Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JÚNl 1977. , , . . —^ MBIAÐIÐ frjálst, úháð dagblað Utgefandi DagblaAiA hf. Framkvœmdaatjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí rítstjómar: Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sssvar Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. BlaAamenn: Anna Bjarncson, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon. Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, HörAur Vilhjálmsson, Sveinn ÞormóAsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm SiAumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. AAalsimi blaAsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mónuAi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakiA. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Mynda og plötugerA: Hilmirhf. SiAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Hlutverk íharmleik Sagt er, að stjórnvöldum þætti bezt, ef nú yrði langt sjómanna- verkfall. Það tæki af þeim þann vanda að stöðva veiðar um ein- hvern tíma. Eftir áralangt strit fiskifræðinga við að koma vitinu fyrir forráðamenn sjávarútvegsmála hefur ráðherra loks lýst því yfir, að hann sé að hugsa um að gera eitthvað. Á meðan er óðum verið að veiða upp í þann kvóta af þorski, sem fiskifræðingar telja nauðsynlegt hámark. Innan skamms verður búið að veiða 275 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra er flæktur í fyrri yfirlýsingar um, að lítið sé að marka fiski- fræðinga. Honum virðist nær ómögulegt að gera það, sem gera þarf, þótt nú sé að honum lagt úr öllum áttum. Sannleikurinn er, að aðgerðir síðustu ára, sem mikið var af státað, voru út í bláinn. Öll lög og reglugerðir um lokun og friðun svæða, eftir- lit með smáfiskadrápi, möskvastærð og til- raunir til að beina flotanum að öðrum fiskteg- undum, hafa ekkert haft að segja til bjargar þorskstofninum, eins og rækilega hefur verið sýnt fram á í Kjallaragreinum Reynis Huga- sonar verkfræðings í Dagblaðinu. Heildar- aflinn af þorski var 340 þúsund tonn í fyrra, þótt í Svörtu skýrslunni frá 1975 legði Hafrann- sóknarstofnun eindregið til, að heildarafli þorsks færi ekki fram úr 230 þúsund tonnum árið 1976. Af 340 þúsund tonnunum veiddu útlend- ingar 60-70 þúsund tonn, svo að jafnvel íslendingar einir fóru langt fram úr því, sem fiskifræðingarnir höfðu lagt til. Getur sá sjávarútvegsráðherra, sem svo berlega hunzaði ályktanir fiskifræðinga árið 1976, tekið tillit til þeirra árið 1977? Jafnvel útvegsmenn leggja nú áherzlu á takmörkun veiðanna. Þeim er flestum orðið ljóst, að stundarhagsmunir mega ekki ráða. Grundvöllur starfs þeirra er í hættu og á sama veg er grundvöllur íslenzku sjávarplássanna í hættu. Málið er miklu stærra en flestir gera sér grein fyrir. Spurningin er, hvort þorskurinn hverfur á sama hátt og síldin hvarf fyrir um áratug. „Það, sem þó er ömurlegast við þennan harmleik, sem er að gerast mitt á meðal okkar, það er aó segja útrýmingu þorsksins,“ segir Reynir Hugason, „er, að þjóðin hefur ekki enn fengið inn í fingurgómana, hvers konar óskap- legir efnahagslegir hagsmunir hér eru í veði.“ Það er stjórnmálamannanna en ekki fiski- fræðinganna að taka ákvörðunina. Menn óttast, að það reynist alltof lítið, ef eitthvað verður, sem frá ríkisstjórninni kemur. Menn óttast að fenginni bitúrri reynslu í fjölda stórmála, að stjórnmálamennirnir séu ekki slíkum vanda vaxnir. Þeir óttast um vinsældir sínar, ef fórna þarf um stund til ávinnings síðar. Þess vegna eru ráðamennirnir að vona, að eitthvað gerist, sem losi þá undan skyldunni. Það mætti þá alltaf skella skuldinni á sjó- mennina fyrir það, sem tapaðist um tíma í atvinnu og tekjum, ef þeir færu í langt verk- fall. Leyni samn ingur Kjallarinn PéturGuðJönsson Gundelach og Geir Hallgrimsson ræðast við í Reykjavík. Þegar sá fyrrnefndi kom hingað tvisvar fyrir jól til að reyna að pressa fiskveiðiheimildir út úr Islending- um vissi hann um leynisamkomuiagið innan Efnahagsbandalagsins, segir ereinarhöfundur. Uppljóstrunin Hið virta brezka blað, Guardian, skýrir frá þvf I vik- unni fyrir 22. maí að Efnahags- bandalagsríkin 9 hafi þann 30. október 1976 gert með sér leynisamkomulag um heimild til úrfærslu í 50 mílna einka- fiskveiðilögsögu að uppfylltum vissum skilyrðum innbyrðis en að einkafiskveiðilögsagan skyldi taka skilyrðislaust til þjóða utan bandalagsins. Ástœða leynisamningsins En hvernig stendur á því að hér er gerður leynisamningur um, að því að okkur finnst, eins eðlilegur og sjálfsagður hlutur og útfærsla í 50 mílna einka- fiskveiðilögsögu er? Svarið er ákaflega einfalt. Einhvern þurfti að dylja þetta samkomu- lag því að ná átti fram ákveðnum hagsmunum f skugga þess, að ekki væri í eðli sfnu rétt og leyfilegt að ein þjóð eða þjóðasamsteypa eins og