Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 13
\/- 13 N DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977. I garði litanna Um yf irlitssýningu á verkum ióhanns Briem í Listasafni , íslands Þessa dagana stendur yfir sköruleg yfirlitssýning á verk- um Jóhanns Briem í Listasafni íslands, en á þessu ári verður listamaðurinn sjötugur. Þar eru til sýnis samtals 125 verk, öll gerð með olíu og bera þau vott um einstaklega heillegt lífsstarf og sjálfstæða mynd- hugsun. Þó hefðu myndskreyt- ingar Jóhanns fyllt enn frekar upp í þessa mynd og sakna ég þess að sjá þær ekki á þessum vettvangi. Jóhann stundaði myndlistarnám hér heima hjá þeim Jóni Jónssyni, Rikharði Jónssyni og Eyjólfi Eyfells ásamt menntaskólanámi á árunum 1922-29, en hélt síðan, e.t.v. fyrir áeggjan Eyjólfs, til Dresden í Þýskalandi. Þar var Jóhann við nám frá 1929-34 —, uns nasisminn fór að gera lista- skólum landsins lífið leitt. Áf nýju raunsœi Óvénju lítið er af elstu mynd- um hans á þessari sýningu, hvað sem veldur og er hlaupið yfir feril Jóhanns til ca 1950 með einum tíu myndum. Þær sýna þó ágætlega af hvaða brunnum Jóhann bergði á þess- um þroskaárum sínum, þ.e. hinum kvika þýska express- sjónisma sem þá hafði látið af mestu ýkjunum í lítavali og grundvallaðist á nýju raunsæi (Neue Sachlichkeit) og hvat- legri notkun dökkra lita..Þessar elstu myndir Jóhanns eru því ekki ólíkar þeim myndum sem Finnur Jónsson, nýkominn frá Þýskalandi, gerði á svipuðum tíma, nema hvað uppbygging Jóhanns er tilfinningalegri og ekki eins „konstrúktíf" og mál- verk Finns. En hafi þetta drungalega raunsæi verið góður undirbúningur, þá var það Jóhanni ekki allskostar að skapi þegar fram leið og um 1945 er farið að örla á nýrri hugsun og persónulegri í mynd- um hans. Litirnir eru skærir og ekki skarpt afmarkaðir, oft sér- kennilega samvaldir og undir- strika dulúð og ákveðna ein- manakennd af rómantískum toga. Litur er inntak Skip með hvítu segli, frá 1944, bendir mjög ákveðið til þess sem koma skal í list Jóhanns. I forgrunni stendur stúlka og snýr baki að okkur en handan við hæð ber hvít segl við himin. Myndin fjallar ekki um tilfinningar stúlkunnar gagnvart því sem hún sér, heldur er hún einskonar upp- fylling sem teflt er á móti lit seglanna, „hvítt“ er hér lykil- orðið. Samspil þess litar og jarðlitanna er inntakið. Tilfinningalegt gildi og jafn- vægi lita verður allar götur síðan burðarás listsköpunar Jóhanns Briem og hvort sem myndir hans kallast Hvítur riddari, Bleik jörð, Blár hestur Kerfið leysir kjaradeiluna v Enn þá standa yfir samninga- umleitanir á Loftleiðahóteli milli ASÍ og vinnukaupenda, — eins og nú heitir hjá forystu- mönnum ASÍ — þ.e. Vinnuveit- endasamband tslands. Allir sem eiga hlut að máli, fara að verða hagvanir þar, allavega skortir þá ekki mat og drukk, — að fyrri reynslu. Það væri óskandi að þá sögu gæti verka- og launafólk sagt, jafn- vel það sem stendur í eld- línunni og knýr á um nýja kjarasamninga með yfirvinnu- banni og erfiðum fjárfórnum, — þótt það fólk fái fast að þvi tóm launaumslög á viku hverri og um mánaðarlok og vatn og brauð til matar, — það sem minnst hefur verður alltaf að færa stærstu fórnirnar, það er gömul og ný saga.