Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JUNÍ 1977. 7 Afleit aðkoma að skipbrotsmannaskýlum á Vestf jörðum: Jafnvel dæmi þess að aðgangur sé seldur að skýlunum —matvælum og öðrum nauðsyn jum stolið Fyrir skömmu fóru menn frá Siysavarnafélagi íslands með varðskipinu Öðni til Vestfjarða að kanna ástand skipbrotsmanna- skýla og endurnýja birgðir þar. Að sögn Skúla Hjaltasonar var aðkoman sumstaðar mjög ljót. Mat hafði verið stolið og einnig ljósmeti, auk þess sem umgengni var slæm. Ekki eiga skipbrotsmenn þarna sök á, enda hafa engir slíkir gist þessi skýli frá í fyrra. Eiga ferðamenn þarna sök á og sagði Skúli að sú saga gengi meðal Vest- firðinga að Skoti einn hafi gengið svo langt að selja aðgang að slíku skýli, og þá væntanlega matvælin einnig. Alls var farið á sjö staði og var aðkoman verst í Furufirði og einnig í Borðsvík, þaðan sem m.a. hafði verið stolið sex blússum og tveim skjólgóðum peysum. Slíkar eftirlitsferðir eru farnar árlega og mun ekki af veita, ef skýlin eiga að þjóna tilgangi sín- um. -G.S. Varðskips- og slysavarnafélagsmenn á leið. í Furufjörð á gúmmíbáti frá Oðni. DB-mynd Skúli Hjaltason. Lagað til í skýlinu i Hornvík. DB-mynd: Skúli Hjaltason. - -.s-cz- Skýlið í Hornvik, eða Höfn, eins og það heitir. DB-mynd Skúli Hjaltason. Sigtúni 3 Fiat 128 74. Blór,, ekinn 53 þ. km, ný- sprautaður. Góður bíll. Datsun dísil órg. 71. Grœnn. Toppbíll, ekinn 25 þ. km ó vél, nýspraut- aður, nýir demparar o.fl. Óskum eftir Dodge Dart Swinger órg. 71 —74. Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4 KJÖRBÍLLINN Sigtúni 3 — Sími 14411 jaZZBQLLedCQkÓLÍ BÓPU, Dömur athugið P líkamsrækt lílcofn/f<«kt if Nýtt 3ja vikna nðmskeið hefst mánudaginn 6. júnl. ir Likamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. if Sérstakir matarkúrar fyrir þær sem eru I megrun. ir Morgun-. dag- , og kvöldtímar. ÍT Tlmar 2svar eða 4 sinnum i viku. ir Sturtur, sauna, tæki. Ijós. ir Innritun frá þriðjudegi 31. mai I slma 83730. Upplýsingar og innritun i slma 83730. { JazzBaLL©dCs«óLi bópu *m Félagsstarf eldri borgara Sumarstarfið er að hefjast og verður bæði farið í orlofsferðir og eins dags ferðir, eins og undanfarin sumur. Orlof sferðir. Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar efnir til sumardvalar fyrir aldraða að Löngumýri í Skagafirði í samvinnu við Hjálparstofnun kirkj- unnar. Farið verður í 12 daga orlofs- ferðir, þann 13. júní, 27. júní 11. júlí, 25. júlí og 5. september. Eins dags ferðir. Ennfremur verða farnar 12 eins dags ferðir, svo sem til: Borgarfjarðar Skálholts Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar Þingvaila, Laugarvatns Gullfoss, Geysis Grindavikur, Hafna, Reykjanesvita og auk þess styttri ferðir um Reykja- vík og nágrenni. Hefjast þessar ferðir þann 20. júní Allar nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu Félagsstarfs eldri borg- ara, Tjarnargötu 11, kl. 9.00 til 12.00 f.h., sími 18800. Félagsmólastofnun Reykjavíkurborgar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.