Efnahagsbandalagsríkin 9 lýstu yfir rétti til einkafiskveiðilög- sögu. Ef það væri hins vegar viðurkennt, þá væri þar með dottinn botninn úr öllum kröf- um um fiskveiðiréttindi á fiski- miðum annarra þjóða. Svíkjast ótti að Íslendingum Hvaða þjóð þurfti Efnahags- bandalagið að blekkja og af hvaða þjóð var krafizt fiskveiði- rétinda án þess að það gæti boðið nokkuð á móti? Hverjir gerðu tilraun til þess að svíkj- ast að tslendingum og bjóða þeim upp á fiskveiðiréttindi við Austur-Grænland í skiptum fyrir veiðiréttindi við ísland? Hvernig voru þessi Austur- Grænlandsmið og ástand þorsks ins þar og hitastig sjávar þegar farið var að athuga þær skýrsl- ur og upplýsingar sem fyrir lágu en Efnahagsbandalagið treysti á að ekki væru á vitorði íslendinga? Allt var komið við Austur-Grænland í ördeyðu- heljartök isaldar, þorskstofn- arnir hrundir og sjávarkuldi slíkur að frumframleiðni, upp haf lífskeðjunnar f sjónum, gat ekki náð að þróast. Gundelach og blekkingarnar Þegar Finn Olav Gundelach kom hingað tvisvar sinnum fyrir jól og reyndi að pressa fiskveiðiheimildir út úr Islendingum, þá vissi sá góði maður um leynisamkomulagið innan Efnahagsbandalagsins. Eingöngu var hægt að setja fram kröfur á hendur íslend- ingum á forsendum þess að ekki væri búið að ganga frá réttinum til einkafiskveiðilög- sögu á Hafréttarráðstefnunni. Ef rétturinn var skýlaus Islend- inga megin, þá hefði för Gunde- lachs verið för beininga- mannsins serp var að biðja fátæka og skuiduga tslendinga upp fyrir haus um ölmusu til handa háþróuðum rfkum, iðnaðarþjóðum í Vestur- Evrópu. Það þótti nú ekki beint viðeigandi „mótiv“ sviðsetning. Því var leynisamningurinn gerður sem átti að gera Gunde- lach og Efnahagsbandalaginu kleift að blekkja út úr íslend- ingum fiskveiðiréttindi til handa brezkum togurum, f öllu tilliti á blekktum og sviknum forsendum, þvf fyrir liggur nú að Efnahagsbandalagið var búið með leynisamningnum að fara sjálft út f einkafiskveiði- lögsögu f „principinu" sem komið er nú á daginp með yfir- lýsingu íra. Að vfsu ganga Irar heldur lengra en „Annexe" “6“ f leynisamningnum gerir ráð fyrir, en skv. því átti einkafisk- veiðilögsagan skv. honum ein- göngu að gilda gagnvart ríkjum utan Efnahagsbandalagsins en ekki milli þeirra innbyrðis eins og Irar framkvæma nú í dag. Því er Efnahagsbandalagið nú í raun að kæra Ira fyrir að hafa svikið leynisamninginn sem nota átti til þess að svíkjast að Islendingum. Hér er ekki hver silkihúfan upp af annarri, heldur svik á svik ofan. Hér er upp komið skemmtilegt lög- fræðilegt deilumál, glatast rétt- indi með þátttöku f leyni- samningi sem blátt áfram er hugsaður til þess að geta svikið; og blekkt ákveðinn aðila, ef aðilarnir að leynisamingnum framkvæma samkynja atriði gagnvart hvor öðrum og leyna þurfti f leynisamningnum til blekkingar gagnvart utanað- komandi aðilum? Vera má að dómstóllinn hjá Efnahags- bandalaginu geti þrætt hér ein- hverja lagakróka. En gagnvart íslendingum er leyni- samningurinn ekkert annað en aðgerð á vegum Efnahags- bandalagsins til þess að svíkjast að þeim og blekkja. Gundelach: „persona non grata“, óvelkominn gestur Lýst hefur verið fyrr í grein í Dagblaðinu framkomu Gunde- lachs, þegar hann lftilsvirti tvo ráðherra i íslenzku ríkisstjórn- inni á blaðamannafundinum fyrir jól og móðgaði þar með fslenzka lýðveldið á óafsakan- legan hátt. Þegar að þvf viðbættu bætist nú þessi nýja frétt að Efnahagsbandalags- ríkin sjálf hafi I „principinu" verið búin að heimila sjálfum sér að lýsa yfir víðri einkafisk- veiðilögsögu áður en Gunde- lach fór f sendiferðirnar til Islands, og allt þetta var á vit- orði Gundelachs, kemur ekki til mála að veita þessum manni viðtöku nú og vísa verður á bug öllum erindum Efnahagsbanda- lagsins sem svo sviksamlega hefur staðið að málum gagnvart okkur. Allt brostið hjó Efnahagsbandalaginu Hafi Efnahagsbandalagið átt hugsanlega einhverja kröfu til fiskveiðiréttinda við tsland þá eru forsendur hennar nú brostnar. Byggist þetta á mál- sókn Efnahagsbandalagsins gagnvart Irum. Kæran er ekki byggð á heimildarleysi Ira til yfirlýsingaráeinkafiskveiðilög- sögu í „principinu", heldur að þeir skuli láta hana gilda gagn- vart öðrum meðlimum Efna- hagsbandalagsins sem sé brot á Rómarsáttmálanum, sem er stjórnarskrá Efnahagsbanda- lagsins og á ekkert skylt við alþjóðlegan hafrétt. Enda væri slfkt erfitt eftir að upplýst er orðið um leynisamning Efna- hagsbandalagsrlkjanna um heimild til yfirlýsingar um einkafiskveiðilögsögu. Efna- hagsbandalagið er .hér orðið sinn eiginn böðull f kröfum sínum gagnvart íslandi. Ríkisstjórnin ætti að til- kynna Efnahagsbandaiaginu að það geti sparað sér frekari fisk- veiðiréttindasendiferðir til tslands. Pétur Guðjónsson, form. Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.