* Kerfið, — samtryggingin — verður að halda öllu sínu, það er mest um vert, að innviðir þess bresti ekki, þá getur lýðræðið liðazt. Hvar stöndum við þá, — fólkið í landinu? Það hefur tæpast leynt sér og er nú loks allra manna mál að verka- og launafólki sé ekki fært að lifa af því kaupi sem 8 vinnustunda dagur gefur því, og eru það vissulega orð að sönnu. En, nú meðan ,,kerfið“ er að sjatla sín innri mál verður svo að vera, — þessar launa- stéttir verða að fórna nokkru, — þar til séð er hvað bezt er að gera, — „kerfi“ og þjóð til heilla. Fólkið veit réttilega að forystumenn ASl skilja stöðu þess öllum öðrum betur og standa með verka- og launa- fólki þegar kjarabóta er þörf, — liðin ár sanna það svo ljós- lega! Kjarasamningarnir 1974 — voru samningar fólks- ins: En þó hefði ekki dregið úr gildi þeirra þá það sem nú fyrst er vitað og er upplýst fyrst í leiðara Þjóðviljans 26/5. ’77, en þar er fullyrt, „að mjög víða 1 íslenzku atvinnulífi væri I rauninni hægt að afkasta jafn- miklu með átta stunda vinnu- degi, eins og gert hefur verið á tíu vinnustundum eða fleiri. Þetta sýnir, að án verulegra nýrra útgjalda fyrir atvinnu- fyrirtækin væri mjög víða hægt að greiða mönnum fyrir 40 stunda vinnuviku það kaup sem nú eru 50-60 stundir að vinna fyrir." Ég tala heldur ekki um ef þá hefði verið ljóst sem nú er upplýst af viðtölum manna og yfirvinnubannið hefur leitt í ljós hjá ýmsum kunnum at- vinnurekendum, bæði hvað varða stundvísi og afköst og það sem mest er um vert, það er að — „án ósæmilegs vinnuálags er hægt að ljúka sömu verkum á 8 vinnustundum, sem áður hafa tekið 10 vinnustundir. Þar er hægt að hækka kaupið um 35% án þess að atvinnurekendur eða ríkisvaldið láti af hendi eina einustu krónu.“ Það er leitt, hvað leiðarahöfundar Þjóð- viljans eru oft seinvitrir, — en eins og sjá má var Morgunblaðið fljótt að grípa hugmyndir þessar um hag- ræðingar um vinnuafköst án „ósæmilegs” vinnuálags, — ‘Þessi leiðari Þjóðviljans þótti Morgunbl. á ýmsan hátt íhugunarverður. Það er oft undarlegt hvað þessi tvö blöð skilja vel hvort annað þegar harðnar á dalnum og samning- ar eru lausir.. Hitt má minna á að þegar kjarasamningar voru gerðir 1974 var við völd í landinu vinstri-ríkisstjórn, vinveitt verka- og launafólki og forseti ASl ráðherra í þeirri stjórn, — hefði þá þessi vísdómur leiðarahöfundar legið fyrir og verið hagnýttur af stjórnvöldum og öðrum, hefðu kjör og vinnuálag verka- og launafólks aldrei orðið eins og þau eru í dag og samningar nú orðið í öllu greiðari en nú er í reynd og kaupgjald allt raun- hæfara en fólk býr nú við og dýrtíðin e.t.v. öllu minni, en þ. j er vissulega auðvelt að vera skynsamur eftir á. Kjarasamningar voru aft- ur gtrð'.r 1976. Hlutur fólksins i þeim samningum var eins og fyrri samningur byggður að mestum hluta á mikilli yfirvinnu og miklu vinnuálagi, tima- og mánaðarkaup lágt. En þá var komin nýog öllu óviðráðanlegri rikisstjórn og auk þess hægri stjórn svo nú varð að vanda til verka og gleyma ekki góðri