Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 16
16 Dj\GBLAÐIÐJIMMTIIDAGimi^Jmiian. I Iþróttir Iþróttir Íþróttír Iþróttir Hér spjaila þeir saman seinni dag keppninnar, Horður Gunnarsson, formaður GS og enski atvinnumaðurinn Roger Mace. DB-mynd R. Lár. Stórmikil breyting á íslenzkri knattspvmu Jú, jú, — íslenzkir knatt- spyrnumenn eru orðnir miklu betri en þeir voru i þau tvö skipti, sem ég hef leikið hér áður, sagði Alan Bail, heimsmeistari 1966, með sínum skræka málróm, þegar við náðum tali af honum eftir ieikinn í gær. Hann iék hér áður bæði með Arsenal og Everton — og hann bætti við. Það eru margir bráðefnilegir knattspyrnumenn í íslenzka liðinu. Sérstaklega var ENGINN FOR HOLUIHOGGI EN EINN DATT í LUKKUPOn Að vanda voru verðlaun í opnu Dounlopkeppninni, sem haldin var í Leirunni um hvitasunnu, hin glæsilegustu. En tlestir þátt- takendurnir munu þó hafa hugsað það sama er þeir bjuggu sig undir upphafshöggin á par- þrjú brautunum. Það er að segja „skyldi mér takast það í þetta sinn? Skyidi mér takast það ótrúlega, að slá holu í höggi?“ Það var til mikils að vinna. Dunlop-umboðið á ísiandi, Austurbakki hf. hafði tilkynnt það við upphaf keppni að þeim sem tækist að slá holu í höggi í keppninni skyldi verða boðið til Englands i suiiiar og miði á Úrslit í 2. deild Haukar fengu Þrótt R. i heimsókn á Kaplakrikavöll í gær- kvöld í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Haukar sigruðu 2:1. Mörk Hauka skoraði Guðjón Sveinsson bæði i f.h. og var hann jafnframt einn bezti maður liðsins. Stefáni Stefánssyni tókst að minnka mun Þróttar í 2-1 í s.h. Ilalldór Arnason leikmaður Þróttar fékk að sjá gula spjaldið. A ísafirði léku ÍBl og KA. Akureyringar sigruðu 1-0. hjóns. DUNLOP-OPEN en sú keppni þykir með þeim merkustu á ári hverju. En það hafði enginn heppnina með sér í þetta sinn. Margir fóru nærri, en enginn gat hrósað happi..og þó. Árni Árnason, forstjóri Austur- bakka hf. tilkynnti i mótslok, að hann hefði ákveðið að láta ekki verðlaunin falla niður og til- kynnti að Herði Gunnarssyuni, formanni Golfklúbbs Suðurnesja væri hér með boðin þessi ferð, enda ætti hann það margfalt skilió fyrir frábæra frammistöðu sína i þágu Golfklúbbs Suður- nesja og golfíþróttarinnar i heild. Það mátti heyra á dynjandi lófa- taki viðstaddra að þeir voru á sama máli og Árni. Atvinnumaðurinn enski, Roger Mace, tók til máls í mótslok og kvaðst mjög ánægður með fram- kvæmd, mótsins, gólfvöllinn i Leiru og síðast en ekki sízt kvað hann það hafa komið sér á óvart hve Islendingar ættu góðum kylfingum á að skipa. Hann sagði það engum vafa undirorpið að meðal þeirra væru efni í atvinnu- menn og bauðst til að hjalpa þeim sem áhuga hefðu að kynna sér atvinnumennskuna sem bezt hann gæti og væru þeir vel- komnir til sín til Englands. Áhugamaðurinn vann atvinnurnanninn: UNGUR KYLFINGUR EN EKKIÓREYNDUR Kylfingurinn ungi sem sigraói árezka atvinnumanninn Roger Mace á opnu Dunlop-keppninni um hvítasunnuna er aðeins tví- tugur að aldri, verður 21 árs í sumar. Hann heitir Magnús Halldórsson og er félagi i Golf- klúbbnum Keili. Magnús sagði fréttam. DB að keppni lokinni að hann hefði Tvö mörk Kenny Dalglish og skailamark Gordon McQueen gáfu Skotum öruggan sigur gegn Norður-írum í brezku meistara- kcppninni i gær. Leikið var í Glasgow. Dalglish skoraði fyrsta markið eftir 9 mín. eftir mistök Alan Hunter. Síðan skoraði McQueen eftir aukaspyrnu Masson, og Dalglish skoraði síðasta