Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JÚNl 1977. 15 þegar hún og Jón bróöir lista- mannsins heföu farið í gegnum muni hússins eftir lát Ásgríms. „Mér hefur verið sagt að Ásgrímur hafi keypt þetta mar- maraborð ásamt stórum leir- vasa og fjórum fornum eir- munum úr búi franska konsúlsins Brillouin, þess sem byggði Höfða. Ásgrímur hafði mikið dálæti á þessúm hlutum og notaði þá oft sem fyrir- myndir bæði þegar hann málaði með olíu og eins með vatnslitum. Stærsti eirdallur hafði dálitla sérstöðu því hann málaði Asgrímur oftast og lét þá oft ýmsa minni hluti, eins og ávexti, í kringum hann. Dallurinn er stagbættur og ekki er ósennilegt að hann sé orðinn mörg hundruð ára gamall. A minni eirvösunum má lesa ártalið 1829. Annan notaði Asgrímur undir pensla en hin var fyrirmynd. Stundum fengu aðrir málarar hann að láni þeg- ar þeir spreyttu sig á formi og ljósi, en eirinn er fallegur málmur með miklum ljós- brigðum. Stóra eirdallinn notaði As- grímur m.a. á olíumynd af Hlina kóngssyni og Signýju Karlsdóttúr sem hann málaði á árunum 1945-48. Mér er minnisstætt þegar As- grímur var að mála þessa mynd. Hann þurfti nauðsynlega að fá pilt og stúlku í hlutverk Hli naog Signýjar og hlupu þá undir bagga Edda, dóttir Ragnars í Smára, og Loft- ur, sonur minn. Á málverkinu er ekki hægt að sjá annað en þar séu karls- dóttirin og konungssonurinn í hellinum, en Ásgrími þótti jafnan nauðsynlegt að hafa „lif- andi“ fyrirmyndir að verkum sínum. Það var mikið brambolt á heimilinu þegar krakkarnir komu til þess að sitja fyrir Það var safnað saman teppum og ýmiss konar dóti og útbúið fieti handa Hlina kóngssyni i vinnustofunni. Þá kom eir- dallurinn úr konsúlsbúinu í góðar þarfir," sagði Bjarnveig. Ásgrímur Jónsson er fyrsti íslenzki listamaðurinn sem gerði myndlist að ævistarfi sínu. Hann hélt til listanáms í Danmörku árið 1897. Hann kom heim og hélt sína fyrstu málverkasýningu hér árið 1903. Það var ekki aðeins myndlistin sem átti hug Asgríms. Hann var einnig mikill unnandi klassískrar tónlistar og þegar hann fór í ferðir út á land til þess að mála hafði hann með sér upptrekktan grammófón, sem þótti hið mesta þing. Þá dagana sem rigndi og hann gat ekki verið úti við lék hann faera tónlist. Sagði Bjarnveig að íbúarnir á Húsafelli hefðu verið orðnir innilegir unn- endur klassískrar tónlistar eftir að Ásgrímur dvaldi þar eitt rigningarsumar. Asgrímur andaðist árið 1958 og var hann jarðsettur í Gaulverjabænum, sem var hans heimasveit, að ósk hans sjálfs. Safnið var opnað í húsi hans að Bergstaðastræti 74 5. nóvember 1960. Á veturna er safnið opið þrjá daga í viku en yfir sumarmánuðina er það opið alla daga nema laugardaga kl. 1.30-4. Það var mikið brambolt i heimili listamannsins þegar krakkarnir sem sátu tyrir þessari mynd komu. 1 horninu vinstra megin má sjá stærsta eirdallinn úr konsúlsbúlnu. Þessi mynd var máluð á árunum 1945-48. listamannsins. Þarna má sjá penslana i eirkrús úr konsúlsbúinu. Þarna er Ifka hnakkur og Þetta er önnur rúmfjölin sem fannst í húsi Asgrfms. Á henni er ártallð 1769 og á henni stendur bænin Vertu yfir og allt i kring. I kjallaraganginum standa þessir munir járnslegið ferðakoffort listamannsins. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.