samvizku og nú var ekki nóg að setja góðan og stóran punkt aft- an við samningana. — Þá var nauðsynlegt að setja og gera að höfuðkröfu rauð strik til að tryggja það örugglega að verka- og launafólk héldi fyllilega sínu og að kaupmáttur þess héldist óbreyttur allt samnings- tímabilið. Stjórn ASl gerði sér það fullljóst strax við samnings- gerð að á verðbólgutímum var nauðsyn að setja rauða og örugga ventla á verðbólguna, því nú varð að tryggja að kaupmáttur launa héldist óbreyttur allt samningstíma- bilið. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Rautt par eða Svört fjöll, þá er það ávallt liturinn sem skiptir höfuðmáli, ekki hesturinn, riddarinn eða fjöllin. I meðhöndlun hans og stað- setningu á striganum á Jóhann fáa sér líka og slík er aðgát hans og yfirvegun að það er næstum aldrei sem liturinn verður að hrárri rómantískri slikju, eins og svo oft kom fyrir kollega Jóhanns, Jón Engil- berts. Myndir Jóhanns eru því fyrst og fremst stemmningar þar sem miðlað er dulúð, draumlyndi og náttúruinnlif- un og því er.listamaðurmn ao eðlisfari einn af helstu afstrakt- málurum okkar. Veruleikinn ótylla? Þessi staðhæfing kemur sjálfsagt flatt upp á marga, þar sem fáir hafa fengist eins mikið við að mála fólk, dýr og báta eins og Jóhann Briem. En fólk hans er líflausar klippimyndir sem oft snúa við okkur baki og gefa ekkert mannlegt sam- band eða tilfinningar til kynna með látbragði sínu, dýrin eru flatar einingar sem raðað er upp eins og afstrakt flötum og myndir Jóhanns af bátum segja okkur ekkert um báta en allt um myndbyggingu. Þvf mundu sumir halda því fram að þegar veruleikinn hefur svo rækilega verið sviptur eðli sínu þá sé hann einungis átylla og lista- maðurinn sé því aðeins sjálfum sér samkvæmur að hann losi sig við hann og spili á litina óbundna. Um þetta má eflaust lengi deila. Sönnun þess að myndir Jóhanns væru eins kraftmiklar og áleitnar sem afstraktmyndir eru verk eins og Bátar á Níl (nr. 76), Urð (nr. 82) og Túnhlið (nr. 105) sem snerta áhorfandann djúpt, áður en hann í raun hefur gengið úr skugga um myndefnið. Síðast- jnefnda myndin, svo og nokkrar myndir af kerruvögnum þar sem leikið er á ljós og skugga, bentu mér á óbein tengsl þeirra Jóhanns og Hrings Jóhannes- sonar sem ég ekki hafði gert mér grein fyrir áður. Sömu forsendur Síðustu tíu ár hafa myndir Jóhanns lítið breyst, heldur hefur listamaðurinn stöðugt unnið að því að fága þær for- sendur sem hann gaf sér á árunum eftir stríð. Litasam- stæður hans eru þó orðnar ögn skærari og ákveðnari skil milli eininga eru áberandi og lista- maðurinn er nú farinn að umlykja myndflötinn eins- konar máluðum ramma, kannski fyrir áhrif frá fyrir- myndinni að Ráðhústeppinu. Jóhann Briem er enn sem fyrr hógvær verkamaður í garði lit- anna og á vonandi eftir að vinna þar lengi. Kjallarinn GarðarViborg Kjarasamningar 1977. Þegar hugað er að uppbyggingu samninga og hverjir þeir verða í veruleikan- um kemur eitt og annað fram í dagsljósið sem almenningi er hulið, en þó er ljóst að ýmsir þrýstihópar hafa gert óheyri- legar kröfur sem ganga þvert á þá stefnu sem mörkuð