Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977. FORD ER EKKIA ÞVÍ AÐ TAKA SER HVÍLD — þó hann sé hættur forsetastörf um Þriggja svefnherbergja leiguíbúðin sem fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, Betty og Gerald Ford, búa í núna minnir ákaflega lítið á Hvíta húsið í Washington. En það er einmitt þannig sem þau vilja gjarnan hafa það. Þau bíða róleg eftir að lokið verði við að byggja stórhýsi upp á um 124 milljónir ísl. kr. (162 þús- und dali). Þau hafa líka nóg að gera á meðan þau bíða eftir nýja húsinu sínu. Þau eru bæði að vinna að endurminningum sínum auk þess að vinna fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Þau Ford hjónin hafa tuttugu og tveggja manna starfslið en sú tala lækkar ofan í sjö manns á miðju árinu þegar hinum opinberu flutningum þeirra lýkur. Þau þurfa lika sannarlega á aðstoðarfólki að halda. Undanfarið hafa þau fengið 3400 boð um að koma fram og 80 þúsund bréf, — sem flest hafa verið aðdáendabréf. Ford ráðgerir fyirlestra- ferð til hinna ýmsu háskóla Bandaríkjanna. Hann hefur nú þegar lagt land undir fót all- rækilega síðan hann lét af for- setaembættinu en hann hefur ferðazt um 50 þúsund km og gerir ráð fyrir að sú tala verði um fimm sinnum hærri í árs- lok. Forsetahjónin gáfu sér tíma til þess að rabba við bandarísk- an blaðamann á dögunum og fer útdráttur úr viðtalinu hér á eftir: — Finnurðu til eirðarleysis eftir að þú fluttir úr Hvíta hús- inu? „Nei, síður en svo,“ svaraði Ford. „Mér líður alveg stórkost- lega. Lít ég kannski ekki vel út? Ef ég léti mér nægja að spila golf væri ástandið erfitt en ég hef sko nóg að gera.“ „Hann lítur mun betur út og virðist mun yngri," bætir frúin við. — Hvað fannst þér erfiðast við að vera forseti? Hús Fordhjónanna verður til- búið 1. febrúar 1978. Það er svo stórt að nóg rými er bæði fyrir börn og barnabörn. „Það var að ég skyldi ekki geta minnkað atvinnuleysi eins fljótt og ég vonaði. Ég upplifði sjálfur atvinnuleysi í krepp- unni og hef siðan talið það með því verra sem í er hægt að komast. Persónulega var þó erfiðast þegar Betty fékk krabbamein. Við vorum vita- skuld mjög óttaslegin en allt fór betur en við höfðum þorað að vona.“ — Hvað með tilraunir til að ráða þig af dögum? „Þetta gerðist allt svo fljótt að ég hafði ekki tíma til að átta mig fyrr en eftir á,“ sagði Gerald og Betty bætir við: „Ég skal segja þér hvernig mér leið. I hvert sinn sem hann fór upp í þyrluna stóð ég á svölunum, veifaði og bað í hljóði: Góði guð láttu Jerry koma aftur á lífi.“ — Hvað var ánægjulegast? Gerald: „I víðum skilningi að vinna á hverjum degi eitt- hvað nýtt.“ Betty: „Þegar eigin- maður minn sótti mig á sjúkra- húsið eftir aðgerðina. Fjöl- skyldan var öll samankomin." — Hittirðu nokkurn tíma Nixon? „Ég hef hitt hann einu sinni. Hann kallaði mig á sinn fund og við ræddum vftt og breitt um bók hans og mína bók. Hann virtist í mjög góðu skapi. Hann kvað Pat vera að jafna sig eftir slagið og honum sjálfum færi mikið fram í golfi.“ — Hvernig finnst þér að vera enn kallaður forseti? „Það skiptir mig í rauninni engu máli. Ef einhver kallaði mig Jerry væri það líka ágætt.“ — Hvers vegna fluttust þið til Pálmastrandar? Betty: „I fyrsta lagi þekkti ég mann minn það vel að ég vissi að við urðum að fara á stað þar sem voru um 50 golfvellir. Auk þess hafði læknir minn sagt mér að heitt loftslag væri það bezta fyrir mig. Það er mjög gaman að búa hér og allir eru ánægðir.“ — Ætlar þú að bjóða þig fram til forseta 1980? „Kannski, kannski." Frúin bætir við: „Ég held ég verði að bíða þangað til til að vita skoðun mína á því. Það veltur allt á ástandi landsmála." Gerald: „Henni líður eins vel og mér. (Bæði brosa). Þú ert sá fyrsti sem ræðir við okkur um það. Við höfum nægan tíma og marga valkosti." Barnaafmœlið FYRIR BARNAFMÆLIÐ fallegar pappírsvörur, diskar, mál, servíettur, blöðrur, kerti o.fl. Mesta úrval bæjarins. BÓKAHÚSID Laugavegi 178. Sfmi 86780. dúkar, hattar, ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 HVARER BÍLAVAL? HVAÐER BÍLAVAL? Bílaval er við Laugaveg 92 hiá Stjömubíói og er elzta bílasala landsins. Kappkostum að veitagóða þjónustu.—Reynið viðskiptin BÍLAVAL Laugavegi 92 Sími 19092 og 19168. Einstakttækifæri. Símar: 99-5936 og 99-5851. Geymið auglýsinguna. tryggir gæðin Ýmis efni frá Glasurit verk- srrtiöjunum í V- Þýskalandi voru hór á markaöinum fyrir nokkrum árum og áttu þaö flest sameiginlegt aö vera viöurkennd fyrir frábær gæöi. Núna býöur Glasurit nýtt og endingarbetra bílalakk - GLAÍJSODUR 21 sem er t.d. notaö á V.W., AUDI, B.M.W. o bifreiöar. Viö getum blandaö flesta liti á nánast allar tegundir bifreiöa. Remaco hf. Skeljabrekku 4. Kópavogi, sími 44200. Allar gerðir rafsuðuvéla frá „HOBART“ i USA og Hollandi. Með „HOBART“ hefst að vinna verkin. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Armúla 32. Simi 37700. STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 Nuerallt: blómahjáokkur Tré og runnar í úrvali ALTERNAT0RAR 6/ 12/ 24 V0LT VERÐ FRÁ KR. 10.800.- Amerisk úrvalsvara, viðgerða- þjónusta. BflARAF hf. BORGARTUNI 24700. 19, StMI BIAÐIÐ er smáauglýsingablaðið Skrifstofu SKRIFBORÐ Vönduð sterk skrifstofu skrif- borð i þrem stærðum. Á.GUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiója. Auóbrekku 57, Kópavogi, Simi 43144 Verzlun Verzlun . Verzlun — • — Kynnið ykkur skrif borðs- stólana vinsælu frá Stáliðjunni £"f,, vinnustödum sem heimilum. 11 mismunandi tegundir. 1 ársábyrgö Króm húsgögn Smiðjuvegi 5 Kóp. Sími43211 Sumarhús! Félagasamtök og einstaklingar. Bílasalan .... . . spyrnans££%33o o, Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PIL0T 77 i l'NDR.VEFNTÐ — sem þcir hil- Æ Æ * st jorar nofa. sem \ilja vera lausir \ið að skipta uin dekk þóll springi á hilnum. — Fyrirhafnar- laus skyndiviðgerð. I.oftfylling og viðgerð i oimim brúsa. íslenzkur leiðarvisir fáanlegur moð hvorjum lirúsa. l'nilioösiiioiiii iiiii allt land

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.