markið undir lokin eftir góðan leik Lou Macari, sem kom inn sem varamaður fyrir Jordan. Norður-írar leika hér i Reykjavik 11. júní. Búlgaría sigraði Irland í 5. riðli HM í Evrópu 2-1 i Sofia í gær. Áhorfendur 65 þúsund. Panov skoraði fyrir Búlgaríu á 14. mín. Don Givens jafnaði á 47. min. en Zhelyazkíiv skoraði sigurmarkið á 76. min. Staðan i riðlinum. Búlgaría 2 110 4-3 3 Frakkland 3 111 4-3 4 írland 3 1 0 2 2-4 2 Fjórir leikmenn voru reknir af velli á 15 síðustu mín. leiksins. Martin og Campell hjá írlandi, en Zhelyazkov og Borissov frá Búlgaríu en mikil taugaspenna og skaphiti einkenndi leikinn. notið þess að leika á móti svo góðum golfleikara sem Roger Mace. Það hefði veitt sér mikið aðhald og krafizt fyllstu ein- beitni. Magnús er svo sem enginn nýliði í golfíþróttinni og þetta mót var ekki fyrsta opna mótið sem hann vinnur. 1975 vann hann opnu Uniroyal-keppnina og sama ár vann hann Replogle-cup. Þegar Magnús var spurður hvort hann hefði áhuga á að gerast atvinnu- maður kvaðst hann ekki hafa hugsað það mál en hann mundi heilsa upp á Roger Mace, ef hann yrði einhverntíma á ferð í Eng- landi. -rl. Magnús Halldórsson eins og Ragnar Lár sá hann i keppninni. Einnig bauð hann Herði Gunnars- syni að dvelja hjá sér á meðan Englandsdvöl hans stæði yfir og leika á þeim golfvöllum, sem hann væri í tengslum við. Eins og fram hefur komið í fréttum, varð Roger Mace í öðru sæti í Dunlop-keppninni, ásamt Þórhalli Hólmgeirssyni. Roger sagði að erfiðast yrði fyrir sig að sTtýra það fyrir eiginkonu sinni þegar heim kæmi hvernig hann hefði farið að því að tapa fyrir eskimóa í golfi. -rl. ég hrifinn af þessum stóra, hrokkinhærða (Gísli Torfason). Geta íslenzku knattspyrnu- mannanna kom mér talsvert á ó- vart. Það hefur orðið hér ntikil breyting frá því ég lék hér með Tottenham gegn Keflvíkingum í Evrópukeppninni, sagði Ralph Coates, hinn viðfelldni utherji, sem oft sýndi góða takta í leikn- um með sitt flaksandi.þunna hár. Við áttum ekki möguleika gegn þessum strákum eins og í pottinn var búið. Það er útilokað að gpta ekki hitað upp fyrir leik. Jú, ég lék hér með Liverpool 1965, sagði Ian Callaghan, annar af Evrópumeisturum Liverpooi. íslendingar leika mun betri knattspyrnu nú en þá, en fleira gátum við ekki fengið upp úr Callaghan. Hann var greinilega ekki sáttur við tapið. Kannski skiljaniegt eftir hina miklu sigur- göngu Liverpool á leiktímabilinu. ____________________ -hsim. Danir unnu Danir sigruðu Norðmenn í landsleik í knattspyrnu í gær I Osló 0-2 Flemming Lund og Jan Sörensen skoruðu mörk Dana. Áhorfendur 8.700. Norðmenn leika hér í Reykjavik 30. júní. b ■ ■■ ■ r ■ Þriðja mark lisins skoraði Sören Afll nfif* C|fft|<}l|‘ Lindsted. t heimaleik Holbæk þar ■ Wl wIlVI Hl á undan sipraði liðið Randers Atii Þór Héðinsson, fyrrum miðherji KR, hefur gert það gott með Holbæk í 1. deildinni dönsku að undanförnu. Verið fastamaður í liðinu og skorað talsvert af mörkum. A sunnudaginn sigraði Holbæk Fredrikshavn 3-1 á heimavelli. Atli Þór skoraði fyrsta mark leiksins á 18. min. Fredrikshavn jafnaði á 57. mín. Skömmu síðar brauzt Alti Þór í gegn, en var felldur aftan frá innan vitateigs. Vítaspyrna, sem Jörgen Jörgensen skoraði úr. á undan sigraði liðið Randers Freja með 2-0. Preben Olsen og Atli Þór skoruðu mörk Holbæk. Eftir umferðina á sunnudag, þá elleftu í 1. deild, er Holbæk um miðja deild með tíu stig. Óðins- vé.aliðið OB er efst með 20 stig og hefur komið mjög