var á 33. þingi ASl — kröfur sem þeir vildu ná fram með mætti heild- arsamtakanna og bæta hag sinn verulega með sama hætti og þeir hafa gert í samningum fyrri ára. En eins og fólk hefur heyrt í öllum fréttatímum út- varps- og sjónvarps frá fyrstu tlð, eða allt fram að hvítasunnu, hefur einvörðungu verið rætt um sérkröfur en fólk lítið vitað um þessar sérkröfur hefðu í raun að geyma. En samningar verka- og launafólks hafa staðið I sjálfheldu af fyrrgreindum á- stæðum en sérkröfur þessar verða lítið fyrir það fólk sem nú stendur í yfirvinnuverkföllum án getu til þess að veita þessa pressu nema með þungum fórn- um. Ljóst er að þessar sér- kröfur verða að vikja fyrir heildár- eða aðalkröfum sjálfs láglaunafólksins og samningar verða að takast hvað sem sér- kröfum þrýstihópanna viðkem- ur. Það verður að semja. En rétt er að minna á að þegar yfirstandandi samninga- umleitanir höfðu staðið hæfilegan tíma og hvorki gekk eða rak og komið var fram að 1. maí var teningum kastað. For- seti ASl gaf út dagskipan á útifundi á Lækjartorgi og til- kynnti verka- og launafólki að nú væri þörf aukins þrýstings og ráðið væri eitt að hefja yfir- vinnuverkfall og það skyldi taka gildi 2. mai 1977, hvað sem tekjum þessa fólks viðkæmi. Nú, en samkvæmt tillögu forystumanna átti þetta bann ekki að ná til vaktavinnu og að hluta af mannúðarástæðum en þó var þessi ráðstöfun svo heppilega útlögð að ýmsir tekjpháir starfshópar innan ASl féllu ekki undir þessar óskir forystumanna launafólks, svo allan tima fram til dagsins í daga hafa þessir þrýstihópar haldið að mestu fullu kaupi, en vitað er að ýmsir þeirra vinna fullan vinnutíma, sumir bak við luktar dyr. Enn sem komið er virðist yfirvinnubannið aðeins hafa orðið tekjutjón verkafólks og ekki ráðið sköpum í gerð kjarasamninga sem nú er verið að móta. Þeir sem gerzt þekkja vita mæta vel að hér ræður ekki þrýstingur fólksins, heldur það að „kerfið" innbyrðis nái saman — Lausnin er fundin og aðeins er eftir spurning um hvenær rétt sé að leysa deiluna, að allir forystumenn hafi hrópað og spriklað rétt og for- dæmt öll tilboð til lausnar. Formaður Verkamannasam- bandsins sendi nú fyrir helgina skelegga yfirlýsingu og for- dæmir launatilboð sáttanefnd- ar, en svo kom helgin og áður- gefnar yfirlýsingar féllu með smábreytingum inn 1 sátta- tilbnðið. Svo nú bendir allt lil að kjarasamningar Séu á næsta leyti og flest launafólk fagnar því, þar sem það er líka séð að fórnir þess ráða litlu, eða ef til vill engu, aðeins fórnir þess sitja eftir lítt bættar. Sáttanefndin sem stærstan hlut á að lausn þessarar kjara- deilu er samtákn „kerfisins," pólitiska aflið í landinu. Fulltrúar allra stjórnmála- flokkanna fylla þá nefnd og þegar svo vel tókst hlaut að draga til úrslita, aðeins spurn- ing um’hvenær og hvernig á að leysa sjálfa deiluna, hvar á að setja punktinn og rauða strikið. Eg er þess fullviss, að allir fagna því að lausnin er í sjón- máli en kjaradeilan sjálf skilur eftir margar óleystar spurning- ar, sem seint fæst svar við. Garðar Víborg, fulltrúi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.