Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977. ✓ Leiklist ÓLAFUR JÓNSSON átta sig á þeim félögum eða fá á þeim áhuga lengi frameftir. En því er ekki að neita að eftir að þeir voru loks komnir í áfanga- stað, hvað sem þeir vildu þangað, vaknaði i frásögninni einhvers konar spenna, fór maður hægt og hægt að fá ein- hvers konar forvitni á efninu: Það held ég að stafi ekki síst af sjálfu hinu sjónræna frásagnar- efni myndarinnar, auðu og yfir- gefnu sildarþorpi i miðju hrika- legu landslagi, og hinni lista- góðu kvikmyndatöku. Það var sjálft plássið i Djúpuvík sem langhelst vakti áhuga á mynd- inni og hélt við eftirtekt manns eftir að hún hafði vaknað. Bara synd að þessi náttúrlegi efniviður, ásamt tækni kvik- myndunar sem hér var til að dreifa, skyldi ekki nýtast við markverðara frásagnarefni. En. þeir Róbert, Helgi, Rúrik virtist mér að gerðu hlutverkum sinum vandvirknislega skil eftir þvi sem efnið stóð til. Það er ekki þeirra sök, frekar en landshátta i Djúpuvik á Ströndum, eða upptökuvél og manna sjónvarpsins, að söguna f Blóðrauðu sólarlagi var þvi ntiður ógerningur að taka fyrir alvöru. Norður í frelsi neska hópsins. Má þar nefna t.d. söngkonuna Irmu Jaunsem, mikinn sérfræðing á sviði þjóð- legrar tónlistar, en hún sagði um Muljavin og menn hans: „Þessi hópur verður lengi minnisstæður vegna óvenju- legra sérkenna, hann er bæði nútímalegur og þjóðlegur." Að leika ó bandúru Pesnjari eru ólikir mörgum öðrum popp-grúppum að því leyti, að þeir eiga sér ekki aðeins aðdáendur meðal ungl- inga, heldur einnig í hópi fólks sem er jafnvel komið langt yfir þrítugt. Þeir spila frábærlega á hin ólikustu hljóðfæri: allt frá raf- magnsgitar til flautu, saxófóns og fiðlu. Og svo eru það að sjálfsögðu þjóðlegu hljóðfærin, t.d. symbal, sjaleika og horn. Þessi hljóðfæri eru ekki notuð í þvi skyni að heilla áheyrendur með framandleik þeirra, heldur eingöngu út frá listrænu sjónarmiði, þar sem þau eiga við. Muljavin segir: „Mér finnst nauðsynlegt að kunna sér hóf í öllu. Það er hægt að spila á fiðlu eins og maður væri að spila á balalæku — við erum m.a. með eitt slíkt lag á dag- skránni, hálfgerða skrýtlu. En það er aðeins ein aðferð við að leika á bandúru og það er að leika eins og maður sé að leika á bandúru." Raddirnar í Pesnjari eru auð- þekktar frá söngröddum allra annarra hópa. I söngstílnum blandast saman nýtískulegur popphljómur og þjóðlegur still og árangurinn verður sérlega sterkur, „opinn“ hljómur, hreinn og beittur. Stundum verða söngvarar hálfvæmnir þegar þeir syngja háu tónana sem nú eru svo vinsælir í popp- inu, en þegar Pesnjari syngja þannig tekst þeim samt alltaf að halda hljómnum karlmann- legum og innihaldsríkum. Hverjir eru vinsœlastir? Pesnjari koma fram I skraut- legum búningum í þjóðlegum stíl og sumir þeirra eru með sítt, gamaldags yfirskegg í hvit- rússneskum stíl. Þeir eru mjög ólíkir, þessir níu menn. Bassa- gítaristinn Leoníd Tysko er afar virðulegur en fiðluleikar- inn, Tsjeslav Poplafskí, er góð- legur grínisti. Hver áheyrandi á að sjálfsögðu sinn eftirlætis „pesnjar", en tveir þeirra eru þó áreiðanlega vinsælastir: Anatoli Kasheparof, feiminn og viðkvæmur og lítur út fyrir að vera á unglingsaldri en býr yfir einkennilega fagurri söngrödd, og Vladimir Muljavin sem hefur þróttmikla og karlmann- lega rödd og frjálslegan stíl. Alvarlegt verkefni fyrir „alvörulaust popp“ Verkefnaskrá Pesnjari er ekki eingöngu bundin við þjóð- lög. Það gerist nú æ oftar að þeir flytja verk nútímatón- skálda en þá aðeins verk sem skrifuð eru sérstaklega fyrir hópinn. Margir vilja vinna með Pesnjari en listamennirnir hvítrússnesku eru mjög vand- látir f verkefnavali sínu og flytja ekki dægurlög sem eru vinsæl í dag en gleymd á morg- un. Vladimir Muljavin semur og útsetur mörg laganna sjálfur. Pesnjari flytja nokkra söngva sem fjalla um seinni heimsstyrjöldina. