Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 32
Ásgeir dýr! Margir hafa vafalítið velt þvi fyrir sér af hverju Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með úr- valsliði KSÍ í gærkvöld. Hann var að vísu nýkominn heim úr fríi á Spáni og ekki hafði verið farið sérstaklega fram á það við Standard Liege að hann léki í leiknum í gærkvöld. Því var allt eins viðbúið að Standard færi fram á tryggingafé ef Ásgeir léki með i gærkvöld. Standard hefur einu sinni sett það að skilyrði ef Ásgeir léki með íslandi að trygging yrði sett. Það var í HM leikjum islands í Belgiu og Frakklandi. Þá setti Standard kröfu um tryggingu að upphæð 10 milljónir franka — sem á núverandi gengi er um 53 milljónir króna. Vafalítið hefur sú upphæð hækkað verulega — það er ef Standard færi fram á tryggingu. Ásgeir Sigurvinsson er iniðdepill i spili Standard og hróður hans fer ört vaxandi. Ný lög og harðari gegn tobaksauglýsingum: Ekki má minna á „líkkistunaglann” Ný lög um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum tóku gildi í gær. Helztu nýmælin í þess- um lögum eru þau að hvers konar auglýsingar á tóbaki, hvort heldur þær eru beinar eða óbeinar, eru algerlega bannaðar. Fram að þessu hefur verið heimilt að auglýsa tóbak annars staðar en í fjölmiðlum, kvik- myndahúsum og utan dyra. Þessi nýju lög þýða í rauninni það að þær tóbaksauglýsingar sem uppi hafa verið í verzlunum og víðar í formi klukkna, ljósa, öskubakka og innkaupapoka áttu að hverfa með öllu á miðnætti 1. júní. Það eina sem heimilt er að auglýsa í sambandi við lóbak eru verð- breytíngar frá ÁTVR. Þegar DB menn fóru á stúfana í gærmorgun virtust verzlunar- eigendur ekki alveg búnir að átta sig á þessum nýju lögum. Víða trónuðu 1 jósaskilti í gluggum og veggir sumra verzlana og gluggár voru þaktir áskorunum um að reykja þessa eða hina tegundina af sígarettum. Eigandi einnar verzlunarinnar sem komið var í kvað tóbaksumboðsmenn hafa beðið um að frestað yrði að taka niður skilti með tóbaksauglýsing- um því þau ætti að nota til aug- lýsinga á öðrum varningi. Reykingar á opinberum stöðum og öðrum húsakynnum er heyra til almenningsnota koma einnig til með að hverfa. I lögunum er sem sé heimild til handa ráðherra að banna þær og hefur hann látið á sér skilja að hann hygðist nota þessa heimild. Langferðabílar, fíugvélar, farþegaskip og leigu- bilar verða undir sömu sök seldir því ráðherra getur sett þau skil- yrði fyrir heimild til reksturs þeirra að reykingabann sé að nokkru eða öllu leyti í þeim. Til þess að sjá um framkvæmd þessara laga er ráðherra heimilt að setja nefnd og kemur hún að nokkru leyti í stað Samstarfs- nefndar um reykingavarnir en hefur meira starfssvið. Sektír við því að brjóta þessi lög geta orðið allt að hálfri milljón króna og er því betra fyrir verzlunareigendur að fara að vara sig. DS. h*: fmm * W $m.. m. iKni 1 ^ < * > ’i BrÁ 5 ? 1 É% ;4í%i Uj- , m Jp f, " :■ | Samkomulag um sérkröfur verzlunarmanna í dag Byggingamenn hafa hvorki sagt af né á um 2,5 prósentin Ekki tókst í gærkvöldi að ganga frá samningum um sér- kröfur verzlunarmanna, en vonir standa til, að það klárist í dag. Þá verða sérkröfur iðnaðarmanna enn óafgreiddar. „Það er verið að vinna að því, af öllum aðilum, að finna lausn,“ sagði Benedikt Davíðs- son, formaður Sambands bygg- ingamanna, í morgun i viðtali við DB. ,,Og svo biðum við með óþreyju eftir því, að þau mál leysist, sem aðalsamninga- nefndin fjallar um, aðalkröf- urnar. Miklar umræður hafa staðið yfir síðustu daga um sér- kröfur byggingamanna, og við vonum, að eitthvað komi út úr þeim," sagði Benedikt. Hann sagði, að byggingamenn hefðu hvorki sagt af né á um, hvort þeir gætu fellt sig við samninga um sérkröfur innan 2,5 prósenta rammans. Samningar tókust í gær