á óvart. Unnið 9 leiki, gert tvö jafntefli. Randers er i öðru sæti með 15 stig, og Kaupmannahafnarliðið B1903 i þriðja sæti með 14 stig ásamt AGF, Arósum. Neðst er B1909, Óðinsvéum og AaB, Alaborg, með sex stig. £*> Handboltapunktar í'ísTon frá V-Þýzkalandí 3' Axel Axelsson Úrslitaleikurinn sá mest spennandi sem um getur! Dankersen í maí Geysileg fagnaðarlæti brutust út meðal leikmanna og áhangenda GW Dankersen að loknum úrslitaleiknum gegn TV Grossvallstadt, sem leikinn var í Dortmund. A meðan leikmenn Dankersen dönsuðu striðsdans á fjölum iþrótta- hallarinnar horfóu leikmenn Grossvallstadt örvilnaðir og sár- óánægðir hver á annan. Þeir höfðu svo sannarlega ástæðu til þess. Eftir að hafa leitt mest allan leikinn var sigrinum hreinlega stolið frá þeim á siðustu sekúndunum. Vítakast réð úrslitum þessa leiks. Víta- kast, sem flestir aðdáenda Grossvallstadt voru ósáttir við og að ieik loknum ruddist drukkinn lýðurinn að dómur- unum tveimur og áttu þeir fullt í fangi með að verjast ágangi fólksins. Fyrir undirritaðar var hér um réttlátan dóm að ræða. Brotið var gróflega á fyrirliða Danker- sen, Hans Kramer, þegar hann stökk inn úr horninu þrjátíu sekúndum fyrir leikslok. Hátt á áttunda. þúsund áhorfendur voru í Dortmund-höllinni. Flestir frá Minden og Gross- vallstadt. Sjónvarpið var sér- staklega gagnrýnt. Það hafði auglýst með þriggja vikna fyrir- vara að sjónvarpað yrði beint og vafalaust hefur það dregið úr aðsókn frá Dortmund og nágrenni. Þessi síðasti „alvöru" úrslita- leikur í sögu þýzks handknatt- leiks — næsta ár verður Bundeslígan sameinuð — var að margra áliti sá mest spennandi, sem um getur. Dankersen tók forustuna til að 1 byrja með og hélt henni fyrstu 15 mínúturnar. Grosvallstadt tók þá við forustuhlutverkinu. Komst yfir i 6-5. Yfirleitt skildu 1-2 mörk liðin að — en alls var þó 13 sinnum jafnt i leiknum. Þegar 13 mín. voru til leiksloka virtust úrslit ráðin. Grossvallstadt var 15-13 yfir og Buddenbohm vísað af leikvelli í fimm mínútur. Dankersen tókst þá að verjast vel þennan kafla og halda jöfnu 2-2. Jafnað var síðan í 17-17 og eftir það skildi eitt mark liðin að upp í 20-20 eða þar til Dankersen tókst að komast framúr og sigra. Stærstu tromp Grossvallstadt í þessum leik voru Kliihspiess og Sinsel. Þeir félagar skoruðu fjórtán af tuttugu mörkum liðsins. Dankersen-liðið átti ekki sinn bezta dag að þessu sinni. Sérstaklega var varnar- leikurinn slakur og ekki bætti úr skák, að markvörðurinn Nie- meyer náði aldri að sýna sitt rétta andlit. I sóknarleiknum ber helzt að nefna Gerd Becker, sem átti sennilega sinn bezta leik með Dankersen. Hann hélt liðinu alveg á floti á þýðingar- miklum augnablikum i síðari hálfleik. Að leik loknum varlandsliðs- þjálfarinn Vlado Stenzel auðvitað i sviðsljósinu. Haft var sjónvarpsviðtal við kappann beint frá höllinni, en því varð að hætta í miðju kafi, þar sem mannfjöldinn ruddi Stenzel um koll. Hann hafði þó þetta að segja um leikinn: — Dankersen vann þennan leik fyrst og fremst vegna þeirrar reynslu sem liðið hafði frá úrslita- leiknum í fyrra. Leikmenn liðsins höfðu hreinlega sterkari taugar en leikmenn Grossvall- stadt á lokamínútunum og því varð Dankersen Þýzkalands- meistari 1977. Auf Widersehen Axel Axelsson. Af einhverjum ástæðum tafðist þetta bréf í pósti. -hsím. Grund, Dankersen, fer ómjúkum tökum um Sinsel, Gross- vallstadt. Waltke til hægri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.