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt, því að í því striði fórst fjórði hver fbúi Hvítarússlands, eða rúmlega 2 miiljónir karla, kvenna og barna. En þegar Pesnjari byrj- uðu að flytja þessi lög voru margir efins á að það væri við- eigandi, þeir héldu að svo alvar- legt efni ætti ekki heima í popptónlist. En hópurinn reyndist verkefninu vaxinn. Áheyrendur taka þessum lög- um mjög vel, einkum laginu Hatinja, sem er ballaða um hvltrússneska þorpið Hatinja sem þýsku nasistarnir jöfnuðu við jörðu í mars 1943 og drápu alla íbúana. Er þörf á rokkóperum? Pesnjari eru alltaf á höttun- um eftir nýjum verkefnum og tilraunum og því settu þeir upp rokkóperu á þessu ári. Hún heitir Söngur um örlög og er, að sögn tónlistarmannanna, eins Sjónvarpið: BLÓÐRAUTT 8ÓLARLAQ Sjónvarpskvikmynd •ftir Hrafn Qunnlaug* lon Kvikmyndun: Sigurliði Guðmundsaon og Baldur HrafnkoU Jónsaon Lsikmynd: Bjöm Bjömsson rónlist: Gunnar kórðarson Stjóm upptöku: Egill Eðvarðsson. Það var nú ekki mjög gott að grynna i því hvað þeim gekk til, félögum i kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar á annan í hvftasunnu með ferðalagi sinu norður á Djúpuvík á Ströndum. Að visu mátti í vikunni sem leið lesa í ítarlegum blaðaviðtölum við leikstjóra og leikendur útlistanir á því hvað fyrir þeim vekti: að losa sig úr stressi borgarllfsins, finna sig frjálsa í skauti náttúrunnar, eða annað í þeim dúr. En þá hafa þeir, þeg- ar til kemur stressið með sér að heiman norður i frelsið, innilukt í mörgum viskí- flöskum, verða vitlausir af öllu saman og drepa barasta hver annan. Þetta mátti lesa í blöðunum, en það lá ekki jafnljóst fyrir i myndinni sjálfri hvernig í þessu lægi. Myndin sagði sögu af tveimur heldur hráslaga- legum karaktérum i stórum bíl með nóg vískí og veiðigræjur. Svo þegar þeir komast í áfangastaðinn sinn á norðurströndum, eftir bátsferð með sallarólegum en nokkuð svo Iskyggilegum ferjumanni, einangraðir þar frá allri mannabyggð, verður þeim fyrst fyrir að fá sér meira i staupinu, veita siðan frelsishvöt sinni út- rás með rúðubrotum og byssu- skotum út í bláinn, skoða sig líka um á staðnum eftir þvi sem auðið er í vimunni. Eitthvað virðist hið draugalega eyðipláss fara í taugarnar á þeim félögum. Og þegar þeir eru loks sofnaðir út áf sækir heldur en ekki ónotalega að þeim f drykkjudvalanum. Þetta gengur ekki betur en svo að annar þeirra fer sér með ein- hverju móti að voða og er dauður að morgni — hvort sem það var af slysaskoti, vondri byltu, sjálfsmorði, eða þá félagi hans skaut hann óvart. Þetta lá hreint ekki ljóst fyrir í myndinni. En þegar hinn fylli- rafturinn vaknar við svo búið slær með öllu út í fyrir honum, hann ranglar um plássið frá sér numinn, finnst hann víst um- setinn af óvinum eða illum vættum, þegar ferjumaður loks kemur að sækja hann kann hann ekki betra ráð en skjóta karlinn. Og þá er sagan úti. Skýringar á þessum ósköpum lagði myndin