Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JÚNl 1977. 3 FYLLERÍISKJAFTÆÐIÐ FYRIR NEÐAN ALLAR HELLUR Pálína Kjartansdóttir hringdi: Ég á ekki eitt einasta orö til yfir sjónvarpsmyndinni Blóð- rauðu sólarlagi sem okkur var boðið upp á að kvöldi annars í hvítasunnu. Ég er stór- hneyksluð. Að bera svona kjaft- æði á borð fyrir fólk finnst mér alveg fráleitt. Ég er ekki ein um þessa skoðun. Eg var stödd í húsi þar sem var fólk á öllum aldri, — einnig unglingar. Það voru aliir á sama máli um að þetta fylliríiskjaftæði væri fyrir neðan allar hellur og ungling- arnir gáfust upp á að horfa á þessa dellu og fóru út i garð. Það hefði örugglega mátt skemmta okkur betur fyrir það fé sem fór til þess að gera þessa mynd. Hugsið ykkur hvað Ómar Rag’narsson hefði getað skemmt okkur betur í þennan rúma klukkutíma og það fyrir miklu lægra verð! Betra væri að taka f yllerfismyndir h já Þjórsá en eyða mill jónum f svona myndir Sigurður bakari í Austurveri hringdi: Ekki var bakarinn par ánægður með hið rauða sólar- lag Hrafns Gunnlaugssonar og taldi hann betra að skreppa austur að Þjórsá þar sem úti- skemmtun ku hafa verið. Þar hefði verið létt verk að mynda fulla menn, ælandi og lítt geðs- lega með litlum tilkostnaði. Sigurður sagði það til skammar ef þessi framleiðsla yrði send til hinna Norðurlandanna til sýningar. Hroll- vekjan var frá- bær Anna skrifar: Alveg var hún frábær mynd- in Blóðrautt sólarlag, eftir Hrafn Gunnlaugsson og tónlist Gunnars Þórðarsonar alveg stórkostleg. Það þarf ekki einu sinni að hafa orð á leik þeirra tvímenn- inganna, Róberts og Helga, hann var svo flottur. Umhverf- ið var líka aldeilis fyrsta flokks, — að hugsa sér að svona ,,draugabæir“ skuli virkilega vera til. Þeir eru stórkostleg umgjörð um svona hrollvekju! Að vísu fannst mér að koma hefði mátt með einhverja skýringu á þessum dularfullu fyrirbrigðum í enda myndar- innar. En eins getur líka verið að ég sé bara svona ólistræn í mér, að ég hafi ekki skilið þetta allt rétt. En ég fékk martröð um nótt- ina, — og svo hefur áreiðanlega verið með fleiri. Mér finnst að þessi hrollvekja sé svo góð og fagmannlega unnin að hana megi senda hvert á land sem er. Ekki vantar viðbrögð áhorfenda vegna sjónvarpsmyndar Hrafns Gunnlaugssonar. Annaðhvort var Blóðrautt sólarlag viðbjóður eða frábær hrollvekja. Greinilegt er að sjónvarpskvikmyndin Blóðrautt sólarlag hefur vakið mikla athygli. Áhorfendur eru ýmist með eða ó móti eins og gengur og skortir ekki lýsingarorðin ó bóða bóga. Ollu fleiri virðast þó hneykslaðir ó myndinni, en aðrir eru mjög hrifnir. Við birtum hér sýnishorn af skoðunum sjónvarps- óhorfenda. AF SVO GÓÐU MEIRA Guðmundur hringdi: Það var mikið að við fengum almennilega íslenzka hroll- vekju í sjónvarpið. Vonandi er þetta aðeins vísir að öðru Kagnheiður Guðmundsdóttir hringdi: Maður bíður í ofvæni eftir íslenzku efni og fær þetta síðan meira. Leikur, leikmyndir og allt umhverfi var mjög gott en endir myndarinnar að vísu full óljós. Hvað um það, meira af svo góðu. Það er hverjum manni hollt að fá útrás fyrir framan í sig. Blóðrautt sólarlag er sá almesti viðbjóður sem ég hef séð. Þetta á ekki að bera á borð. Þetla er hrollvekjandi ýmsa vessa og hvata fyrir framan sjónvarpið. Það hefur viða sýnt sig að menn fá útrás fyrir ofbeldishneigð með því að horfa á slíkar myndir. viðbjóður. Eg botna ekkert í þvi að sýna þetta efni. Alaumasta innlenda efni sem sjónvarpið hefur sýnt. Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson Hríngióísíma 83322 kl. 13-15 eða skrifiö Hrollvekjandi viðbjóður Vargaman ívinnunni ídag? Sigríður Guðbrandsdóttir, vinnur hjá auglýsingadeild DB: Já, það var ágætt. Það er alltaf gaman að vinna hjá Dagblaðinu. Gyða Rafnsdóttir nemi: Eg er ekki búin að fá vinnu ennþá, svo ég get ekki sagt um það. Ég var í skóla í vetur. Ég eyddi deginum bara í bæjarráp. Ragnhildur Mikaelsdóttir, vinnur á lögfræðiskrifstofu: Já, ég get ekki sagt annað. Ég vélritaði, hit- aði kaffi og fór á pósthúsið og gerði fleira skemmtilegt. Gunnar Klingbeil, vinnur í gler- augnaverzlun: Nei, örugglega ekki. Veðrið var svo dapurlegt og eftir sæmilega helgi er alltaf leiðinlegt að byrja. Það ætti að snúa vikunni við og hafa 5 daga frí og 2 daga í vinnu. Kristín Þorsteinsdóttir, vinnur hjá SS í Glæsibæ: Já, það var ágætt. Mér líkar vel að vinna og að hafa nóg að gera. Það er líka gott að vinna inni þegar er rigning og rok eins og í dag. Ölafur Benediktsson sölumaour: Ekki get ég sagt annað. Maður kynnist mörgu fólki og sölu- mannsstarfið er mjög fjölbreytt starf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.