allir eiga strákarnir skilið hrós fyrir frammistöðuna. Eina, sem pirraði mann var alltof flautugjarn dómari, Eysteinn Guðmundsson, á þessu skemmtikvöldi. hsím. Unnu Sovét Pólland sigraði Svíþjóð 17-16 (10-9) á handknattleiksmóti, sem hófst í Bjelovar í Júgóslavíu í gær. Þá vann Ungverjaland Sovét- rikin 25-22 (15-7). Tvö júgóslavnesk lið taka einnig þátt i mótinu. Brezkir reyndu hvað þeir gátu Ingi Björn Albertsson skorar stórfallegt skallamark — þriðja mark hans og ísiands — og hinn frægi markvörður Manch. Utd. kemur engum vörnum við. DB-mvnd Bjarnleifur. Sauöárkrókur—Dalvík—Akureyri— phyris - kynning á Norðurlandi Vinsælu snyrtivörurnar frá Phyris veróa kynntar af fegrunarfræðingi okkar: Sauðárkrókur Laugardag 4. júni Sauðárkróksapótek. Daivík. Mánudag 6. júní Dalvíkurapólck Akure.vri.Mánudag 6. júni Vörusalan s/f. Psoriasis- og exemsjúklingar sérstaklega velkomnir. Phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða. Phyris-umboðið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.