ekki til, eða ekki svo ég skildi þær, nema frekar óglögga frásögn hins fyrri fylli- rafts, Arnórs: Róberts Árn- finnssonar, af hlekkjuðum aumingja, sem hann hafði ein- hvern tíma vitað til, krakki í sveit. Ferjumaðurinn á bátn- um: Rúrik Haraldsson varð til að rifja þá sögu upp fyrir hon- um að nýju. Og ætli það hafi ekki verið auminginn og karlinn sem að honum sóttu í vímunni. En hitt gat ég sem sé aldrei skilið á hvitasunnunni hvað þessi draugasaga kemur nútímanum, stressinu, borgar- lífinu eiginlega við, Eða hvers vegna aumingja Helga hinum fylliraftinum: Helga Skúlasyni varð svona við þau ósköp sem yfir félaga hans gengu. Nema auðvitað hann hafi drepið Arnór sjálfur. Þetta var nú meira stressið. En frá- sagnarefnið í Blóðrauðu sólar- lagi er augljóslega náskylt öðrum yrkisefnum Hrafns Gunnlaugssonar — í sjónvarps- leikriti hans, Sögu af sjónum um árið, eða sögu sem nefndist Djöflarnir og var í vetur líka tilreidd sem útvarpsleikrit undir nafninu Sumarást: ógnir og skelfingar sem að íóiki sækja utanba-jar, uppi i sveit, eða úti á sjó, eða norður á náströnd. Myndin var ansi lengi að hafa sig af stað, ansi örðugt að PESNJARI —vinsælustu popparar í Sovétríkjunum Vinsældir Pesnjari-hópsins í Sovétríkjunum eru gífurlegar. Á hverju ári sækja að meðaltali 600 þúsund manns tónleika þeirra og á hverjum mánuði heyrist a.m.k. 20 sinnum til þeirra í sovéska útvarpinu og er þá aðeins átt við þætti sem ekki eru sérstaklega helgaðir popptónlist. Plötur þeirra hafa verið gefnar út í nær 10 milljón eintaka upplagi hjá plötufyrir- tækinu Melodía. Pesnjari er popphljómsveit sem flytur tónlist í þjóðlagastil. Hún var stofnuð fyrir sjö árum I Hvítarússlandi, sem er eitt af 15 lýðveldum Sovétríkjanna. Markmið hópsins var frá upp- hafi að finna ný form til flutn- ings á þjóðlögum og þjóðvísum Hvítarússlands. Og þetta hefur þeim tekist. Þjóðlög eru sígild Pesnjar er hvítrússneskt orð og þýðir skáld. Vladimir Mulja- vin, stofnandi og stjórnandi hópsins, segir að þeir hafi leitað lengi áður en þeir fundu þetta nafn. Það varð fyrir val- inu vegna þess að þeir vildu leggja áherslu á þann skilning sinn að skáldskapur væri höfuðatriði í þjóðlagaflutningi. Ég spurði Muljavin hvaða lag hann myndi velja ef hann ætlaði að kynna hópinn fyrir algjörlega ókunnum áheyrend- um og þeir mættu.aðeins flytja eitt lag. „Ég myndi velia lagiö Það er of snemmt fyrir Ivan — það gefur ekki aðeins góða hug- mynd um hópinn, heldur einnig um þjóð okkar,“ svaraði hann. Sem áheyrandi hefði ég getað andmælt þessu vali en aðeins á þeirri forsendu að þetta sama má segja um svo til alla verkefnaskrá hópsins. „Hver kynslóð litur sínum augum á sígilda list, leggur í hana sína eigin merkingu. Þjóð- lög eru sígild. Hvers vegna ætt- um við, börn atómaldar, að syngja þau eins og þau voru sungin fyrir hundrað eða tvö hundruð árum?“ Eru allir hrifnir af Pesnjari? Ekki svo að skilja að allir séu sammála í dómum sinum um Pesnjari. Margir kunna ekki að meta tónlistarflutning hópsins, og þ.á m. eru ýmsir miklir menn í tónlistarheiminum. Ég held að þetta beri vott um ákveðna íhaldssemi sem vart hefur orðið allt frá þvi að popp- tónlist varð viðurkennd tón- listargrein. En á hitt ber einnig að líta, að margir þeirra sem venjulega eru kallaðir „alvar- legir“ tónlistarmenn hafa lýst velþóknun sinni á list hvítrúss-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.