um sérkröfur iðnverkafólks innan , 2,5 prósenta ramma. HH ÞETTA ER HRAFNINN SALÓMON „Það er enginn heima" kallaði hrafninn Salömon (Salli) þegar hreppstjóri sveitarinnar kom í heimsókn. Hann getur sem sé hermt bæði eftir mönnum og dýrum, svo vel að ekki er hægt að heyra annað en að þau séu þar lifandi komin. Hann er tveggja ára gamall hrafninn sá arna og hefur siðan hann fæddist, fyrir tveim árum, verið i fóstri á Búlandshöfða í Eyrarsveit. Þetta er meinstriðið kvikindi og á hann til að gera hundana snaróða með því að kalla þá til sín og etja þeim saman. Kind'ur lokkar hann að búrinu hjá sér og þarf oft að reka þær þaðan með illu. DS. í hvíld frá samningum: Veiddi stærsta lax opnunar- dagsins Barði Friðriksson, einn helzti oddamaður vinnuveitenda í samningaumleitununum, brá fyrir sig betri fætinum í gær, skrapp upp í Norðurá í Borgar- firði, — og veiddi þá 13 punda hrygnu, þ.vngsta lax opnunar- dagsins í ánni. Stjórn Stangaveiðifélags Re.vkjavikur var mætt f.vrsta daginn klukkan 7 til leiks. Fyrir hádegi leit áin heldur illúðlega út, kolmórauð og mikilúðleg. Veiddust þó 5 laxar, en eftir hádegi var farið að sjatna i ánni og vatnið hreinna. Veiddust þá 15 laxar. flestir laxanna veiddust í h.vlnum á E.vrinni. Friðrik Stefánsson. fram- kvæmdastjóri SVFR, tjáði Dag- blaðinu i gærkvöldi að Norðurá væ>ri að mestu bókuð i allt suinar. en (Irimsá byði enn upp á nokkrar stangir siðar i mánuðinum. (Ireinilega ;etla ntenn að renna fyrir laxinn i sumar sem fyrr. JBP frjúlst, úháð datfhlað FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1977. Til aug- lýsenda Auglýsendum Dagblaðs- ins skal bent á að vegna óvenjulegra skilyrða til út- gáfu, verkfalls á föstudag og yfií-vinnubanns, þurfa aug- lýsingar, sem birtast eiga í blaðinu á mánudaginn, að berast auglýsingadeild DB, Þverholti 11, ekki síðar en kl. 18 i dag. Tekið verður við smáauglýsingum eins og venjulega, eða til 22 í kvöld og á laugardaginn til sama tíma. Eskifjörður: Bæjarstjör- inn f ær ekki að vera áfram — ákveðiðað auglýsa eftir nýjum Bæjarstjórn Eskifjarðar hefur nú ákveðið að auglýsa eftir manni í embætti bæjar- stjóra í stað Jóhanns Klausen. Eins og DB skýrði frá á sínum tíma hótaði Jóhann að segja af sér ef bæjarstjórn samþykkti kaup á vissu húsi í bænum undir elliheimili. Bæjarstjórn samþykkti kaupin og hafði bæjarstjóri því sjálfkrafa sagt af sér en situr enn. A fundum sem haldnir hafa verið í bæjarstjórn Eskifjarðar undanfarna daga hefur verið rætt um þessi mál. Hilmar Thoraren- sen (F) bar upp tillögu þess efnis að Jóhiann yrði látinn sitja áfram út kjörtímabilið. Hann sagði Jóhann vera tilleiðanlegan til tilslakana að vissu marki i sambandi við elliheimilismálið. Guð- mundur Auðbjörnss. forseti bæjarstjórnar lýsti undrun sinni á þessari tillögu Hilm- ars. Sagði hann að þar sem Hilmar hefði verið erlendis í átta síðustu mánuði væri hann ókunnur þéim- miklu deilum sem orðið hafa út af húsinu sem ætlað var öldruðum. Kom Guðmundur fram með tillögu þess efnis að auglýst yrði eftir nýjum manni í embætti bæjarstjóra og var sú tillaga samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2 og einn sat hjá þrátt fyrir það að Hilmar og Jóhann hefðu báðir lýst því yfir í „klökkum rómi" að sögn Regínu að betri og mikilhæf- ari bæjarstjóra væri ekki, hægt að fá. -Regína/D.S. Féll 6-8 m til jarðar — en meiddist Irtið Það slys varð í gær að átján ára piltur. sem vann við að reisa stálgrindarhús í Garðabæ. féll af því til jarðar. Var fallið talið sex til átta metrar. En þrátt f.vrir hátt fall hlaut pilturinn litil meiðsli og ekki alvarlegs eðlis. Verið er að reisa hús þetta við hlið Gagn- fra'ðaskólans og þá er slvsið varð var verið að reisagriad hússins. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.